Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 47
Kokkinn vantaði
Birkir Björn Hauksson er 11
ára Akureyringur og á heima
að Steinahlíð 3A. Hann er 11
ára og á þrjú systkini, 21 árs
bróður og tvær systur, 22 ára
og fjögurra ára. Sú yngri heit-
ir Hulda Björk. Skyldi hann
vera duglegur að gæta henn-
ar?
„Ja, tjah, ég passa hana
stundum. En maður verður
fljótt leiður á því.“
Líklega kannast ýmsir les-
endur blaðsins, ekki síst
drengir. . ., við að það geti
verið dálítið þreytandi! En ef-
laust líka gaman, annað veif-
ið.
Birkir var ekki heima þegar
ég hringdi fyrst. Hann var að
leik á vélfrysta skautasvellinu.
Það hefur verið afar vinsælt.
Akureyringar hafa löngum
stundað skautaíþróttina á
Pollinum - innsta hluta Eyja-
fjarðar - en eru nú ekki leng-
ur háðir því að hann leggi.
Birkir Björn er skáti. Hann
er yngstur í flokknum. Félag-
Birkir safnar frímerkjum
- með föður sínum. Faðir
hans hefur lengi haft þetta
tómstundagaman og á stórt
safn.
í sumar fór Birkir til
Reykjavíkur og var þar um
tíma hjá afa sínum og ömmu á
Grandaveginum. Þá fór hann í
sundlaugina í Laugardal og
skemmti sér vel.
Oft á skíðum
um helgar
Sævar Örn Sæmundsson,
Steinahlíð 5E á Akureyri, er
13 ára; á afmæli 25. október.
Hann er bróðir Ellenar sem
rætt var við í 7. tbl. Sævar er í
Glerárskóla og þykir leikfimi,
smíðar og sund skemmtileg-
ustu námsgreinarnar.
í sumar vann hann um
skeið í Vinnuskóla Akureyrar,
eftir hádegi - við að reita
arfa, raka saman heyi og ým-
islegt annað. í tómstundum
fór hann oft niður á bryggju
að veiða. Faðir hans á trillu
Sævar Örn og Birkir Björn
ar hans eru einu, tveimur og
þremur árum eldri en hann.
Birkir segist hafa farið í úti-
legu nýlega - verið yfir helgi í
skátaskálanum Valhöll í
Vaðlaheiði. Farið var í göngu-
ferðir og fleira gert sér til
gamans.
„Það gekk ágætlega en verst
var að kokkinn vantaði. Það
var dálítið bagalegt!“
með bróður sínum og Sævar
hefur farið með honum á veið-
ar og í skemmtisiglingar. Fjöl-
skylda hans fékk einu sinni
hraðbát að láni og sigldi um
Eyjafjörð. Hann fékk að stýra
og þótti gaman. Þá hefur
væntanlega verið gott veður
og sléttur sjór. Þannig var
ekki í siglingu til Englands í
fyrra:
„Þá var brjálað veður og ég
var sjóveikur báðar leiðir,“
segir Sævar.
Sævari þykir gaman að
renna sér á skautum og skíð-
um. í haust hefur hann farið
með félögum sínum og systur
á skauta á vélfrysta svellinu í
Innbænum. Þangað er nokkur
spölur úr Glerárhverfi en þau
hafa ýmist farið með strætis-
vagni eða í bíl með mömmu
sinni.
„Þar eru mjög margir
krakkar að leika sér. Það hef-
ur líka verið afar gott veður
hér,“ segir Sævar.
„Ég ætla kannski að byrja
að æfa á skíðum eftir áramót-
in. Undanfarna vetur hef ég
oft farið á skíði um helgar,
eiginlega alltaf.“
Voru rosalegir
óvinir
Magnús Helgason er átta ára.
Hann á heima að Steinahlíð
3F og á eina systur. Hún er
tveggja ára og heitir Barbara.
Magnús er í 2. bekk í Glerár-
skóla. Hann iðkar ýmsar
íþróttir.
„Ég hef æft fótbolta með
Þór í þrjú ár. í sumar fórum
við til Húsavíkur og kepptum
við strákana þar.“
- Lék pabbi þinn kannski
knattspyrnu með Þór?
„Nei, nei, hann var í KA.
En starfssvæði Þórs er hér í
Glerárhverfinu, það er auð-
veldara að fara á æfingar hjá
þeim.“
Magnús fór nær daglega í
sund í sumar með mömmu
sinni en á veturna er laugin
aðeins opin í hádeginu og eftir
klukkan fimm á daginn þar
sem sundnámskeið eru á öðr-
um tímum. Nú er verið að
ganga frá laug við Glerárskóla
og er hún ætluð fyrir sund-
kennslu. Þá kann þetta að
breytast.
Fjölskyldan hefur líka
stundað skíði á veturna, nema
Barbara, en í vetur ætla þau
öll saman. Það er ekki ofmælt
að skíðaiðkun sé fjölskyld-
uíþrótt!
Birna, ívar og Magnús að leik.
Við vitum að í Hlíðarfjalli
ofan við Akureyri er „frá-
bært“ skíðasvæði og það er
hollt og skemmtilegt tóm-
stundagaman barna og ungl-
inga í höfuðstað Norðurlands
að iðka skíðaíþróttina.
Magnús Helgason
Við vonum að þeir ungu
Akureyringar, sem Heimir
hitti á förnum vegi, og auðvit-
að allir hinir líka, eigi glaðar
stundir í vetur á sléttu svelli
og í (hæfilega) brattri hlíð. . .
og að sjálfsögðu við skóla-
borð. . . og í heilbrigðu tóm-
stundastarfi.