Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 42

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 42
Háaloft afa og ömmu eftir Konráð Friðfinnsson Félagarnir, Sammi og Mundi, eru einir heima og þeim leiðist. Pabbi og mamma eru í vinnunni. Þeir vita hreinlega ekkert hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur. Þeir liggja á gólfinu í herbergi Samma með skankana undir kinn og glápa raunamæddir hvor á annan. Hvað geta sjö ára drengir svo sem að- hafst þegar hlutirnir virðast óhreyfanleg- ir? - Kannski ættum við að labba ögn úti með Spurðan, leggur Sammi til. Munda líst vel á það. - Spurðan, Spurðan! hrópa sveinarn- ir. En ferfætlingurinn svarar þeim ekki. Það þykir drengjunum dálítið einkenni- legt. Hundurinn er vanur að koma á harða spretti um leið og nafn hans er nefnt. Hvert hefur Spurðan farið? Strákarnir ákveða að hefja hið bráð- asta leit að honum. Loksins hafa þeir fundið sér verkefni og það líka skemmti- legt! Nú geta þeir farið í leynilögguleik eða ímyndað sér að þeir séu björgunar- sveitarmenn að leita að besta vini sínum. Leitin hefst í garðinum heima hjá þeim. - Þú gáir að honum baka til en ég að framanverðu, skipar Sammi. Mundi hlýðir möglunarlaust. Limgerðið er skoðað mjög nákvæm- lega. Spurðan hefur átt það til að stríða þeim og fela sig í því. Strákarnir leita líka vandlega í kartöflugarðinum innan um há kartöflugrösin. - Háaloft! Strákarnir ráða sér varla fyrir kæti. Hann hefur þá farið til afa. Þeir höfðu báðir óttast innst inni að hann Eftir árangurslausa leit hittast þeir sorgmæddir á sama stað og þeir hófu leitina. Spurðan virðist hafa gufað upp. Það er svo ólíkt honum að hlaupa langt frá þeim. - Kannski hefur köttur hrætt hann upp í tré, segir Mundi með gáfumanna- svip en áttar sig svo fljótlega á því hvað það er fáránleg hugdetta. Allt í einu smellir Sammi fingrum eins og hann hafi uppgötvað eitthvað mikil- vægt. - Kannski hefur honum verið rænt, segir hann og horfir sannfærandi á Munda. Hann er svo fallegur og skemmtiiegur hundur. Heldurðu að það geti ekki verið? Mundi stingur fingri upp í sig og horf- ir undrandi á bróður sinn. - Það getur enginn rænt Spurðan, segir hann. Hann þyrfti ekki annað en glefsa iítillega í fæturna á ræningjunum til að þeir flýðu eins og fætur toguðu. Sammi sér strax að það er hárrétt. Enginn hefði þorað að ræna honum. - Jæja, við skulum þá halda út í bæ og leita að honum þar, segir hann og smeygir þumalfingrunum inn undir axla- böndin og togar þau fram eins og hann hefur oftsinnis séð pabba sinn gera að lokinni erfiðri ákvörðun. Þegar strákarnir hafa gengið skamman spöl eftir Barónsbrautinni rámar Munda allt í einu í að Spurðan hafi einstaka sin- um stolist að húsi afa og ömmu sem er við Masturssund neðar í þorpinu. - Við skulum halda þangað, segir Sammi - og það er samþykkt. - Spurðan er týndur, afi. Hefur þú nokkuð séð hann? spyrja strákarnir afa sinn næstum einum rómi. Afi horfir íbygginn á þessa tvo ótta- slegnu dóttursyni sína. - Ég er nú hræddur um það, segir hann, strákunum til óblandinnar ánægju. Hann skaust eins og píla upp á háaloft hjá okkur strax og ég hafði hleypt honum inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.