Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 14

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 14
Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar hefur fært á fjalir leikritið, Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! Það var sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði í janúar og væntanlega hefur það verið leikið víðar en þar þegar blaðið berst ykkur í hendur því að deildin hefur boðist til að fara með leikverkið í skóla. Leikmynd var höfð mjög einföld til þess að unnt væri að fara milli staða án mikils kostnaðar; hún er aðeins þrír kassar og tjald! Leikfélagið auglýsti í skólum í Hafnar- firði eftir leikendum og hafði erindi sem erfiði — margir áhugasamir unglingar vildu taka þátt í leiksýningu. Byrjað var á nám- skeiði í „spunavinnu" og fleiru og síðan var tekið til við að semja leikrit. Leik- stjórinn, Davíð Þór Ólafsson, lagði fram hugmynd um efnið og krakkarnir fjölluðu um það í litlum hópum, oftast 4-5 saman; sömdu leikritið þannig í spunavinnu. Leik- stjórinn lagði síðan lokahönd á verkið með samræmingu hugmynda. Árangur var sýnilega góður því að leikritið hefur verið sýnt við mikla hrifningu. Tuttugu unglingar taka þátt í sýning- unni. Þeir setja hana upp sjálfir með leik- stjóranum; sjá um að stjórna Ijósum, farða og kynna verkið - auk þess að leika. Unglingadeildin er sú eina af því tagi sem starfar nú á landinu en nokkur leikfélög munu hafa haft þennan hátt á í einstök skipti. Mér fannst þetta forvitnilegt og fékk því tvo af aðalleikurunum til að ræða við mig, þau Stefán Karl Stefánsson og Þór- unni Evu Hallsdóttur. víðreist; á hverju ári hefur verið farið eitt- hvað út fyrir landsteinana. Það hafa ekki verið sömu krakkarnir í hvert sinn heldur hefur kórstjórinn, Egill Friðleifsson, valið hóp til ferðarinnar. Á þessu ári er kórinn 20 ára. í tilefni af því er efnt til mikils ferðalags og allir kórfélagar fara með. - Áttu fleiri áhugamál en leiklist og kórsöng? „Ég hef verið í Ijósmyndaklúbbi í skól- anum síðan í 7. bekk. Ég hef líka ákaflega gaman af því að fara í tjaldferðalög; í þau hef ég oftast farið með tveimur vinkonum mínum.“ - Hefur þú ferðast mikið um landið - eða erlendis? „Dálítið um landið. Við höfum oft farið í veiðiferðir, fjölskyldan. Mamma er með „veiðidellu". Hún stundar mest silungs- veiði. - Við fórum til Hollands þegar ég var tíu ára. Við vorum þar í þrjár vikur og ég var veik tvær þeirra." - Áttu gæludýr? „Ég á páfagauk - hef átt hann í eitt ár. Við látum hann fljúga einu sinni á dag en hann er ósköp latur. Hann hefur þá áráttu að eta blöðin af blómunum okkar.“ - Hefur þú ákveðið skólanám eftir grunnskólann - og framtíðarstarf? „Ég ætla að verða stúdent en annað er óákveðið.“ - Hefur þú lært á hljóðfæri? „Ég byrjaði í tónlistarskóla sjö ára og reyndi við ýmis hljóðfæri en entist ekki lengi með hvert. Ég var alltaf að hætta og byrja aftur.“ - Hverjir eru eftirlætistónlistarmenn þínir? „Sykurmolarnir. En ég hef líka mjög gaman af óperum." Félagar í unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar Sykurmolarnir og óperur Þórunn Eva Hallsdóttir er fimmtán ára, fædd 13.5. 1974. Hún er nemandi í Öldu- túnsskóla eins og Stefán og flestir leik- aranna. Leiklist er helsta áhugamál hennar; hún segir að sér finnist „æðislega garnan" að spreyta sig á sviði. Hún hefur þó ekki fengist við leik síðan hún var í barnaskóla; byrjaði aftur í haust í starfi með unglinga- deildinni. Þórunn hefur sungið með kór Öldu- túnsskóla frá tíu ára aldri og fer með kór- félögum sínum í söngferðalag til Banda- ríkjanna um páskana. Kórinn hefur gert 14 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.