Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 13

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 13
| Texti: Eðvarð Ingólfsson Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Varð fyrst ungfrú Laugaskóli - en er nú fegursta stúlka heims! leg umskipti í lífi Lindu. í stað þess að koma heim nokkrum dögum eftir keppni og setjast á skólabekk eins og hún ráðgerði bíður hennar mikið starf vegna þessarar nýju stöðu sem upp er komin. Framundan eru ferðalög um heiminn þveran og endilangan til að starfa í þágu bágstaddra barna. Hún mun heimsækja þau og afla fjár handa þeim. Þegar hún svo krýnir nýja fegurð- ardrottningu eftir ár verður viðburðarík- ur tími að baki. Hún mun þá hafa hitt hundruð manna að máii, ekki síst blaða- menn, tekið þátt í mörgum tískusýning- um og verið á góðgerðarsamkomum. Verðlaunafé Lindu er nálægt tveim og hálfri milljón króna og að auki mun hún hafa tekjur fyrir þátttöku í tískusýning- um og ýmislegt annað. Á móti kemur að Linda þarf sjálf að borga fatnað sinn, hárgreiðslu og snyrtingu - og það er dá- góð upphæð þegar saman safnast. Þó að það sé mikill heiður fyrir hana að hafa unnið keppnina þá hlýtur að skipta hana nokkru máli að eiga þess kost sem feg- ursta stúlka heims að afla sér verulegra tekna, vafalausí margfaldra árslauna flestra jafnaldra hennar hér heima á Fróni. ÆSKAN Hógvær, sKemmtileg og sólgin í sælgæti! En hvað vitum við svo meira um þessa föngulegu stúlku? Linda Pétursdóttir er fædd 27. desember 1969 á Húsavík og verður því 19 ára í þessum mánuði. Hún átti heima á Húsavík til 10 ára aldurs en fluttist þá með fjölskyldu sinni austur til Vopnafjarðar. Reyndar var komið við í Reykjavík á leið austur og Linda var einn vetur í Hólabrekkuskóla. Síðan fór hún í skólann á Vopnafirði en lauk grunnskólaprófi í Héraðsskólanum á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og einn- ig fyrsta árs námi á framhaldsskólastigi. Nemendur Laugaskóla voru fyrstir til að viðurkenna fegurð Lindu opinberlega þegar þeir kusu hana ungfrú Lauga- skóla. í því sambandi á orðtakið „mjór er mikils vísir“ vel við. Eftir að námi lauk í Laugaskóla hélt Linda sem skipti- nemi til Bandaríkjanna og dvaldist þar í eitt ár í bænum Sandstone í Minnesóta. Henni líkaði þar mjög vel og talar um hjónin, er hún var hjá, sem „fósturfor- eldra“. Hún lærði talsvert í ensku meðan á dvölinni stóð og sótti m.a. tíma í menntaskóla. Þegar hún kom svo aftur heim fór hún aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Linda á tvo bræður, Sigurgeir 23ja ára en hann er skipstjóri á Vopnaflrði, og 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.