Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 18

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 18
ió\atoó&tt I eftir Selmu Lagerlöf Laufey Kristjánsdóttir þýddi Við sitjum við stóra vængjaborðið að- fangadagskvöld eitt á Marbakka. Pabbi situr við annan borðsendann og mamma við hinn. Wachenfeldt frændi er þar - hann skipar heiðurssætið hægra megin við pabba - Lovísa frænka, Daníel, Anna, Gerða og ég. Við Gerða sitjum að vanda hvor sínum megin við mömmu af því að við erum yngstar. Ég sé þetta allt fyrir mér. Við höfum þegar borðað siginn fisk, hrísgrjónagraut og sætabrauðið. Diskar, skeiðar, hnífar og gafflar hafa verið fjar- lægð en dúkurinn er enn á borðinu. Tvö heimatilbúin ljós loga í stjökum á miðju borði og umhverfis þau standa enn þá saltskálin, sykurkarið, kaffístellið og stór silfurbikar, barmafullur af jólaöli. Þar sem máltíðinni er í raun lokið ætt- um við að rísa á fætur en það gerum við ekki. Við sitjum kyrr og bíðum þess að jólagjöfunum verði úthlutað. Það er ekki venja í nágrenninu að fá jólagjafirnar á matborðið en það er gam- all siður á Marbakka og okkur er hug- leikið að halda honum. Ekkert jafnast á við biðina á aðfangadagskvöld og vita að það besta er eftir. Tíminn líður hægt, of- ur hægt, en við erum fullviss um að þau börn, sem fá jólagjafirnar klukkan sjö eða átta, njóti ekki gleðinnar jafnríku- lega og við þegar hin langþráða stund er loksins upp runnin. Augun ljóma, vangarnir loga, hend- urnar titra þegar dyrnar opnast og stúlk- urnar tvær birtast, búnar sem jólahafrar og rogast með tvær stórar körfur - fullar af jólapökkum - þangað sem mamma situr. En hún tekur upp pakka eftir pakka og fer sér að engu óðslega. Hún les nafn- ið á viðtakanda - stafar sig fram úr ógreinilega skrifaðri jólastökunni og deil- ir út gjöfunum. Við erum næsta hljóðlát meðan við 18--— losum um lakk og pappír. En brátt heyr- ast gleðióp frá hverjum manni - svo skröfum við og hlæjum og getum okkur til um rithöndina - berum saman gjaf- irnar og það er glatt á hjalla. Þetta aðfangadagskvöld, sem ég hugsa nú um, var ég nýlega orðin tíu ára - og þarna sit ég við jólaborðið full eftirvænt- ingar. Ég er ekki í vafa um það hvers ég óska mér. Það er ekki fallegt kjólaefni, blúndur eða brjóstnæla, skautar eða kon- fektpokar, nei, það er allt annað. Bara að einhverjum hafi hugkvæmst að velja mér þá gjöf. í fyrsta pakkanum, sem ég opna, er saumakassi - ég átta mig strax á því að hann er frá mömmu og í honum eru smá hólf og í þau hefur hún lagt nálabréf, stoppgarn og dokku af svörtu silki, vax og tvinna. Mamma vill sem sé minna mig á að vera nú dugleg að sauma en ekki bara hugsa um að lesa. Frá Önnu fæ ég ákaflega fallegan út- saumaðan nálapúða sem fer vel í eitt hólfið á saumakassanum. Lovísa frænka gefur mér fingurbjörg úr silfri og Gerða hefur saumað handa mér lítinn merki- klút svo að héðan í frá geti ég sjálf merkt sokkana og vasaklútana mína. Ólína og Emma Laurell hafa farið heim til Karlsstaðar en þær hafa hugsað fyrir jólagjöfum handa okkur öllum. Frá Ólínu fæ ég lítil skæri í hylki sem hún hefur sjálf hnýtt saman með humarkló og silkibandi. Emma gefur mér lítinn broddgölt úr rauðu ullarefni, þakinn títuprjónum í staðinn fyrir brodda. Þetta eru allt snotrir hlutir sem ég hef fengið en ég er farin að verða svolítið óróleg. Þetta er svo mikið af saumadóti. Hugsa sér ef ég fæ ekki það sem ég þrái mest. Ég ætla að segja ykkur frá því að það er regla á Marbakka að þegar við göng- um til náða á aðfangadagskvöld þá fáum við að hafa borð við rúmið og kertaljós og svo fáum við að lesa eins lengi og við kærum okkur um. Þetta er það mikil- vægasta af allri jólagleðinni. Ekkert jafn- ast á við að halla sér með nýja og skemmtilega jólabók, bók sem enginn hefur séð áður og sem enginn á heimil- inu þekkir og vita að hægt er að lesa síðu eftir síðu eins lengi og unnt er að halda sér vakandi. En við hvað á að una sér á ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.