Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 24

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 24
Hvatamenn að stofnun alþjóðlegs samstarfs um betri heim - ásamt börnunum sem bjuggu til líkan af borg eins og þau vildu hafa hana í framtíðarheimi. „Búum til betri heim“ - Alþjóðlegt samstarf um betri heim en við lifum í. Verkefni tileinkað Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 1986 friði. Um allan heim tók fólk höndum saman til að láta friðarlöngun í ljós og fé- lög og sérstakar nefndir efndu til sam- keppni um ritgerðir, sögur og listaverk, héldu samkomur og tónleika til að minna á málefnið. Mönnum, sem friðarlöngun blundaði í brjósti, þótti ekki mega þar við sitja. Því var komið á fót nefnd á vegum S.Þ. og hafði það hlutverk að halda áfram starfí undirbúningsnefndar Friðarársins. Hún tengdi saman einstaklinga og samtök sem lagt höfðu hönd á plóginn. Hjá félögum í Brahma Kumaris, sam- tökum sem eru aðiljar að Sameinuðu þjóðunum en ekki bundin þjóðerni, tendraðist áhugi á að stofna alþjóðleg samtök er ynnu að friði. Eftir umræður á alþjóðlegri friðarráðstefnu og viðræður við áhugafólk varð það að veruleika. Stofndagur var 21. apríl 1988. Þá var komið saman víða um heim til að til- kynna formlega og fagna stofnuninni - í Westminster-höll í Lundúnum, bygg- ingu S.Þ. í Nýju Jórvík, aðalstöðvum umhverfísverndarráðsins í Nairobi og húsi efri málstofu þingsins í Brasilíu. Á samkomunni í Lundúnum, en henni var hljóðvarpað um allan heim, kynntu átta og níu ára börn hugmyndir sínar um framtíðarheim. Börnin höfðu unnið saman í þrjá mánuði að því að móta hugmyndir sínar - í bókstaflegri merkingu því að þau bjuggu til líkan af borg eftir óskum sínum og vonum. Lík- anið afhentu þau sem gjöf til Alþjóðlega samstarfssjóðsins - en hann veitir við- 24- ---- töku hugmyndum í rituðu máli, mynd- verkum, söngvum og hverju því sem hugmynd kviknar um hjá hópum eða einstaklingum sem leggja vilja málefninu lið. Það var táknrænt að börnin eru bekkj- arfélagar - en af ýmsu þjóðerni. Þau eru frá tíu þjóðum en tuttugu alls í bekkn- um. Þau voru eins og afarsmá mynd af heiminum. Vilt þú vera með? Þátttakendur í samstarfi þessu eru frá áttatíu löndum sem aðild eiga að Samein- uðu þjóðunum. Stefnt er að því að fá liðsmenn meðal allra 159 aðildarþjóð- anna. Meðal verndara starfsins eru þekktir friðarsinnar - stjórnmálamenn, vísinda- menn og listamenn. Við nefnum hér nöfn nokkurra þeirra - fólks sem þú kannt að hafa heyrt um: Vladimir Ashkenazy, Sir Yehudi Menuhin, Peter Gabriel og Midge Ure tónlistarmenn; leikararnir Ben Kingsley (Gandhi í samnefndri kvikmynd), Michael York og Dennis Weaver; knatt- spyrnuþjálfararnir og stjórnendurnir Bobby Charlton og Greame Souness (áð- ur landsliðsmenn); Lady Baden Powell heiðursfélagi alheimsskátahreyfingarinn- ar. Tilgangur samstarfsins er að hvetja fólk (á öllum aldri - ekki síst æskufólk) til að leiða hugann að því hvernig það vill að heimur okkar sé og hvað það vill gera sjálft til að stuðla að því að hann verði börnum sínum betri en hann er. Það má gera á ýmsan einfaldan hátt; til að mynda með því að koma alltaf vel fram, sýna öðrum og sjónarmiðum þeirra skilning, reynast hjálpsamur og áreiðanlegur. Finnst þér litlu skipta hvað þú gerir? Einn af öllum þessum aragrúa í heimin- um. Ef allir hugsa þannig breytist ekk- ert. Ef allir taka sig á gerist kraftaverk! Þú og félagar þínir eru hópur; margir, margir hópar mynda mergð, aragrúa. Það er fólkið í heiminum. Að skapa betri heim er ekki eitthvað sem dettur úr skýjunum og það gerist ekki eingöngu við samningaborð. Það hefst í samfélaginu, meðal fólksins, mót- ast af viðhorfum þess. Það byrjar með verkum sem sýna umhyggju og tillits- semi. Það byrjar hjá þér og þeim sem næst þér standa. Þú ættir að senda okkur hjá Æskunni bréf og lýsa hugmyndum þínum um ver- öld sem öllum reynist blíð, hvað bæta megi í skóla þínum, hverfínu eða bænum þínum. Þú gætir líka sagt frá þeim ákvörðunum sem þú kannt að taka til að verða enn betri félagi, vinur, dóttir eða sonur. . . Utanáskrift er einfaldlega: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Steinunn Eiríksdóttir, Sunnuhvoli, 270 Mosfellsbæ, annast tengsl við alþjóð- lega verkefnisnefnd. —ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.