Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1987, Side 22

Æskan - 01.06.1987, Side 22
Bjartsýnir maurar Kæri Æskupóstur! Einu sinni var fíll á gangi. Hann varð fyrir því óláni að stíga ófan á mauraþúfu. Allir maurarnir klifruðu upp á hann en hann hristi þá alla af sér nema einn. Þá öskruðu hinir til hans: — Kyrktu hann! Kvrktu hann! Sendandi: Þröstur Ólafsson, Bláskógum 13, 700 Egilsstöðurn. Lögfræðinám Ég er 13 ára stelpa í Keflavík og hef verið áskrifandi að Æskunni í 5 ár. Mér finnst þú alveg meiriháttar blað! En nú langar mig til að spyrja nokkurra spurninga. Getur þú birt póstföng spænskra, kínverskra og japanskra blaða sem geta útvegað pennavini? Ég á þejgar norska, þýska og sænska pennavini sem ég fé'kk í Æskunni. Að síðustu langar mig til að spyrja þriggja spurninga um lög- fræðinám: 1. Hvar lærir maður lögfræði? 2. Parf að hafa lokið einhverju fornámi áður en sjálft lögfræðinámið hefst? Svar: Póstfang pennavinaklúbbs í Japan er: Association of Pen Friend Club of Japan Azabu P.O. Box No 1 Minato Ku Tokyo — 106 Japan. Við höfum ekki heimilisfang blaða í Kína eða á Spáni en bendum þér á að leita til alþjóðlegra pennavinaklúbba sem ef til vill geta komið þér ísamband við pennavini í þessum löndum. Heimilisföng tveggja slíkra klúbba voru birt í 5. tbl. Æskunnar 1987. Svör við spurningum um lögfrœði- nám: 1. í Háskóla íslands. 2. Þú þarf að hafa lokið stúdents- prófi. 3. Að meðaltali 5-6 ár. Morten í A-Ha Hæ, hæ Æska! Hér læt ég í té dálitlar upplýsingar um söngvarann Morten Harket í A-ha! Nafn: Morten Harket Störf foreldra: Mamma hans er kennari en pabbi hans læknir. Systkini: Fjórar systur og þrír bræð- ur. Áhugamál: Blómarækt og trúmál. Tómstundagaman: Ballett. Markmið: Að reyna að finna hina einu sönnu ást! Besta mynd: Krókódíla-Dundee. Vill líkjast: King kong (górillu!). Sendandi:Maríal5 ára, Hafnarfirði. Galtalækjarmótin frábær! Kæri Æskupóstur! Ég vil þakka bindindishreyfing- unni fyrir æðislegt barnablað og frá- bær Galtalækjarmót. Þau eru skemmtilegustu útihátíðir sem ég hef farið á til þessa. Jóna Irís Hjaltested, Draumaprinsar Kæra Æska! Ég hef verið hrifin af strák í möt? ár — sennilega 4 ár. Hann er nýleg3 orðinn 15 ára. í fyrstu var hann lega hrifinn af mér. Hann bað rnir oft um að koma út með sér á kvöld- in. Síðan bættist önnur stelpa við og hann varð ofsalega hrifinn af hennr Núna lítur hann ekki við mér. Ég er alveg í rusli út af því. Vonandi verður þetta birt. Ein ástfangin. Ég vil byrja á því að þakka fyör æðislega sögu eftir Sigurbjörgn Þrastardóttur í 2. tbl. þessa árs. Svo vil ég lýsa draumaprinsinum mínuni’ Hann er hávaxinn (miðað við mig)- dökkhærður og með ljósar stríput’ Hann er mikil handboltahetja og að sjálfsögðu æðislega sætur. Ein úr deildinni. Draumaprinsinn minn er ljóS" hærður með blá augu, meðalhár vexti og svakalega sterkur. Hann er góður í knattspyrnu og fljótur að hlaupa. Svo'er hann ofsalega sætur- Hann á heima í Vestur-Húnavatns- sýslu. Ég. Mig langar til að lýsa prinsinum mínum. Hann er brúnhærður og með ljósar strípur. Hann er bláeygð' ur og mjög vel vaxinn. Hann er yfír' leitt vel til fara. Fyrsti stafurinn > nafni hans er M. Hann er mjög oft á hjólabretti og er í Víðistaðaskóla > Hafnarfirði. Ein 13 ára — afar ástfangin• Mig langar til að lýsa prinsinum mínum. Hann er svarthærður með gleraugu og var í sama bekk og ég síðasta vetur. Hann er með brún augu og æðislega sætur og vel vax- inn. Hann heitir Gísli og er alltaf smekklega klæddur. Hann er mjög oft á hjólabretti. 3. Hvað tekur námið langan tíma? Með fyrirfram þökk og von um birtingu. Hulda Mið-Grund, V-Eyjafjöllum. Ein mjög ástfangin. ÆSKUPOSTURINN 22

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.