Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1987, Page 14

Æskan - 01.04.1987, Page 14
Það borgar sig < Anna og Palli voru í eldhúsinu heima hjá sér. Þau voru tvíburar. Anna sat við eldhúsborðið og var að lita í Andrésar Andar litabókina sína. Palli sat á móti henni og horfði á hana lita Mikka Mús. Allt í einu henti Anna frá sér litnum og sagði: „Ég nenni þessu ekki.“ „Hvað langar þig þá til að gera?“ „Mig langar út,“ sagði Anna. „Viltu þá vera memm?“ spurði Palli. „Allt í lagi,“ sagði Anna. Eftir stutta þögn sagði Palli: „Viltu koma út með bfla, Anna?“ Þá sagði Anna: „Ojj.. Það er strákaleikur.“ „Nei, ekkert frekar. Ert þú ekki oft í pabba bfl?“ Nú vissi Anna ekki hverju hún átti að svara. En rétt í þessu kom mamma þeirra inn og sagði: „Svona stórir krakkar ættu ekki að hanga inni allan daginn, orðin sex ára.“ „Við vorum á leiðinni út,“ sagði Anna. „ Anna vildi ekki koma út með bfla og sagði að það væri stráka- leikur,“ sagði Palli. Mamma svaraði ekki en sagði: „Farið þið nú út.“ „En mamma, veist þú hvað við getum farið að gera?“ spurði Anna. „Þið getið til dæmis farið í bolta- leik,“ sagði mamma þeirra. „Pabbi ykkar kemur heim klukkan 4, en þá förum við að versla.“ Palli og Anna hlupu út. Það var miklu betra veður en þau höfðu haldið. Anna fór strax og ætlaði að ná í boltann þeirra en hún fann hann hvergi. „Palli,“ kallaði hún, „veistu uu1 boltann okkar?“ „Nei,“ sagði Palli, „eða jú; nú man ég. í gær var ég að leika iuer með hann og þá fór hann inn í garðinn hjá Markúsi nágranna- „Náðu þá í hann,“ sagði Anna' „Ég þori ekki. Far þú,“ sagð' Palli. „Nei, komum þá bara að gera eitthvað annað,“ sagði Anna. „Sérðu, þama er kisa,“ bætti hú° við. „Náum henni,“ sagði Palli- Og svo hlupu þau á eftir kisunnl' 14

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.