Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 22

Æskan - 01.05.1990, Blaðsíða 22
eftir Stellu Hrönn Jóhannsdóttur 15 ára. Hann ráfar út í myrkrið. Klukkan er þrjú um nótt. Það snjóar dálítið en hann tekur ekki eftir því. Honum er heitt þó að hann sé bara í þunnri skyrtu og á spariskóm, svona venju- legum svörtum. Allt gamanið á skemmtistöðunum er búið; þeim hefur verið lokað. Flestir eru farnir heim að lúra, aðeins einn og einn leigubíll skýst fram hjá honum eins og svartur köttur. Honum er sama, hann heldur áfram. Einn. Hann vill ekki fara heim. Þar bíður hans ekk- ert nema kuldaleg og subbuleg göm- ul íbúð. Enginn sem fagnar komu hans. Svo að hann eigrar bara einn, með vínflöskunni. Hann ráfar um auðar göturnar, tal- ar við sjálfan sig um drauma og von- ir sem aldrei rættust, botnar ekkert í sjálfum sér fyrir að vera svona mis- heppnaður og úr sambandi við heilladísirnar. Skilur ekkert í sjálfum sér. Skyndilega fær hann hugmynd. Hann ætlar að taka leigubíl til Kína, flytjast þangað fyrir fullt og allt. Ekki það að Kína sé svona aðlaðandi land með alla sína stórbiluðu stjórnmála- menn og mannmergð. Það er bara eina landið sem hann getur ímyndað sér að taki við óheillakráku eins og sér. Hann heldur að þar séu allir bil- aðir hvort eð er svo að það skipti ekki máli hvort það bætist við einn eður ei. Hann veifar í fyrsta leigubílinn, sem hann sér, og hann nemur staðar. í fyrstu verður hann undrandi. Bjóst ekki við því að neinn gerði það. En svo beygir hann sig niður og ber í rúðuna. Hægt og bítandi færist hún neðar og neðar. Kringlótt andlit og stór gleraugu koma í ljós. - Já vinur? Hann fer að tvístíga, veit ekki hvort þetta er góð hugmynd, hallast helst að því að hún sé fáránleg. Segir samt eitthvað við kringlótta andlitið með gleraugun, veit ekki hvað það er' Hann er of niðursokkinn í að ákve það hvort hugdettan sé góð e slæm. - Keyra þig til Kína?! Heyrðu, vinu sæll, það er eitthvað farið að slá ut 1 fyrir þér! Kringlótta andlitið brosir. Hann er svolítinn tíma að átta sté því sem leigubílstjórinn segir en s ^ brosir hann á móti og biður hann afsaka vitleysuna, spyr svo hvo hann nenni ekki að aka sér heim- - Sjálfsagt vinur. Hvar er það? Andlitið er ekkert nema elskule& heitin við þennan utangarðsmanu Hann brosir sínu breiðasta, finnst ^ ránlega spurt. Segir að heima auðvitað best. En svo áttar hann á spurningunni, rifjar upp götuhe' sté tið og húsnúmerið, segir bílstjóranu'1 Það' tekur Hann stígur upp í bílinn, rcr> ^ góðan slurk úr flöskunni. Hún er verða tóm. En það skiptir hann en» máli frekar en annað. Honum hn öll tilveran skrýtin, eiginle^ stórfurðuleg. Sumt er gott og anna,r slæmt. Hann fer að velta því fyrir . af hverju allt getur ekki verið g° ^ finnst óréttlátt að sumum líði vel öðrum illa eins og honum sjálm^ Kemst ekki að neinni niðurstöðu- ^ hættir hann að hugsa um hvað veran sé skrýtin. .g Honum finnst bíllinn hafa e lengi áður en hann stansar fyrir u ^ grámyglulegt hús, heimili hans- hann var ekki nema tíu mínútur leiðinni. Tímaskynið er bara sv°^ brenglað. Hann fer að leita að se um til að borga með en finnur e ^ ert. Fer alveg í kerfi en bílstjóm1^. ^ L segir að það breyti engu. Hann = rfi bara fara inn og halla sér, hann Þu ekkert að borga. Hann þakkar ma ^ faldlega fyrir, kveður og röltir sv° j stað upp tröppurnar. Stingur lyK j,j skrána. Skrýtið að hann skuli e ,f vera búinn að týna honum W ,f löngu. Hann opnar hurðina og her gamalkunnugt ískur í hjörunU leið 06 Glottir kalt út í annað um hurðin lokast. Næturröltinu er Það birtir af degi. (Sagan hlaut aukaverölaun í samkeppn1 Æskunnar og Barnaútvarpsins 1990) Iokið'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.