Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1987, Side 30

Æskan - 01.04.1987, Side 30
Á kvöldin er aðalgata borgarinnar böðuð ljósum. Það eru gráir staurar með ljósaperu á endanum sem lýsa hana upp. Þeir eru í daglegu tali nefndir ljósastaurar. Kvöld eitt tók gamall og útkroiaður ljósastaur við Aðalstræti til máls: „Þetta er nú auma lífið að standa hérna ár eftir ár og gera ekkert annað en að lýsa fyllibyttum og nætur- hröfnum.“ Ungur og áhrifagjam ljósastaur samsinnti þessu og sagði: „VIÐ ÞOLUM ÞETTA EKKI LENGUR! Nú förum við í verkfall!!!“ Það varð mikill kliður í röðum ljósa- stauranna og háværar raddir bárust: „Við þolum þetta ekki lengur. Við heimtum nýjar ljósaperur. Við heimtum ellilífeyri og skræpótta máln- ingu.“ „Þögn, þögn,“ æpti gamli, klessti og krotaði ljósastaurinn. „Rólegir piltar, við verðum að ræða þessi mál örlitlu betur. Skipum verkfallsnefnd og höld- um aðalfund og fleira slíkt.“ „Ég, ég, ég,“ heyrðist þá æpt úr öllum áttum. Ungi ljósastaurinn, sem áður hafði talað, mælti þá styrkri en rólegri röddu: „Ég held að það eina sem við þurf- um að gera sé að koma okkur betur saman um kröfumar.“ Tillögur bámst úr öllum áttum. Sumar vom samþykktar en aðrar ekki. Að lokum leit kröfugerðin svona út: „Við viljum: Græna málningu með bleikum röndum, nýjar ÓSRAM-ljósaperur, ekkert krot, engar utaníkeyrslur, orlofshús í Munaðarnesi, helgar-, sumar- og jólafrí, og enga losun úrgangs utan í okkur.“ Ljósastaurinn ungi lauk upptaln- ingunni. „Heyr, heyr,“ æptu nærstaddir ljósastaurar. Svo mikill rómur var gerður að þessum tillögum að allt Að- alstræti bergmálaði af ópum og vígorð- um. Pervislegur og mjóróma ljósa- staur á homi Aðalstrætis og Aust- urstrætis var sá eini sem ekki tók undir tillögumar. Ungi ljósastaurinn tók eftir því og spurði hann: „Af hverju segirðu ekki neitt, Magnús? Líst þér ekki á kröfurnar? Jú, Magnúsi leist svo sem á kröfun1' ar, „eeen hvað ef mennimir hjá Ra^' magnsveitunni samþykkja þær ekki? Þögn sló á hópinn. Loks tók staut fyrir framan Moggahúsið til máls- Hann talaði hægt og það var eins og hann shti út úr sér orðin. „Við skulum bara vona að þeir gefl það, því annars....“ Þeim flaug öllum það sama í hug- haugar, brotajárn. Það var þögn dálitla stund. Svo hóf' ust mestu deilur og þras sem um getur í sögu ljósastaura við Aðalstræti. Sum* ir vildu slaka á kröfunum, aðrir vilóu berjast til þrautar og enn aðrir vildu hætta við allt saman. Svo hart var bar- ist og hátt rifist að ljósaperur brustu °g málning flosnaði. „Djö.. asnaskapur." Ljósastaurinn þagnaði skyndileg3, Hinir stauramir þögðu líka. Allt var gersamlega slokknað. Sólin brosti sínu blíðasta um leið og nýr dagur hófst. Sagan hlaut aukaverölaun í smásagnasaff1' keppni Æskunnar og Rásar 2 1986. 30 eftír Matthildi Sigurðardóttur 14 ára

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.