Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 14

Æskan - 01.12.1988, Qupperneq 14
Geröi sér vonir um 5. sæti. Kom sjálfri sér á óvart með vinna Feguröarsamkeppni íslands. Sævar 13 ára. Svo vill til að Sævar var kjörinn „Herra Vopnafjarðarskóli“ í samnefndum skóla í fyrravetur þannig að fegurðin virðist liggja í ættum. Þegar búið er að telja upp systkini fegurðar- drottningarinnar er ekki úr vegi að nefna tíkina hennar, Doppu. Hún er 8 ára og í miklu dálæti hjá henni, svo miklu að hún sefur alltaf til fóta hjá henni þegar hún er heima. í fyrrasumar vann Linda nokkrar vik- ur á hótelinu á Vopnafírði en að öðru leyti fór tíminn í að undirbúa sig vel fyr- ir keppnina í Englandi. Hún hefur geng- ið til margra starfa í heimabyggðinni, unnið í sjoppu, frystihúsi og við að mála togara. Henni fínnst mjög gaman að vera á Vopnafírði á sumrin en heldur lítið um að vera þar yfir veturinn enda fara flestir vinir og kunningjar til annarra staða að sækja sér framhaldsmenntun. Þannig byrjaði það allt saman Linda sótti námskeið hjá Karon-sam- tökunum og var eftir það boðið að ganga í þau. Kona, sem starfar hjá samtökun- um, sá að hún hafði flest til að bera til að vera gjaldgeng í fegurðarsamkeppni og vakti athygli dómnefndar á henni. Það má því segja að hún eigi nokkra sök á því hvernig komið er. Það var fíarri huga Lindu að ætla sér að taka þátt í fegurðarsamkeppni og þurfti að ganga allmikið eftir henni til þess. Hún lét tilleiðast um síðir og titl- arnir hlóðust á hana. Hún varð ungfrú Austfíarða og ljósmyndafyrirsæta Aust- urlands. Því næst tók við aðalkeppnin í Reykjavík þar sem hún var kosin fegurð- ardrottning íslands, - eins og alþjóð veit - og nú síðast fegursta stúlka heims. Lengra er víst ekki hægt að komast í heimi þar sem fegurð er metin til stiga. í keppninni um fegurðardrottningu íslands gerði Linda sér vonir um að komast í 5. sæti en datt aldrei í hug að sigra. Hún vissi fyrir fram að þrem efstu stelpunum yrði m.a. boðið að fljúga til Bandaríkjanna og fyrsta hugsun hennar - þegar nafn hennar var nefnt - var að nú gæti hún heimsótt „fósturforeldra“ sína í Minnesóta. Framtíðardraumar Lindu dreymir margt um framtíðina. Hana langar mest til að verða löggiltur skjalaþýðandi eða venjulegur þýðandi. Einnig gæti hún hugsað sér að verða leið- sögumaður í útlöndum á sumrin enda eru ferðalög meðal aðaláhugamála henn- ar. Auk þess hefur hún áhuga á útivist, gönguferðum, hjólreiðum og bókmennt- um. Hún hefur mest dálæti á Shake- speare. Um tíma starfaði hún mikið með ungtemplarafélaginu á Vopnafírði en það er félagsskapur ungs fólks sem vill stuðla að vímulausum heimi, þ.e. að fólk skemmti sér án vímuefna, svo sem áfengis. En hvers konar manngerð er Linda? Af viðtölum í blöðum við vini hennar og 14 ÆSkAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.