Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Síða 13

Æskan - 01.12.1988, Síða 13
| Texti: Eðvarð Ingólfsson Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Varð fyrst ungfrú Laugaskóli - en er nú fegursta stúlka heims! leg umskipti í lífi Lindu. í stað þess að koma heim nokkrum dögum eftir keppni og setjast á skólabekk eins og hún ráðgerði bíður hennar mikið starf vegna þessarar nýju stöðu sem upp er komin. Framundan eru ferðalög um heiminn þveran og endilangan til að starfa í þágu bágstaddra barna. Hún mun heimsækja þau og afla fjár handa þeim. Þegar hún svo krýnir nýja fegurð- ardrottningu eftir ár verður viðburðarík- ur tími að baki. Hún mun þá hafa hitt hundruð manna að máii, ekki síst blaða- menn, tekið þátt í mörgum tískusýning- um og verið á góðgerðarsamkomum. Verðlaunafé Lindu er nálægt tveim og hálfri milljón króna og að auki mun hún hafa tekjur fyrir þátttöku í tískusýning- um og ýmislegt annað. Á móti kemur að Linda þarf sjálf að borga fatnað sinn, hárgreiðslu og snyrtingu - og það er dá- góð upphæð þegar saman safnast. Þó að það sé mikill heiður fyrir hana að hafa unnið keppnina þá hlýtur að skipta hana nokkru máli að eiga þess kost sem feg- ursta stúlka heims að afla sér verulegra tekna, vafalausí margfaldra árslauna flestra jafnaldra hennar hér heima á Fróni. ÆSKAN Hógvær, sKemmtileg og sólgin í sælgæti! En hvað vitum við svo meira um þessa föngulegu stúlku? Linda Pétursdóttir er fædd 27. desember 1969 á Húsavík og verður því 19 ára í þessum mánuði. Hún átti heima á Húsavík til 10 ára aldurs en fluttist þá með fjölskyldu sinni austur til Vopnafjarðar. Reyndar var komið við í Reykjavík á leið austur og Linda var einn vetur í Hólabrekkuskóla. Síðan fór hún í skólann á Vopnafirði en lauk grunnskólaprófi í Héraðsskólanum á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og einn- ig fyrsta árs námi á framhaldsskólastigi. Nemendur Laugaskóla voru fyrstir til að viðurkenna fegurð Lindu opinberlega þegar þeir kusu hana ungfrú Lauga- skóla. í því sambandi á orðtakið „mjór er mikils vísir“ vel við. Eftir að námi lauk í Laugaskóla hélt Linda sem skipti- nemi til Bandaríkjanna og dvaldist þar í eitt ár í bænum Sandstone í Minnesóta. Henni líkaði þar mjög vel og talar um hjónin, er hún var hjá, sem „fósturfor- eldra“. Hún lærði talsvert í ensku meðan á dvölinni stóð og sótti m.a. tíma í menntaskóla. Þegar hún kom svo aftur heim fór hún aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Linda á tvo bræður, Sigurgeir 23ja ára en hann er skipstjóri á Vopnaflrði, og 13

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.