Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1988, Side 6

Æskan - 01.12.1988, Side 6
Kristín Steinsdóttir endursagði Nú þegar við erum búin að vera á þönum alla jólaföstuna og borðin okkar svigna undan alls kyns góðgæti er gaman að leiða hugann að því hvernig jólahaldi var háttað áður fyrr og hvað menn gerðu sér til hátíðabrigða í þá daga. Fyrir jólin var allt þvegið og bærinn sópaður hátt og lágt. Öll nærföt voru þvegin og stundum líka rúmfötin. Allir voru hreinir og fínir og mestu sóðarnir fengu ekki heldur að sleppa en voru hreinir og þokkalegir. Það var gömul trú hér á landi að Guð sendi þurrk rétt fyrir jólin til að þvotturinn næði að þorna en margir áttu ekki föt til skiptanna. Þessi þurrkur var kallaður fátækraþerrir. Ef ekki var farið til kirkju á jólanótt var húslesturinn lesinn heima. Þá voru allir búnir að þvo sér og greiða og þeir sem áttu betri föt voru komnir í þau. Þegar búið var að lesa var farið að borða. Magáll, sperðill og ýmislegt fleira góðgæti var þá borið inn ásamt 3-4 laufakökum á mann. Hangikjöt var stundum skammtað á jólanótt en oft var það haft á jóladag. Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur með sýrópi og eftir að kaffi kom til landsins var borið fram kaffi og lummur seinna um kvöldið. Þetta þótti allt mikill herramannsmatur. Sagt var að tröll og alls kyns illþýði væri á ferð á jólanótt, að ógleymdum íslensku jólasveinunum sem voru hrekkjóttir og gáfu engum gott í skóinn. Þessa nótt máttu menn hvorki dansa né leika sér. Til er saga um börn sem voru ein heima á jólanótt og fóru að spila á spil. Þá kom til þeirra maður og spilaði með þeim. Þegar eitt barnanna byrjaði að raula sálmavers hvarf maðurinn en það var kölski sjálfur. Ekki mátti heldur dansa eða blóta á jólanótt því að þá var kölski vís til að sökkva bænum með öllu saman. 6 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.