Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1990, Page 20

Æskan - 01.05.1990, Page 20
Er ég að verða stór? Framhaldsþættir eftir Brynju Einarsdóttur. Það átti að fara að skíra litlu systur. Mamma var búin að baka mikið af kökum. Prestur- inn ætlaði að skíra í stofunni heima hjá okkur. Amma átti að halda henni undir skírn. Allt var svo fínt og á borðinu í stofunni voru blóm og skál með vatni í. Það var skírnar- skálin. Fyrst sungu allir. Svo fór presturinn að skíra. Amma sagði að litla systir ætti að heita Guðbjörg. Hún heitir það nefnilega sjálf. Ég hugsaði með mér hvort mamma og pabbi vissu að amma myndi láta skíra hana þessu nafni. Ætli börn séu alltaf látin heita eins og ömmurnar og afarnir? Ég heiti Jón eins og hinn afi minn. Ég horfði á ömmu. Ég sá tár í augunum á henni. Svo leit ég á mömmu og hinar kon- urnar. Þær voru svona líka- Afi snýtti sér og sumir sugu upp í nefið. Ætluðu bara all'r að grenja? Svo var sungið aftur. Það heyrðist mest í ömmu og prestinum þangað til litla systir fór að skæla. Þá heyrð' ist mest í henni. Mér fannst þetta ekkert flottur söngur- Á eftir fengu allir að borða fínu kökurnar hennar mömnlU Bráðum á ég afmæli. Þá velð ég fimm ára og þá bakar mamma líka fínar kökur. Ætu það sé ekki gaman að verða fimm ára? Þá verð ég enn Þa stærri og fer kannski í skóla- En litla systir verður leng' 1 il. Nú verð ég að reyna að kalla hana Guðbjörgu og y hætta að segja litla systir. var bara litla systir en ég stóri bróðir.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.