Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 15
vandamenn má ráða að hún sé hógvær,
trygglynd og vönd að virðingu sinni.
Hún kemur til dyranna eins og hún er
klædd, ákveðin og föst fyrir. Hún setur
markið mátt og nær markmiðum sínum
með þrautsegjunni. Hún er sögð
skemmtileg og félagslynd - og sólgin í
sælgæti! Hún er ætíð snyrtileg til fara án
þess þó að elta nýjasta tískufatnaðinn
hverju sinni.
Kynntust á hótel Borg
Kærasti Lindu heitir Eyþór Guðjóns-
son og er úr Kópavogi. Hann er nem-
andi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og brautskráist sem stúdent þaðan í þess-
ÆSKAN^= ^
um mánuði. Hann var dyravörður á Hót-
el Borg þegar þau kynntust. Hann hefur
sagt svo frá fyrstu kynnum þeirra í blöð-
um að hann hafí verið í óvenju góðu
skapi eitt kvöldið og boðið Lindu og vin-
konu hennar sælgæti. Þau töluðu saman
nokkra stund og hann bauðst til að aka
þeim heim eftir ballið - og stóð við það.
Stuttu seinna höfðu þau samband og
urðu par upp úr því!
Já, oft geta einföldustu atriði í lífinu
eins og að þiggja sælgæti úr hendi ein-
hvers eða ganga í sakleysi sínu í sýning-
arsamtök skipt sköpum!
Og nú er þessi glæsilegi fulltrúi ís-
lenskrar þjóðar komin á þeysireið um
heiminn til að vekja athygli á góðum
málstað. Júlía Morley, forseti fegurðar-
keppninnar, segir þegar keppnin er
gagnrýnd að fegurð sé einskis virði ef
hún sé ekki nýtt í þágu góðs málstaðar.
Það er sem sé ekki nóg að stúlkurnar,
sem bera titilinn, séu fallegar. Þær þurfa
að vera greindar, geta komið vel fyrir sig
orði og ekki síst að hafa skilning á því
starfi sem þeim er ætlað að inna af
hendi.
Linda Pétursdóttir hefur verið kjörin
Ungfrú heimur af því að hún hefur þetta
allt til brunns að bera.
Æskan óskar henni góðs gengis í nýja
starfinu og hlakkar til að taka hana tali
SÍðar. (Helsiu heimildir: Ýmis blöð og tímarit
sem birt hafa greinar og viðtöl við Lindu)
15