Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 6

Æskan - 01.12.1988, Blaðsíða 6
Kristín Steinsdóttir endursagði Nú þegar við erum búin að vera á þönum alla jólaföstuna og borðin okkar svigna undan alls kyns góðgæti er gaman að leiða hugann að því hvernig jólahaldi var háttað áður fyrr og hvað menn gerðu sér til hátíðabrigða í þá daga. Fyrir jólin var allt þvegið og bærinn sópaður hátt og lágt. Öll nærföt voru þvegin og stundum líka rúmfötin. Allir voru hreinir og fínir og mestu sóðarnir fengu ekki heldur að sleppa en voru hreinir og þokkalegir. Það var gömul trú hér á landi að Guð sendi þurrk rétt fyrir jólin til að þvotturinn næði að þorna en margir áttu ekki föt til skiptanna. Þessi þurrkur var kallaður fátækraþerrir. Ef ekki var farið til kirkju á jólanótt var húslesturinn lesinn heima. Þá voru allir búnir að þvo sér og greiða og þeir sem áttu betri föt voru komnir í þau. Þegar búið var að lesa var farið að borða. Magáll, sperðill og ýmislegt fleira góðgæti var þá borið inn ásamt 3-4 laufakökum á mann. Hangikjöt var stundum skammtað á jólanótt en oft var það haft á jóladag. Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur með sýrópi og eftir að kaffi kom til landsins var borið fram kaffi og lummur seinna um kvöldið. Þetta þótti allt mikill herramannsmatur. Sagt var að tröll og alls kyns illþýði væri á ferð á jólanótt, að ógleymdum íslensku jólasveinunum sem voru hrekkjóttir og gáfu engum gott í skóinn. Þessa nótt máttu menn hvorki dansa né leika sér. Til er saga um börn sem voru ein heima á jólanótt og fóru að spila á spil. Þá kom til þeirra maður og spilaði með þeim. Þegar eitt barnanna byrjaði að raula sálmavers hvarf maðurinn en það var kölski sjálfur. Ekki mátti heldur dansa eða blóta á jólanótt því að þá var kölski vís til að sökkva bænum með öllu saman. 6 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.