Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1987, Side 11

Æskan - 01.06.1987, Side 11
Frá lesendum KISAN MÍN Vrir nokkrum árum langaði 'g rnjög mikið í eitthvert dýr en arr,ma og pabbi sögðu ávallt nei egar ég bað um það. Svo gerðist a ýitt sinn að til okkar komu ^stir frá Suðureyri við ^gandafjörð. En viti menn! ly®ar bílhurðin var opnuð stökk 1 ' kettlingur út. Fólkið sagði að an þeirra hefði nýlega eignast yettlinga 0g þau þyrftu að losna j,1 þá. Svo gáfu þau okkur b^linginn. Mamma, ég og Palli °ðir minn vorum mjög glöð yfir °i°önni — en pabbi var lítið hrrfinn. n ^stirnir voru hjá okkur í kkra daga en fóru svo heim Ur- Mamma saumaði litla græna ,Us handa kettlingnum að leika ^er að. Pabbi fann svo nafn á ^ Un’ Hann var skírður Bryndís ^hrarn. Pabbi hafði svo oft horft , tl,ndina okkar og konan, sem a stjórnaði þættinum, heitir 'nmitt þessu nafni. bif B tyndís fékk hálsband með JJöllu um hálsinn. Það var rautt eð bláum steinum. Svo liðu margir mánuðir. Bryndís stækkaði mikið. Hún þurfti að þola margt því að ég var bara sex ára en Palli bróðir minn þriggja. Við kunnum ekkert með dýr að fara. Við tókum hana upp á skottinu og klæddum hana í dúkkukjóla. Svo ókum við henni í dúkkuvagni sem ég átti. Hún var svo óróleg í vagninum að við settum teppi yfir hann og festum það með klemmum til þess að hún kæmist ekki út úr honum. Eitt sinn var fjölskyldan að grilla kjöt út í garði. Þá birtist Bryndís allt í einu með tvo fugla í kjaftinum. Annar var dauður en hinn hálsbrotinn. Þá var pabba nóg boðið. Hann tók fuglana af henni og sagði svo að hann færi með hana til dýralæknisins á Húsavík daginn eftir til að láta svæfa hana djúpum svefni. Og það gerði hann. En nú eigum við tvo hamstra og erum bara ánægð. Una Kristín Árnadóttir, Lynghrauni 8, Reykjahlíð. í ÚTILEGU í sumar fór ég í skemmtilega útilegu með vinkonu minni sem er jafngömul mér, — 12 ára. Við eigum heima í Borgarnesi. Við fórum í Húsafell sem er ekki mjög langt frá og sváfum í tjaldi í tvær nætur. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum í útilegu án full- orðna fólksins. Við höfðum feng- ið leyfi í vor til að fara einar og byrjuðum þá strax að leggja drög að útilegunni. Við söfnuðum að okkur ýmsum föngum, svo sem mat og öðru góðgæti. í Húsafelli fórum við í gönguferðir í ná- grenninu og í sund. Við fengum svo systkini annarrar okkar í heimsókn á öðrum degi dvalar- innar. Veðrið var mjög gott allan tímann og þetta var frábær úti- lega. Þóra (dulnefni) ALLT SVO LÍTIÐ í litlum skógi var lítið hús og á litla húsinu voru litlar dyr. Inn af litlu dyrunum var lítill gangur og inn af honum var lítið herbergi. I litla herberginu var lítill skápur og í litla skápnum var lítið sjón- varp. í litla sjónvarpinu var Ómar Ragnarsson að segja fré.tt- ir. Frá Ingu Birnu 9 ára. 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.