Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1987, Page 38

Æskan - 01.04.1987, Page 38
Að sjá og finna Greinaflokkurinn umfötluð börn held- uráfram. í síðasta blaði fjölluðum við um blind börn en núna beinum við sjónum okkar að heyrnarlausum börn- um. Getið þið ímyndað ykkur hvernig er að vera heyrnarlaus, geta ekki heyrt hvaðfólk segir við ykkur, ekki hlustað á tónlist, útvarp eða annað semflest fólk hefur ánægju af? Prófið að setja tappa í eyrun og vera með þá í hálfan dag. Ykkur fyndist það áreiðanlega mjög óþægilegt, kannski enn verra vegnaþess að þið eruð vön þvíað heyra. „Maður er manns gaman“ segir mál- tækið og það eru vissulega orð að sönnu. Mannleg samskipti gefa lífi okkar gildi. Sá sem á erfitt með að tjá sig hlýtur að eiga á hættu að einangrast. Öll höfum við fundið fyrir vanlíðan þegar við höfum ekki getað sagt mömmu og pabba eða systkinum okk- ar hvað okkur þykir vænt um þau eða þegar við höfum viljað biðjast fyrirgefning- ar á einhverju sem við höfum gert á hlut þeirra en skort kjark til þess. Stundum langar okkur til að segja öðrum til synd- anna en finnum ekki réttu orðin. Heymar- laus böm geta aðeins tjáð tilfinningar sínar með svipbrigðum, snertingu og á táknmáli, þ.e. með handahreyfingum, sem aðeins nokkrir skilja. Kannski líður þeim mjög oft eins og okkur þegar við finnum ekki réttu orðin til að tjá hugsanir okkar og tilfinningar. Gunnar Salvarsson Böm, sem fæðast heymarlaus eða missa heymina mjög ung, geta ekki lesið blöð eða bækur á sama hátt og við því að þau skilja ekki merkingu ýmissa hugtaka. Mörg orð í íslensku em svo þung að jafn- vel stálpuð böm eiga erfitt með að skilja þau. Dæmi: „Mikill kosningahiti er í hægri armi Demókrataflokksins í Bandaríkjun- um. Framfærsluvísitala aprílmánaðar hækkaði um tvö prósentustig. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi." Böm sem aldrei heyra þessi orð eiga erfitt með að skilja þau. Heyrandi börn þurfa t.d. að heyra orðin aftur og aftur til að skilja þau og þá í réttu samhengi við önnur orð. Eftir að farið var að viðurkenna táknmál heymar- lausra hefur orðið bylting á möguleikum þeirra til eðlilegra samskipta við aðra. Þau geta tjáð sig um einföldustu og nauðsyn- legustu atriði en eiga engu að síður erfitt með að tjá sig um sérhæfð efni því að táknmálið býr ekki yfir nægilega miklum orðaforða. 70 nemendur Fyrir nokkm leit ég inn í Heymleys- ingjaskólann til að kynnast starfsemi hans lítillega og ræða við tvö heymarlaus böm. Ég tók fyrst Gunnar Salvarsson skólastjóra tali en hann er reyndar mörgum að góðu kunnur sem útvarpsmaður á Rás 2. „í Heyrnleysingjaskólanum em rúmlega 70 nemendur,“ sagði Gunnar þegar ég hafði komið mér vel fyrir á skrifstofu hans. „Skólinn skiptist í fjórar deildir: Athugun- ardeild fyrir börn á aldrinum 0-4 ára, for- skóladeild fyrir 4-7 ára, gmnnskóladeild fyrir 7-18 ára og framhaldsdeild fyrir 18 ára og eldri. Heymarlaus böm em skólaskyld frá 4 ára aldri. Um leið og heymarleysi eða heymarskerðing uppgötvast emm við látin vita og bömin koma síðan hingað í athug- unardeildina." Gunnar bætti við að í skólanum væru ekki einungis heymarlaus böm heldur einnig böm með skerta heym. Markmið skólans væri að reyna að létta af einangmn þeirra, kenna þeim að skilja mál og tala og gera þau að sjálfstæðum þegnum. Áður fyrr var táknmálið talið hefta talþroska heymarlausra bama en viðhorfin hafa breyst. — Af hverju fæðast böm heymarlaus? „Algengasta orsökin áður fyrr var sú að mæður fengu rauða hunda á fyrstu vikum meðgöngunnar. Nú em allar konur á bam- eignaaldri bólusettar til að koma í veg fyrir „ta líka að þær fái rauða hunda. Böm get misst heym ef þau fá heilahimnubólg^- stundum fæðast þau með skemntd i1 ^ eyra og er orsakin þá erfðafræðileg- „ em algengustu ástæður fyrir heyrnar;e *aSt — Af hverju geta böm, sem rS Jieymarlaus, ekki talað? „j-j „Einfaldlega af því að þau heyra málið og kunna því ekki að beita talf* ^ um rétt og mynda málhljóðin. Pað ® enginn talandi; talið lærist ge8n ert heymina. Margir heymleysingjar geta °-r sig skiljanlega í tali og þeir em alls e málleysingjar eins og margir halda- 1 ^ mál er táknmálið og hlutverk skólanser^ gera nemendurna tvítengda: Að K þeim að tákna og tala.“ . — Hvað em margir nemendur 3 heymarlausir? „Þeir em á bilinu 10-15.“ Að síðustu spurði ég Gunnar þvering t/íð þau heyrandi börn ættu að koma fram vi r sem væm heyrnarlaus eða heyrnarda ■ . „Þau þurfa ekki að óttast að geta e u náð sambandi við þau. í byrjun geta n.p. gert sig skiljanleg með látbragði og s. ^ brigðum. Við skulum ekki gleyma Þvl ^ margir heymarlausir geta lesið af vöni talað er hægt og skýrt. Forðast ber að n löng og erfið orð. Bannað er að tala hátt eða hrópa á heymardaufa þvl a ag geta þeir ekki lesið af vömm vegna ÞeS* f varamyndunin breytist. Það er mikih s - n fyrir heymarlausan einstakling þegar j finnur að einhver vill komast í sam við hann. Gott væri líka ef böm sem hvað þekkja til heymarlausra lærðu föld tákn til að hvor aðili eigi betra en með að skilja hinn,“ sagði Gunnar varsson. ,,fiaman væri að heyra tónli^ Eftir þetta stutta spjall talaði ég v1^ heymarlaus böm, hvort í sínu lagi- aðstoð túlka. Jóhanna Þorvaldsdóttirtu aði samtalið við Hjálmar Öm Péturssou' Gunnar við Ragnheiði Söm ^a marsdóttur. , „ Hjálmar Öm á heima í Kópavogi - verður 14 ára í júh'. Hann er ^ heymarlaus en er duglegur við að reyna tjá sig með talfæmnum. Ég ræddi við Hjálmar um áhugan1^. hans, dvöl í sveit, vini hans og fleira-1 { stóð á svömm frá honum. Hann kva .u eiga mörg áhugamál, m.a. handknad og knattspymu. í kaffifrímínútum í sko 38

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.