Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 19
jólanóttina ef maður hefur ekki fengið
neina jólabók?
Daníel gefur mér fallega heklunál úr
beini og frá Jóhanni fæ ég lítið og fínlegt
hesputré fyrir litlar garnhespur og að síð-
ustu kemur pabbi með stóra gjöf og það
er útsaumshringur sem hann hefur feng-
ið hjá listasmiðnum í Askersbæ. Hann er
alveg eins, segir hann, og systur mínar
notuðu þegar þær voru ungar.
- Þú verður trúlega mikil saumakona
sem hefur fengið svona mikið af fallegu
saumadóti, segir mamma.
Hin skellihlæja. Það hlýtur að sjást á
mér að ég er ekkert ljómandi af ánægju
yfir gjöfunum og þeim fínnst áreiðanlega
að þau hafi leikið skemmtilega á mig.
Nú er senn lokið að deila út gjöfum og
ég hef þegar fengið allar þær gjafír sem
ég get átt von á. Það er ekki eftir neinu
að bíða.
Lovísa frænka hefur fengið eina skáld-
sögu og tvö dagatöl, Svea og Nornan. Ég
mun njóta góðs af þeim einn daginn en
fyrst mun frænka lesa þau. Já, - það er
ekki auðvelt að sýnast glöð og láta sem
ekkert sé.
Þegar mamma lyftir síðasta pakkanum
sé ég á löguninni að það er bók. En að
sjálfsögðu er hún ekki til mín. Það er
víst samkomulag að ég á ekki að fá bók.
En pakkinn er raunverulega merktur
mér og þegar ég held á honum fínn ég
strax að þetta er bók. Ég roðna af gleði
og í ákafa mínum hrópa ég á skæri til að
klippa böndin. Ég ríf í sundur pappírinn
með miklum krafti og fyrir framan mig
er falleg, lítil bók, ævintýrabók. Það
sýna myndirnar á bókarkápunni.
Ég fínn að allir við borðið horfa á mig.
Auðvitað vita þau að þetta er besta jóla-
gjöfín mín - sú eina sem hefur glatt
mig.
- Hvernig bók er þetta sem þú hefur
fengið? - spyr Daníel og beygir sig yfir
mig. Þá verður mér litið á titilblaðið og
stari. Ég skil ekki neitt.
- Má ég sjá, segir hann og les:
- Nouveaux contes de fées pour les
petits enfants par Mme la comtesse de
Ségur.
Hann lokar bókinni og réttir mér.
- Þetta er frönsk ævintýrabók, segir
hann, nú hefur þú fengið eitthvað þér til
skemmtunar.
Ég hef lesið frönsku eitt misseri hjá
Ólínu Laurell en þótt ég fletti bókinni og
skoði skil ég ekki eitt orð.
Það að fá franska bók er næstum verra
en að fá enga. Það er erfítt að hemja grát-
inn. En til allrar hamingju kem ég auga á
ÆSKAN
myndasíðu inni í bókinni.
Þar ekur yndisleg, lítil prinsessa í
vagni sem tveir strútar draga og á hrygg
annars situr lítill riddarasveinn með
fiaðrahatt en á jakkanum eru útsaumuð
vopn. Kjóll prinsessunnar er með víðar
púffermar og háan kraga. Strútarnir eru
með stóra fjaðraskúfa á höfðinu og reið-
tygin eru gullkeðjur. Ég hef ekki séð
neitt fallegra.
Þegar ég fletti áfram finn ég heil auð-
æfi af myndum, glæsilegar furstafrúr að
sýna sig, virðulegir kóngar, göfugir ridd-
arar, skínandi álfkonur, grimmar nornir
og undursamlegar ævintýrahallir. Þetta
er ekki bók til að gráta yfír enda þótt
hún sé á frönsku.
Alla liðlanga jólanóttina ligg ég og
skoða myndirnar, ekki síst þá fremstu
með strútunum. Hún ein skemmtir mér
tímunum saman.
Á jóladag - eftir messuna - næ ég í
litla franska orðabók og byrja lesturinn.
Það er erfítt því að ég hef bara lesið
með aðferðum Grönlunds. Ef væri nú
sagt í þessum ævintýrum - „litli hattur-
inn stóra mannsins“ eða „græna regn-
hlífin góða smiðsins“ - það hefði ég skil-
ið en hvernig átti ég að átta mig á sam-
henginu í franska textanum.
Bókin byrjar á þessa leið: II y avait un
roi. Hvað þýðir þetta? Það líður víst
klukkustund áður en ég átta mig á að
það þýðir: „Það var einu sinni kóngur“.
En myndirnar freista mín. Ég verð að
skilja hvað þær tákna. Ég giska á og leita
í orðabókinni og ég fíkra mig áfram
- línu eftir línu.
Þegar jólaleyfínu lýkur hefur litla, fal-
lega bókin kennt mér meiri frönsku en
þó ég hefði lært eftir aðferðum Ólínu
Laurell og Grönlunds í mörg ár.
(Selma Lagerlöf (1858 -1940) var sænskur
rithöfundur. Hún fékk Bókmenntaverðlaun
Nóbels 1909 og tók fyrst kvenna sæti í
sænsku akademíunni sem úthlutar Nóbels-
verðlaunum (1914). Þekktasta verk hennar er
Gösta Berlings saga.
í sögunni segir hún frá jólunum 1868. Af
henni má ráða að fjölskylda hennar hafí verið
sæmilega stæð og íleiri gjafir hafa verið gefn-
ar en tíðkaðist hjá öllum þorra fólks hér á
landi á þeim tíma)
19