Æskan - 01.12.1988, Side 42
Háaloft afa
og ömmu
eftir Konráð Friðfinnsson
Félagarnir, Sammi og Mundi, eru einir
heima og þeim leiðist. Pabbi og mamma
eru í vinnunni. Þeir vita hreinlega ekkert
hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur.
Þeir liggja á gólfinu í herbergi Samma
með skankana undir kinn og glápa
raunamæddir hvor á annan.
Hvað geta sjö ára drengir svo sem að-
hafst þegar hlutirnir virðast óhreyfanleg-
ir?
- Kannski ættum við að labba ögn úti
með Spurðan, leggur Sammi til.
Munda líst vel á það.
- Spurðan, Spurðan! hrópa sveinarn-
ir.
En ferfætlingurinn svarar þeim ekki.
Það þykir drengjunum dálítið einkenni-
legt. Hundurinn er vanur að koma á
harða spretti um leið og nafn hans er
nefnt.
Hvert hefur Spurðan farið?
Strákarnir ákveða að hefja hið bráð-
asta leit að honum. Loksins hafa þeir
fundið sér verkefni og það líka skemmti-
legt! Nú geta þeir farið í leynilögguleik
eða ímyndað sér að þeir séu björgunar-
sveitarmenn að leita að besta vini sínum.
Leitin hefst í garðinum heima hjá
þeim.
- Þú gáir að honum baka til en ég að
framanverðu, skipar Sammi.
Mundi hlýðir möglunarlaust.
Limgerðið er skoðað mjög nákvæm-
lega. Spurðan hefur átt það til að stríða
þeim og fela sig í því. Strákarnir leita
líka vandlega í kartöflugarðinum innan
um há kartöflugrösin.
- Háaloft! Strákarnir ráða sér varla
fyrir kæti. Hann hefur þá farið til afa.
Þeir höfðu báðir óttast innst inni að hann
Eftir árangurslausa leit hittast þeir
sorgmæddir á sama stað og þeir hófu
leitina. Spurðan virðist hafa gufað upp.
Það er svo ólíkt honum að hlaupa langt
frá þeim.
- Kannski hefur köttur hrætt hann
upp í tré, segir Mundi með gáfumanna-
svip en áttar sig svo fljótlega á því hvað
það er fáránleg hugdetta.
Allt í einu smellir Sammi fingrum eins
og hann hafi uppgötvað eitthvað mikil-
vægt.
- Kannski hefur honum verið rænt,
segir hann og horfir sannfærandi á
Munda. Hann er svo fallegur og
skemmtiiegur hundur. Heldurðu að það
geti ekki verið?
Mundi stingur fingri upp í sig og horf-
ir undrandi á bróður sinn.
- Það getur enginn rænt Spurðan,
segir hann. Hann þyrfti ekki annað en
glefsa iítillega í fæturna á ræningjunum
til að þeir flýðu eins og fætur toguðu.
Sammi sér strax að það er hárrétt.
Enginn hefði þorað að ræna honum.
- Jæja, við skulum þá halda út í bæ
og leita að honum þar, segir hann og
smeygir þumalfingrunum inn undir axla-
böndin og togar þau fram eins og hann
hefur oftsinnis séð pabba sinn gera að
lokinni erfiðri ákvörðun.
Þegar strákarnir hafa gengið skamman
spöl eftir Barónsbrautinni rámar Munda
allt í einu í að Spurðan hafi einstaka sin-
um stolist að húsi afa og ömmu sem er
við Masturssund neðar í þorpinu.
- Við skulum halda þangað, segir
Sammi - og það er samþykkt.
- Spurðan er týndur, afi. Hefur þú
nokkuð séð hann? spyrja strákarnir afa
sinn næstum einum rómi.
Afi horfir íbygginn á þessa tvo ótta-
slegnu dóttursyni sína.
- Ég er nú hræddur um það, segir
hann, strákunum til óblandinnar
ánægju. Hann skaust eins og píla upp á
háaloft hjá okkur strax og ég hafði hleypt
honum inn.