Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 25
Ævintýrið um Hvíta fuglinn birtist
fyrst í jólablaði Æskunnar 1987. Stjórn
bókaútgáfu Æskunnar var fús að gefa
ævintýrin út á bók og þannig urðu
Óvænt ævintýri að veruleika."
- En voru sögurnar ekki lesnar í
barnatíma Ríkisútvarpsins?
„Jónas Jónasson útvarpsmaður las
Bangsa litla og Hvíta fuglinn í Ríkisút-
varpið og að mínu mati heppnaðist sá
lestur frábærlega vel.“
- En þú hefur líka skrifað fyrir sjón-
varp.
„Sigurður Sigurjónsson leikari las ný-
lega eftir mig sögu í Stundinni okkar.
Þar er um að ræða fyrstu söguna í sagna-
flokki um Önnu, - litla stúlku er týnir
brúðunni sinni. Rósa Ingólfsdóttir
myndskreytti þessa sögu og bætti inn
leikhljóðum, svo sem gjálfri í litlum læk
þegar Anna litla missir brúðuna í hendur
dvergakonungs.11
- En þú myndskreytir líka Óvænt æv-
intýri, Ólafur. Er þetta í fyrsta skipti
sem þú myndskreytir bók?
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég mynd-
skreyti barnabók en ég hef dálítið fengist
við myndskreytingar, bæði hér heima og
erlendis.“
- Sem lokaspurning: Var ekki gaman
að semja og myndskreyta Óvænt ævin-
týri?
„Ég hef sjaldan skemmt mér betur!“
- Þú hefur starfað sem kennari og
blaðamaður, Ólafur. Hvað kemur til að
þú tekur að rita barnabók?
„Það var nú bara þannig að ég var eitt
kvöldið að leita að íslenskum ævintýrum
dl að lesa fyrir strákana mína en
ekki hentugt lesefni í bókaskápnum. Ég
var orðinn svolítið leiður á að lesa erlend
ævintýri. Næsta dag fór ég í nokkrar
bókabúðir en allt fór á sömu leið. Hvergi
fann ég íslenska ævintýrabók sem ég
vildi lesa fyrir strákana. Og um
settist ég við tölvuna og hripaði niður
ævintýri sem ég hafði sagt yngsta strákn-
um mínum, - ævintýrið um Bangsa litla
en það er lengsta ævintýrið í bókinni.“
- En nú eru sjö ævintýri í bókinni.
Hvernig urðu hin til?
„Ég hélt áfram að hamra ævintýri á
tölvuna mína því að strákarnir vildu fá
Dvergakonungurinn í ævintýrinu
um malarastrákinn.
íslenskur
ævintýrahöfundur
- rætt við Ólaf M. Jóhannesson, höfund bókarinnar Óvænt ævintýri.
Æskan hefur gejið út bókina Óvænt
ævintýri - en í henni eru sjö heillandi
og skemmtileg ævintýri ejtir ÓlaJM. Jó-
hannesson. Bók aj þessu tagi hejur
ekki komið út hérlendis um tugi dra og
því Jýsti okkur að vita meira um höj-
undinn og aj hverju hannJór að semja
ævintýri. . .
meira að heyra og næst kom Hvíti fugl-
inn og svo eitt af öðru, Dísa litla, svart-
þrösturinn í Blátannaborg, geitin hans
Jósa og ævintýrið um malarastrákinn.
Seinasta ævintýrið, sem ég skrifaði, var
sagan af töfrastafnum hans afa.
Strákarnir heimtuðu að ég læsi aftur
og aftur ævintýrin sjö. Ég lagaði þau til
eftir hvern lestur og þegar ég var orðinn
sæmilega ánægður sendi ég þau til
gömlu, góðu Æskunnar.