Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1987, Síða 7

Æskan - 01.06.1987, Síða 7
fERÐ Leiðin út Klukkan var orðin hálf-tíu og sólin komin hátt á loft þegar þeir Vöknuðu. »Jæja, reynum nú að koma ?kkur upp eða finna göng,“ sagði lóti. »Sammála,“ sagði Rúnar. Kolur gelti. Hann var farinn að kunna vel við sig hjá þeim. . ^eir svipuðust ákaft um eftir ^ugum. Kolur tók þátt í leitinni eftir stutta stund rak hann upp »Ertu búinn að finna eitt- hvað‘>‘ ba spurði Tóti en Kolur hélt ra áfram að róta og gelta. Strákarnir fóru að róta líka og allt í einu blöstu við þeim göng. Þeir héldu inn göngin og létu Kol ráða ferðinni. Göngin voru allvíð og virtust nokkuð löng. Eftir að hafa gengið dálitla stund sáu þeir ljósbjarma framundan. „Felið ykkur, strákar,og takt þú Kol, Jonni,“ sagði Tóti. Þeir þrýstu sér að veggjum í skjóli við klettanef. Mennirnir stikuðu stórum og urðu ekki var- ir við þá. „Úff, þar skall hurð nærri hæl- um,“ sagði Rúnar. „Hvað vilja þeir okkur eigin- lega?“ spurði Jonni. „Þeir vilja örugglega losna við okkur en hvers vegna veit ég ekki,“ sagði Rúnar. „Við skulum halda áfram, þeir gætu farið að leita að okkur,“ sagði Tóti. Þeir gengu áfram með Kol í fararbroddi. Allt í einu komu þeir í stórt herbergi. Þar var alls konar dósamatur. „Hér hafa þeir verið,“ sagði Rúnar. „Höldum áfram, reynum að komast út,“ sagði Jonni. Málið skýrist Þeir héldu áfram og loks sáu þeir ljósglætu í fjarska. Eftir nokkra stund komust þeir út. „Við skulum gá hvort þeir hafa tekið tjaldið," sagði Rúnar. En það reyndist á sínum stað. Þeir ákváðu að sofa í því um nótt- ina og fara svo heim. Þeir skipt- ust á um að vera á verði. Jonni byrjaði, Rúnar tók við af honum og loks Tóti. Þegar Tóti hafði fylgst með umhverfinu nokkra stund skimaði hann út á sjó og sá þar ljós. Það færðist nær landi. Tóta leist ekki á blikuna og vakti hina. Þeir fóru allir niður á strönd og sáu marga menn vera að bera fjöldann allan af stórum kössum. Daginn eftir fóru þeir heim með Kol með sér. Foreldrar þeirra urðu mjög hissa vegna þess að þeir höfðu búist við að drengirnir yrðu lengur í ferðinni. Þeir sögðu þá alla söguna. Faðir Rúnars brá skjótt við og hringdi í lögregluna. Lögreglumenn fóru strax á staðinn og tóku mennina fasta. Þeir játuðu allt og viður- kenndu að hafa verið að smygla alls konar varningi. Daginn eftir komu tveir lög- regluþjónar og sögðu drengjun- um hvernig farið hefði. Jafn- framt sögðu þeir að hundsins væri saknað og skyldu þeir sjá um að koma honum til eigenda. Drengirnir voru því fegnir enda þótt þeir sæju eftir Kol. Að lok- um afhentu lögreglumennirnir Rúnari, Tóta og Jonna hundrað þúsund krónur fyrir að hafa kom- ið upp um stóran smyglaraflokk. Þeir voru fljótir að ákveða að nota peningana til utanlands- ferðar næsta sumar. Sagati hlaut aukaverðlaun í smá- sagnasamkeppni Æskunnar og Rás- ar 2 ífyrra. 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.