Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 34

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 34
Kveðja til saumaklúbbs Hæ, hæ, kæra Æska! Mig langar til að senda kveðju til saumaklúbbs míns. Stelpurnar heita: Eva, Hrönn, Þórey og Gunna. Karlotta Jens. Gott að eiga heima á ísafirði Kæri Æskupóstur! Ég ætla að segja þér lauslega frá fé- lagslífinu á ísafirði. Diskótck eru haldin tvisvar í mánuði í félagsmið- stöðinni okkar, „Sponsínu“. Þau eru alveg ágæt. Svo eru haldnar skemmt- anir í skólanum annað veifið. Vitið þið um heimilisfang aðdá- endaklúbbs Edda Murphy? Með fvrirfram þökk fyrir birting- una. Nikki. Svar: Við vitum því miður ekki heimil- isfang aðdáendaklúbbs Edda Murp- hy. Ef einhver hefur það á taktein- um má hann senda okkur það og við skulum birta það um hœl. Atómljóð Kæra Æska! Ég er nýorðin áskrifandi að blaðinu og er að ílestu leyti mjög ánægð með það. Það eina sem ég flnn að því er að mér finnst að þið mættuð skýra sum- ar þrautirnar betur. Ég hef dáiítið gaman af því að yrkja og datt í hug að senda ykkur atómljóð sem ég orti nýlega. Það er svona: Það eru læti í stofunni. Haukur leitast við að kenna okkur stærðfræði og rembist eins og rjúpan við staurinn. Á meðan liggur Ragna á gólfinu og syngur um Kalla litla köngulló. Strákarnir eru í strokleðrastríði. Siggi og Ásta kyssast í fatahenginu. Elísabet syngur Popplag í G-dúr og strákur stríðir stelpu. Allt í einu birtist Halldór skólastjóri í dyrunum - og það verður dauðaþögn. Heyra má saumnál detta! Rannveig Konráðsdóttir, Dverghömrum 38, Vestmannaeyj- um. Af hverju ekki hann? Ágæta Æska! Ég vona að þú getir gefið mér ráð við vanda mínum. Þannig er að ég er hrifin af strák sem er einu ári yngri en ég (ég er í 7. bekk). Við erum ágætir vinir. Ég veit að hann er dálít- ið hrifinn af mér og finnst ég vera sæt - en honum finnst bara svo hallæris- legt að hann skuli vera ári yngri en ég. Hann er æðislega sætur og það er mjög aigengt að aðrar stelpur séu að nudda sér utan í hann. Ég þoli það ekki! Þegar ég sé þær gera það verð ég í vondu skapi í tvo daga á eftir og er illa við stelpurnar. Ég veit að ég er sæt og vel vaxin og get valið úr mörgum strákum en af hverju ekki hann? Finnst ykkur hall- ærislegt þó að stelpa sé ári eldri en strákurinn sem hún er með? Ein sjúklega ástfangin. Svar: Við eigum erfitt með að svara spumingu þinni „Af hverju ekki hann?“ vegna þess að það er í raun bara „hann“ sem getur svarað henni. Okkur finnst ekkert að því að strákur og stelpa verði góðir vin- ir þó að stelpan sé einu ári eldri og þó hún vœri sjö árum eldri. Ástin spyr ekki um aldur! Maður spyr ekki um fœðingardag og ár áður en maður verður hrifinn af öðrum ein- staklingi. Maður verður bara hrif- inn, svo einfalt er það! Láttu það ekkert á þig fá þó að stelpur séu að flangsa utan í þennan strák. Það er ekkert við því að gera og borgar sig ekki að ergja sig út af því. Kannski hugsa þessar stelpur það sama þegar þú ert að tala við hann; þeim verður í nöp við þig og fara í fýlu. Taktu bara nógu létt á þessu máli. Haltu áfram að vera vinur stráksins og spjallaðu við hann. Vertu þolinmóð. Það koma tímar og það koma ráð! Ekki missa móðinn! Skátar í bréfaskiptum Hæ, hæ! Við erum hér eldhress úr skáta- flokknum Kópum í Kópavogi og okkur langar til að komast í bréfa- samband við annan skátaflokk. Þeir sem hafa áhuga skrifi til mín. Sigríður Ólafsdóttir, Hraunbraut 12, 200 Kópavogi. ÆSKAN ( i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.