Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1987, Síða 23

Æskan - 01.04.1987, Síða 23
I síðasta blaði var sagan af Lóu litlu sem ímyndaði sér að hún vœri Rauðhetta. Hún er enn í svona þykjustuleik. Hvað œtli hún sé í dag? Mamma Lóu litlu var lasin og lá á spítala. Dísa frænka kom til að hjálpa pabba með heimilið. Hún átti tvær dætur sem voru tvíburar. Þær voru tólf ára og hétu Ósk og Sif. Ósk og Sif voru alltaf að spegla sig. Þær áttu líka fín föt. Þeim fannst Lóa svo lítil að þær vildu ekki vera með henni. - Farðu bara, þú þarft ekkert að hanga yfir okkur, sögðu þær. Lóa fékk tár í augun. — Þetta er alveg eins og í Öskubusku, hugsaði hún. Vondu systurnar voru svo fínar með sig og ráku Öskubusku alltaf í burtu. Þær klæddu hana í druslur og létu hana vinna verstu verkin. Lóa klæddi sig í gamlar buxur með mörgum götum «1 Lóa 1 i llaOsku btiska eftir Iðunni Steinsdóttur og peysu sem var orðin allt oflítil. Svo fór hún að sópa gólfin. — Nú er ég Öskubuska og þarf að vinna öll verstu verkin, sagði hún við sjálfa sig. Allt í einu hringdi dyrabjallan. Lóa fór fram og opnaði. Úti var stór strákur sem hét Matti. — Eru Ósk og Sif heima? spurði hann. Lóa sótti Ósk og Sif. Hún elti þær fram til að heyra hvað strákurinn segði. — Viljið þið koma í afmæli til mín klukkan sex í dag? Allur bekkurinn okkar kemur. Það verður kók og pizzur og svo á að dansa, sagði hann. Ósk og Sif urðu mjög glaðar og sögðust ætla að koma. Þegar strákurinn var farinn spurði Lóa: — Má ég koma líka á ballið? — Nei, þú ert ekki boðin, sagði Sif. — Þetta er bara fyrir tólf ára krakka, sagði Ósk. Lóa hljóp inn í stofu til Dísu frænku. — Má ég ekki fara með stelpunum á ballið? spurði hún. - Nei, þú ert ekki boðin af því að þú ert svo lítil. Þetta er bara fyrir stór böm, sagði Dísa frænka. - Datt mér í hug, hugsaði Lóa Alveg eins og í Öskubusku. á balliö. §n fer nú samt. § er í j ólakjólinn minn gverðfínust aföllum glaumastáballið eins og Öskubuska. sótti kjólinn inn í skáp Úæddi sig í hann. ann var úr rauðu flaueli tr6 ^víturn blúndukraga. Var miög fínn- °a burstaði hárið °rgum sinnum Núv^u SigSPöng' e Aar bún miklu fínni enÓskogSif. í ®ar og Sif lögðu af stað þ bún á eftir þeim. r fóru inn í einbýlishús þJa Var Þarna rétt hjá. að var stórt og fínt Veg eins og höU. T > j^a ^æ<ddist inn á eftir þeim. þ a ætlaði að finna prinsinn. ba barna var enginn prins, se^futÓrir strakar 01 höfðu hátt og létu illa. ^htíeinu J* eún strákurinn hana. , Hvaða smábam er nú þetta! >aðihann. (LTr borfðu á Lóu. °g Sif sáu hana Uka og urðu reiðar. - Snáfaðu heim! hrópuðu þær og stöppuðu í gólfið. Lóa varð dauðhrædd. Hún hljóp af stað heim. Hún hljóp svo hratt að hún missti annan spariskóinn. Þegar hún kom heim fór hún að skaela. Hún var leið og henni var kalt á tánum. Og nú var annar fíni spariskórinn týndur. Svo var hún alein heima því að Dísa frænka var farin út. Þá hringdi dyrabjallan. Úti stóð lítill strákur. Hann var með fína kórónu úr pappa á höfðinu. í annarri hendi hélt hann á skónum hennar Lóu. - Átt þú þennan skó? spurði hann. - Já, ég týndi honum þegar ég flýði af ballinu í höllinni, sagði Lóa. - Viltu vera með mér? Ég heiti Jói og er bróðir hans Matta sem á afmæli. Ég hef engan að leika við af því að krakkamir í afmælinu em svo stórir, sagði strákurinn. — Af hverju ertu með kórónu? spurði Lóa. — Sérðu ekki að ég er prins? Ég á aðra kórónu heima. Þú mátt hafa hana ef þú kemur með mér. Þá getur þú verið prinsessa, sagði Jói. Lóa fór með honum. Þau léku sér lengi, lengi í kóngaleik uppi á lofti í herberginu hans Jóa. — Nú er Öskubuska orðin prinsessa, hugsaði Lóa glöð. Þau fengu kók og pizzur. Lóa fór ekki heim fyrr en afmælið hans Matta var búið. Þá var hún samferða Ósk og Sif. - Komdu að leika á morgun líka. Við skulum aftur fara í kóngaleik, sagði Jói þegar þau kvöddust. Það er gaman að vera Ösku- buska og búa í höllinni hans Jóa, hugsaði Lóa. En bráðum kemur mamma aftur heim. Þá verður líka gaman. Þá ætla ég ekki að vera Öskubuska, bara Lóa. 22 23

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.