Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 30

Æskan - 01.04.1987, Blaðsíða 30
Á kvöldin er aðalgata borgarinnar böðuð ljósum. Það eru gráir staurar með ljósaperu á endanum sem lýsa hana upp. Þeir eru í daglegu tali nefndir ljósastaurar. Kvöld eitt tók gamall og útkroiaður ljósastaur við Aðalstræti til máls: „Þetta er nú auma lífið að standa hérna ár eftir ár og gera ekkert annað en að lýsa fyllibyttum og nætur- hröfnum.“ Ungur og áhrifagjam ljósastaur samsinnti þessu og sagði: „VIÐ ÞOLUM ÞETTA EKKI LENGUR! Nú förum við í verkfall!!!“ Það varð mikill kliður í röðum ljósa- stauranna og háværar raddir bárust: „Við þolum þetta ekki lengur. Við heimtum nýjar ljósaperur. Við heimtum ellilífeyri og skræpótta máln- ingu.“ „Þögn, þögn,“ æpti gamli, klessti og krotaði ljósastaurinn. „Rólegir piltar, við verðum að ræða þessi mál örlitlu betur. Skipum verkfallsnefnd og höld- um aðalfund og fleira slíkt.“ „Ég, ég, ég,“ heyrðist þá æpt úr öllum áttum. Ungi ljósastaurinn, sem áður hafði talað, mælti þá styrkri en rólegri röddu: „Ég held að það eina sem við þurf- um að gera sé að koma okkur betur saman um kröfumar.“ Tillögur bámst úr öllum áttum. Sumar vom samþykktar en aðrar ekki. Að lokum leit kröfugerðin svona út: „Við viljum: Græna málningu með bleikum röndum, nýjar ÓSRAM-ljósaperur, ekkert krot, engar utaníkeyrslur, orlofshús í Munaðarnesi, helgar-, sumar- og jólafrí, og enga losun úrgangs utan í okkur.“ Ljósastaurinn ungi lauk upptaln- ingunni. „Heyr, heyr,“ æptu nærstaddir ljósastaurar. Svo mikill rómur var gerður að þessum tillögum að allt Að- alstræti bergmálaði af ópum og vígorð- um. Pervislegur og mjóróma ljósa- staur á homi Aðalstrætis og Aust- urstrætis var sá eini sem ekki tók undir tillögumar. Ungi ljósastaurinn tók eftir því og spurði hann: „Af hverju segirðu ekki neitt, Magnús? Líst þér ekki á kröfurnar? Jú, Magnúsi leist svo sem á kröfun1' ar, „eeen hvað ef mennimir hjá Ra^' magnsveitunni samþykkja þær ekki? Þögn sló á hópinn. Loks tók staut fyrir framan Moggahúsið til máls- Hann talaði hægt og það var eins og hann shti út úr sér orðin. „Við skulum bara vona að þeir gefl það, því annars....“ Þeim flaug öllum það sama í hug- haugar, brotajárn. Það var þögn dálitla stund. Svo hóf' ust mestu deilur og þras sem um getur í sögu ljósastaura við Aðalstræti. Sum* ir vildu slaka á kröfunum, aðrir vilóu berjast til þrautar og enn aðrir vildu hætta við allt saman. Svo hart var bar- ist og hátt rifist að ljósaperur brustu °g málning flosnaði. „Djö.. asnaskapur." Ljósastaurinn þagnaði skyndileg3, Hinir stauramir þögðu líka. Allt var gersamlega slokknað. Sólin brosti sínu blíðasta um leið og nýr dagur hófst. Sagan hlaut aukaverölaun í smásagnasaff1' keppni Æskunnar og Rásar 2 1986. 30 eftír Matthildi Sigurðardóttur 14 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.