Æskan - 01.06.1987, Síða 38
Mamma: Æ, það er meira hvað
maður hefur alltaf mikið að gera.
Aldrei friður. Ég geri ekki annað en
að þvo og þrífa og krakkarnir rífa til.
Lilla: Da, da, ma, ma. Lilla gó.
(Hendir hlutum í mömmu).
Mamma: Já, já, Lilla er góð. Ekki
henda dótinu sínu. (Mamma tínir
saman leikföng Lillu sem dreifir
þeim jafnóðum út um gólfið)
Lilla: Da, da.
Mamma: Jæja, nú er Hanna að
koma úr skólanum. Þá passar hún
litlu systur smástund svo ég geti drif-
ið þetta af. Þetta er nú meira draslið
alls staðar.
Hanna: Hæ, mamma. (Kemur með
skólatösku á bakinu).
Mamma: Sæl, elskan. Gott að þú
kemur. Ég er á kafi í tiltekt hér og þú
tekur Lillu inn til þín smástund og
passar hana.
Hanna: Ég að passa Lillu. Þennan
óþekktaranga. Nei, takk. Á ég
kannski ekki að læra neitt fyrir
morgundaginn? Það er bara heil-
mikið að læra.
Mamma: Jæja, þá er best að þú lærir.
Námið gengur fyrir öllu.
Hanna: Heyrðu, mamma. Ég
gleymdi að segja þér að það er
saumaklúbbur hjá mér í kvöld. Það
koma fimm stelpur til mín um átta-
leytið. Viltu baka vöfflur og þeyta
rjóma? Og svo þurfum við kók, auð-
vitað. Æ, ég gleymdi því að ég verð
að skreppa til Gunnu núna strax. Þú
sérð um þetta, mamma. Bless.
(Hanna hendir skólatöskunni á gólf-
ið um leið og hún fer út. Mamma
stendur hugsandi á gólfinu).
Mamma: Þessi börn! Baka vöfflur,
þeyta rjóma, fimm stelpur klukkan
8! (Dregur upp afþurrkunarklút og
þurrkar af, snýr sér undan. Á meðan
skríður Lilla að skólatöskunni á gólf-
inu, opnar hana og getur lyft henni
upp svo að dótið hvolfist úr og hryn-
ur yfir Lillu og út um gólf. Blýantar,
bækur, blöð, allt á víð og dreif. Lilla
tekur blað og rífur í sundur, tekur
stflabók og bögglar henni rækilega
saman, skríkir og er hin kátasta.
Mamma tekur eftir þessu, þýtur að
Lillu.)
Mamma er að taka til.
Hún er með skýluklút á höfði og
með eldhússvuntu.
Afþurrkunarklútur sést í
svuntuvasanum.
Mamma sópar gólfið af miklum
krafti og talar við sjálfa sig um leið.
Smábarnið Lilla situr á gólfinu með
snuð í munni. í kringum hana eru
leikföng sem hún tekur og hendir til
og frá. Við og við tekur hún hluti,
t.d. bolta eða bangsa og hendir í
mömmu sem hrekkur við í hvert
skipti.
eftir
Ingunni Þórðardóttur
• mér!
Mamma: Hamingjan hjálpi ta •
Þarna er reikningsblaðið ónýh ®
skriftarbókin öll í klessu. Lilla, er
bara alveg — nei nú hættir P •
(Mamma tínir skóladótið sarnan
flýti og treður því niður í töskuna e
lokar henni svo og setur hana til n 1
ar. Heldur áfram að þurrka a(
Nonni kemur inn með skólatösku-
Mamma: Sæll, vinur.
Nonni: Hæ. (Sest í stól daput
bragði, þegir.) , -tt.
Mamma: Hvað er að þér? Þu erí e7
hvað svo leiður. Var prófið errltt'
Nonni: Við töpuðum fyrir þessU
bjánum. 9
Mamma: Hvað meinarðu, drengn ^
Töpuðu þið fyrir þessum bjánum-
Þú talar þó ekki svona um kenn. • •
Nonni:(grípur fram í) Það
bekkjakeppni í fótbolta og V1U
uðum með 4 marka mun fyrir Pe
um bjánum í hinum bekknum s
venjulega getur ekkert. Hah1 v
eins og asni í markinu hjá okkur
við verðum að fá betri stráka jvcrr ,
ina. (Slær í borðið eða á hné sér)
skulum sko hafa þá næst. Ég Pa
þoli þetta ekki.
Mamma: Fótbolti og aftur fótbo )•
Þú hugsar ekki um annað. Hverm-
gekk Islandssöguprófið?
Nonni: Mamma, þú ert ómöguHp'
Aldrei hægt að tala um fótbolta vj^
þig! Svo spyrðu bara um próf. Pro 1
var skítlétt. Það var spurt hver va^
fyrsti landnámsmaðurinn og e-
skrifaði Ingimundur gamli.
Mamma: Hvernig datt þér það í hug-
drengur? .
Nonni: Nú, hann var kallaður Iug1
mundur gamli af því að hann va
elstur og kom þá auðvitað fyrstur a
þeim hingað.
Mamma: Lestu ekkert annao
Ástrík og Tinna, Nonni minn?
Nonni: Svo var spurt hvar hefðu a
heima Gunnar, Njáll og Bergþ9ra;
Þar var ég alveg viss. Gunnar bjo
Gunnarsbrautinni, Njáll á Njálsgoj
unni og Bergþóra á Bergþórugót
unni.
Mamma: Ég fer að halda að hausjnu
á þér sé orðinn fótbolti Jón minu
Jónsson.
38