Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1987, Page 24

Æskan - 01.06.1987, Page 24
Hann eftir Sigrúnu Erlingsdóttur, 15 ára Ég ráfaði um líkt og dauðvona manneskja. Allt var svo dimmt og drungalegt í huga mínum að jafnvel sterk sumarsólin, náði ekki að rjúfa dökk skýin. Ég var einmana, hann var dáinn, bara horfinn. Ég hafði horft á eftir honum ofan í gröfina. Allirvoru í svörtu, _ mamma, ég, afi og amma. í rauninni átti ég honum svo mikið að þakka. Hann hafði kennt mér svo margt. Samt hafði ég ekki verið eins góð við hann síðustu dagana og ég hefði getað verið. Hann hafði kennt mér Faðirvorið sem skipti svo miklu máli í lífi mínu. Hann hafði setiö yfir mér mörg kvöld og reynt að troða margföldunartöflunni inn í hausinn á mér. Hann hafði hugg- að mig og hughreyst þegar eitt- hvað var að. Ef ég var mikið veik sat hann hjá mér, jafnvel allan sólarhringinn og sagði mér sögur frá bernsku sinni. Hann hafði sagt mér allar sögurnar um álfana og tröllin. Vinnulúnar hendur hans höfðu haldið í mínar og gef- ið mér styrk. En núna fann ég loksins hvað mér þótti vænt um hann. Ég hafði tekið hann sem sjálfsagðan hlut. Hann hafði ver- ið hluti af lífi mínu, eitthvað sem ég átti og ég gat verið viss um að honum þótti vænt um mig. Hann hafði svo oft sagst elska mig. Hann meinti alltaf það sem hann sagði. Ég elskaði hann líka en sagði honum það aldrei. Mér fannst það svo asnalegt en nú finn ég að það var það ekki. Ég hafði fundið hann í ruggu- stólnum, pípan í hendi hans og gamla, slitna Biblían, sem hann hafði kennt mér að lesa í, lá í kjöltu hans. Hann var brosandi en samt dáinn. Ég hafði ekki grátið, ekki enn. I stað grátsins kom tómleiki. svo sár að hann nísti mig alla. Mig hafði langað til að gráta. Oafvitandi gekk ég að kirkjugarðinum inn urn hliðið og að gröfinni hans. Af hverju var hann dáinn? Ég settist í grasið, byrgði andlitið í höndum mér og grét með þungum ekka. Sagan hlaut aitkaverdlaim í samkeppni Æskunnar og Rásar 2 liaustið 1986 ÁHUGAMÁLIÐ MIT Ása Heiður Rúnarsdóttir á Eg1 stöðum er 14 ára. Hún hefur áhuga á bréfaskiptum, á 5 Pen”av’.g — en vill gjarnan skrifast a '5 fleiri. Ef einhverjir vilja skrifas við hana er póstfangið: Laugave j 7, 700 Egilsstöðum. Hún hetu margvísleg áhugamál, svo sem kna spyrnu, dans, góða tónlist, ferða og> útilegur, sæta og hressa stráka. Æskan sló á þráðinn til Ásu Hei a til að forvitnast dálítið um nan sjálfa og krakkana á Egilsstöðum- ^ júní og júlí var hún í unglingaVinn unni og kunni vel við sig. Hún van þrjá tíma á dag en fékk hálftim greiddan að auki. Hún fékk 103 kr. tímann og var ánægð með það- En hvað gerir Ása Heiður í tom stundunum? í( „Það er alveg nóg við að vera. svarar hún. „Ég er mikið í íþróttum- æfi knattspyrnu og frjálsar. Svo hitti^ maður vini sína og gerir eitthva skemmtilegt með þeim.“ Ása segist æfa fótbolta þrisvar^1 viku með kvennaliðinu. Fsef er rúmlega 20 sem æfa að jafnaði. P®, tóku þátt í Austurlandsmótinu 1 sumar en gekk ekki nógu vel, höf aðeins unnið einn leik en tapað fimm þegar þetta er skrifað. Elsta stelpan i liðinu er tvítug en sú yngsta er 13 ára- Ása leikur stöðu bakvarðar og seg1 að það sé erfitt því að bakvörðurm þurfi að hlaupa mikið og gæta þe* vel að kantmennirnir í liði andstæ inganna komist ekki inn fyrir vörn ina. y y .* — Parftu þá ekki að vera dálín grimm til að andstæðingarnir slepp1 ekki framhjá þér? Rætt_________ við__________ Ásu Heiði á Egilsstöðum 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.