Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1990, Side 27

Æskan - 01.05.1990, Side 27
Öflugur stjörnusjónauki Clmsjón: Pór Jakobsson bu s'®astbðnum varð einstæður at- r ' sögu geimvísinda. Skotið var á stj. gervihnetti einum sterkasta ið UUstnnauka sem smíðaður hefur ver- best6^119 kiillnar °2 veðurs þurfti að Sjó ^ ®eirnsk°tinu en það tókst um síðir. n4uiíanum var þannig komið fyrir Hjil^ Vi® 'ofthjúp jarðar. Það munaði "bkið -^V' ®eisiar stíarnanna dofna a leið sinni niður um lofthjúpinn. Un • - ° ra stíörnunum er miklu skærara setu ' ^111 (kílómetra) hæð en þar an V'^ öveljumst á yfirborði jarðar. Það- pv 6St þá iíka miklu lengra út í geiminn. en ra§ðið ætti að sjást til eldri stjarna bvi nnt verið að athuga til þessa alheimurinn þenst nefnilega út í sí- fellu. Sem sé: því lengra sem tekst að skyggnast út í óravíðan geiminn þeim mun eldri hluta alheimsins tekst manni að sjá. I vísindaþætti Æskunnar hefur verið fylgst nokkuð vel með geimferðafréttum og þótti því ekki úr vegi að fá leyfi til að birta frétt Ríkisútvarpsins um geim- sjónaukann. Hún fylgir hér á eftir: „Stjörnusjónaukinn nemur fyrirbrigði úti í geimnum fimm hundrum þúsund sinnum betur en mannlegt auga og tíu sinnum betur en nokkur annar stjörnu- kíkir í heiminum. Þrettán ár tók að smíða hann og það kostaði marga milljarða dollara. Ed Weiler, stjörnufræðingur í geimvís- indastofnun Bandaríkjanna á Canaveral- höfða, segir að með kíkinum hafi verið stigið stærsta skref í stjörnuathugun síð- an á tímum Galileos. Weiler stjórnar hópi vísindamanna frá Bandaríkjunum og ell- efu öðrum löndum. Þeir eiga að vinna úr gögnum sem berast til jarðar frá sjónauk- anum. í honum eru besti spegill sem nokkru sinni hefur verið gerður, afar næmar myndavélar, ljósmælar og prismu svo að með kíkinum ætti að vera hægt að sjá næstum allt aftur í upphaf heimsins. Weiler segist vona að hægt verði að sjá aftur í níutíu og þrjú prósent af aldri heimsins. Sjónaukinn verður notaður til þess að leita að ýmiss konar fyrirbrigð- um, svo sem ósýnilegum stjörnum og piánetum þar sem líf kann að leynast, og vonir standa tii að einhver botn fáist í kenninguna um „Hvellinn mikla“ fyrir fimmtán milljörðum ára, sú kenning verði annað hvort sönnuð eða afsönnuð. Stjörnukíkirinn verður langt fyrir utan andrúmsloft jarðar og því sjást ung og ó- skýr fyrirbrigði úti í geimnum betur í honum en ella. Sjónaukinn er í aðalatriðum smíðaður eins og venjulegur stjörnukíkir. Aðalspeg- illinn er ótrúlega sléttur, engin ójafna á honum er meiri en tveir og hálfur millj- ónasti úr sentímetra. Weiler seg- ir að hæsta fjall jarðar væri þrett- án sentímetrar ef allt yfirborð hennar væri eins slétt og spegill- inn. Spegillinn getur numið ljós frá ijósgjafa í fjórtán milljarða ljósára fjarlægð. Til samanburð- ar má geta þess að stjörnu- kíkirinn á Palomafjalli í Kaliforn- íu, stærsti stjörnukíkir í heimi og miklu stærri en sá sem fer út í geiminn, nemur ekkert sem er lengra en tíu milljarða Ijósára í burtu. Og myndir, sem mynda- vélar har.s taka, eru tíu sinnum skarpari en þær sem teknar eru í Mount Palomar. Weiler segir að með nýja kíkinum gæti Was- hingtonbúi séð eldhúsflugu í Sid- ney í Ástralíu - 16 þúsund kíló- metra í burtu.“ Æskan 27

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.