Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1987, Blaðsíða 4
REYKLAUST ÍSLAIÍ nefnist samstarfshópur sem kom- ið var á fót árið 1985 að frum-r kvæði Krabbameinsfélagsins. í honum eru fulltrúar fjölmargra félagasamtaka sem hafa samein- ast um að ná því marki að ísland verði orðið reyklaust um nœstu aldamót. Það er ekki ný bóla að tóbak sé skaðlegt efni. 100 ár eru síðan barnastúkurnar skáru upp herör gegn því. Og blaðið okkar, Æsk- an, hefur lagt sitt á vogarskálarn- arfráþvífyrir aldamótin 1900. Þá var aðvörunum oft komið áfram- fœri með stuttum ábendingum, gjarna sem samtal eða skrítla eins og þessi dœmi sýna: Jón: Mér þykir ekkert gaman að blóta og læknirinn segir að það sé óhollt að reykja; svo þarf líka peninga til þess að kaupa tóbakið. Eg vil heldur hafa aurana sem ég vinn mér inn til þess að kaupa eitthvað handa systkinum mínum og gefa þeim það á jólunum. (5. tbl. 7.12.1897) Ungur maður sat hjá unnustu sinni í fagurri fjallshlíð. Útsýnið var hið yndislegasta. Fyrir neðan voru blómþaktar grundir og allt í kringum þau sungu fuglar í fagurlaufguðum trjágreinum. „Ó, hve allt er fagurt!" sagði maðurinn. „Pað er eins og allir hlutir hafi tekið höndum saman til þess að gera okkur lífið sem skemmtilegast. En svo heitt elska ég þig að ég væri fús til að deyja og yfirgefa alla þessa sælu ef ég þyrfti að gera það þín vegna.“ „O, þér þykir langt of vænt um mig, elskan mín,“ svaraði unnusta hans, „ég verðskulda það ekki. En fyrst þú vilt nú á annað borð leggja svona mikið í sölurnar mín vegna þá gerðu nokkuð fyrir mig sem er langtum minna vert; hættu að reykja!" „Æ, ég get ekki hugsað til þess. Ég hef reykt svo lengi að ég get ómögulega vanið mig af því hvað sem það kostar; nei, það geri ég ekki fyrir nokkurn mann.“ „Jæja, góði minn,“ svaraði unnusta hans, „nú veit ég hversu einlæglega hugur fylgir máli þegar þú segist vilja leggja lífið í sölurnar fyrir mig þar sem þú metur mig ekki eins mik- ils og pípuna þína.“ (15. tbl. 5.5. 1898) Krakkar, við treystum á að þið hugsið skynsamlega, — segja Sif og Hóf'- Takmark Krabbameinsfélag Reykjavíkur hef- ur verið ötult í baráttu gegn tóbaks- reykingum og fitjað upp á ýmsum nýj- ungum. í október 1976 hóf félagið út- gáfu blaðsins Takmarks og hafa komið út 31 tölublöð til þessa. Takmarki er m.a. dreift í alla grunnskóla, einkum til nemenda í 5.-8. bekk og er nú gefið út í 27.000 eintökum. Ritstjórar Takmarks eru Þorvarður Örnólfsson og Jónas Ragnarsson. í 1. tbl. 11. árgangs er birt bréf frá feg- urðardrottningunum Sif og Hófí til les- enda; grein um kannanir á reykingum nemenda í grunnskólum; verðlauna- getraun í tilefni 10 ára afmælisins og frásögn af útgáfu veggmynda og barm- merkja með áletruninni: Ég er í reyk- lausa liðinu — en þú? Þó að þú, lesandi góður, hafir eflaust lesið Takmark viljum við birta glefsur úr því til áréttingar — enda er góð v ba aldrei of oft kveðin , eins og máltæki segir! Komdu í reyklausa liðið segja Hófí og Sif í auglýsingamyndim11- í bréfinu til lesenda Takmarks segja þær m.a. : Hæ, krakkar! Við megum til með að skrifa ykkú nokkrar línur. Okkur þykir leitt til þeS^ að vita að sumir unglingar skuli vera a byrja að reykja enn þann dag í dag P° að allir ættu að geta séð að sígarettiú eru „tóm tjara", samsafn af skaðlegú111 efnum sem fara inn í líkamann °f skemma hann, fingurnir gulna, húðú1 eldist og hrukkast fljótar — og utl1 fertugt gæti maður jafnvel verið koú1 inn með krabbamein eða kransaeða stíflu af reykingunum. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.