Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1990, Side 14

Æskan - 01.01.1990, Side 14
Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar hefur fært á fjalir leikritið, Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! Það var sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði í janúar og væntanlega hefur það verið leikið víðar en þar þegar blaðið berst ykkur í hendur því að deildin hefur boðist til að fara með leikverkið í skóla. Leikmynd var höfð mjög einföld til þess að unnt væri að fara milli staða án mikils kostnaðar; hún er aðeins þrír kassar og tjald! Leikfélagið auglýsti í skólum í Hafnar- firði eftir leikendum og hafði erindi sem erfiði — margir áhugasamir unglingar vildu taka þátt í leiksýningu. Byrjað var á nám- skeiði í „spunavinnu" og fleiru og síðan var tekið til við að semja leikrit. Leik- stjórinn, Davíð Þór Ólafsson, lagði fram hugmynd um efnið og krakkarnir fjölluðu um það í litlum hópum, oftast 4-5 saman; sömdu leikritið þannig í spunavinnu. Leik- stjórinn lagði síðan lokahönd á verkið með samræmingu hugmynda. Árangur var sýnilega góður því að leikritið hefur verið sýnt við mikla hrifningu. Tuttugu unglingar taka þátt í sýning- unni. Þeir setja hana upp sjálfir með leik- stjóranum; sjá um að stjórna Ijósum, farða og kynna verkið - auk þess að leika. Unglingadeildin er sú eina af því tagi sem starfar nú á landinu en nokkur leikfélög munu hafa haft þennan hátt á í einstök skipti. Mér fannst þetta forvitnilegt og fékk því tvo af aðalleikurunum til að ræða við mig, þau Stefán Karl Stefánsson og Þór- unni Evu Hallsdóttur. víðreist; á hverju ári hefur verið farið eitt- hvað út fyrir landsteinana. Það hafa ekki verið sömu krakkarnir í hvert sinn heldur hefur kórstjórinn, Egill Friðleifsson, valið hóp til ferðarinnar. Á þessu ári er kórinn 20 ára. í tilefni af því er efnt til mikils ferðalags og allir kórfélagar fara með. - Áttu fleiri áhugamál en leiklist og kórsöng? „Ég hef verið í Ijósmyndaklúbbi í skól- anum síðan í 7. bekk. Ég hef líka ákaflega gaman af því að fara í tjaldferðalög; í þau hef ég oftast farið með tveimur vinkonum mínum.“ - Hefur þú ferðast mikið um landið - eða erlendis? „Dálítið um landið. Við höfum oft farið í veiðiferðir, fjölskyldan. Mamma er með „veiðidellu". Hún stundar mest silungs- veiði. - Við fórum til Hollands þegar ég var tíu ára. Við vorum þar í þrjár vikur og ég var veik tvær þeirra." - Áttu gæludýr? „Ég á páfagauk - hef átt hann í eitt ár. Við látum hann fljúga einu sinni á dag en hann er ósköp latur. Hann hefur þá áráttu að eta blöðin af blómunum okkar.“ - Hefur þú ákveðið skólanám eftir grunnskólann - og framtíðarstarf? „Ég ætla að verða stúdent en annað er óákveðið.“ - Hefur þú lært á hljóðfæri? „Ég byrjaði í tónlistarskóla sjö ára og reyndi við ýmis hljóðfæri en entist ekki lengi með hvert. Ég var alltaf að hætta og byrja aftur.“ - Hverjir eru eftirlætistónlistarmenn þínir? „Sykurmolarnir. En ég hef líka mjög gaman af óperum." Félagar í unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar Sykurmolarnir og óperur Þórunn Eva Hallsdóttir er fimmtán ára, fædd 13.5. 1974. Hún er nemandi í Öldu- túnsskóla eins og Stefán og flestir leik- aranna. Leiklist er helsta áhugamál hennar; hún segir að sér finnist „æðislega garnan" að spreyta sig á sviði. Hún hefur þó ekki fengist við leik síðan hún var í barnaskóla; byrjaði aftur í haust í starfi með unglinga- deildinni. Þórunn hefur sungið með kór Öldu- túnsskóla frá tíu ára aldri og fer með kór- félögum sínum í söngferðalag til Banda- ríkjanna um páskana. Kórinn hefur gert 14 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.