Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 9

Æskan - 01.12.1988, Side 9
Einu sinni voru Gáttaþefur, Kertasníkir og Ketkrókur saman á göngu uppi á Hellisheiði. Allir voru þeir vel búnir en kaldir og blautir, gigtveikir og með hælsæri. Gáttaþefur var alveg að sálast úr kvefl, Kertasníkir ráfaði um alveg glórulaus og sá varla glóru og Ketkrókur var kominn með magaverk af hungri. En nú fóru þeir að nálgast Hveragerði, Gáttaþefur fann ilm af laufabrauði og batnaði strax kveflð. Kerta- sníkir sá búð, uppljómaða af kertaljósum. Hann þaut þangað af því að nú sá hann miklu betur en á heiðinni. Ketkrókur kom auga á aðra búð með mörgum girnileg- um steikum. Hann hnuplaði bestu steikinni og batnaði strax í maganum. En lögreglumaður sá til hans og elti hann. Þó að mönnum gangi yfirleitt stirðlega að grípa jólasveina náði löggan Ketkróki því að þetta var Oddur Sigurðsson. Hann var hættur í íþróttum og hafði gerst lögreglumað- ur. Ketkrókur var settur í gæsluvarðhald. Kertasníkir var kominn í búðina og var afar hrifinn, sérstaklega af ilmkerti sem stóð með tendruðu ljósi á búðarborðinu miðju. Hann var svo vitlaus að þefa af ilmkertinu og brenndi sig á nefinu. Nú víkur sögunni til Gáttaþefs. Hann var kominn inn í húsið þar sem laufabrauðsgerðin stóð sem hæst, Allt í einu heyrðist skaðræðisöskur og allt brauðgerðarfólkið hrökk í kút. Gáttaþefur hafði rekið neflð milli stafs og hurðar en einhver hafði lokað hurðinni á neflð á hon- um, „Æ,æ! Neflð á mér klemmdist," grenjaði Gáttaþefur. Allir hlupu ffá soðningunni. Sum laufabrauðin brenndust og önnur urðu of köld. Gáttaþefur varð að fara á slysadeild Hverabrauðsspítala. Síðar hittust þeir uppi á Hellisheiði, einn með brotið nef og annar brunnið og hinn síðasti með sektarskuld sem Grýla og Leppalúði urðu að greiða. Þau hjúin voru ekki ánægð með framferði sona sinna og hótuðu þeim að þeir fengju ekki að fara til byggða um næstu jól ef þeir höguðu sér ekki betur. (Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æskunnar og Rásar 2 1987) ÆSKAN 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.