Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 9

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 9
Einu sinni voru Gáttaþefur, Kertasníkir og Ketkrókur saman á göngu uppi á Hellisheiði. Allir voru þeir vel búnir en kaldir og blautir, gigtveikir og með hælsæri. Gáttaþefur var alveg að sálast úr kvefl, Kertasníkir ráfaði um alveg glórulaus og sá varla glóru og Ketkrókur var kominn með magaverk af hungri. En nú fóru þeir að nálgast Hveragerði, Gáttaþefur fann ilm af laufabrauði og batnaði strax kveflð. Kerta- sníkir sá búð, uppljómaða af kertaljósum. Hann þaut þangað af því að nú sá hann miklu betur en á heiðinni. Ketkrókur kom auga á aðra búð með mörgum girnileg- um steikum. Hann hnuplaði bestu steikinni og batnaði strax í maganum. En lögreglumaður sá til hans og elti hann. Þó að mönnum gangi yfirleitt stirðlega að grípa jólasveina náði löggan Ketkróki því að þetta var Oddur Sigurðsson. Hann var hættur í íþróttum og hafði gerst lögreglumað- ur. Ketkrókur var settur í gæsluvarðhald. Kertasníkir var kominn í búðina og var afar hrifinn, sérstaklega af ilmkerti sem stóð með tendruðu ljósi á búðarborðinu miðju. Hann var svo vitlaus að þefa af ilmkertinu og brenndi sig á nefinu. Nú víkur sögunni til Gáttaþefs. Hann var kominn inn í húsið þar sem laufabrauðsgerðin stóð sem hæst, Allt í einu heyrðist skaðræðisöskur og allt brauðgerðarfólkið hrökk í kút. Gáttaþefur hafði rekið neflð milli stafs og hurðar en einhver hafði lokað hurðinni á neflð á hon- um, „Æ,æ! Neflð á mér klemmdist," grenjaði Gáttaþefur. Allir hlupu ffá soðningunni. Sum laufabrauðin brenndust og önnur urðu of köld. Gáttaþefur varð að fara á slysadeild Hverabrauðsspítala. Síðar hittust þeir uppi á Hellisheiði, einn með brotið nef og annar brunnið og hinn síðasti með sektarskuld sem Grýla og Leppalúði urðu að greiða. Þau hjúin voru ekki ánægð með framferði sona sinna og hótuðu þeim að þeir fengju ekki að fara til byggða um næstu jól ef þeir höguðu sér ekki betur. (Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æskunnar og Rásar 2 1987) ÆSKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.