Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1990, Page 28

Æskan - 01.05.1990, Page 28
Frá lesendum Hungrið í heiminum Lítið barn spurði móður sína: „Hvar er regnið?" En því gat hún ekki svarað. Eftir vikur og mánuði varð hungursneyð í landi litla barnsins. Og barnið, sem spurði um regnið, dó úr hungri. En móðir þess grét söltum tárum á gröf barnsins. Tárum sem minntu á regn. Hrefna Ásgeirsdóttir 14 ára, Akranesi. Kærleiks- hringurinn Einu sinni voru tvö börn. Dag einn kom hringur með munn og augu og sagði: „Eg er kærleikshringurinn. Komið með mér!“ Og þau fóru í kærleiksborg. Svo fóru þau heim. Hjá ömmu í Reykjarfirði 1923 Allan liðlangan daginn ég lék mér við sæinn þegar lognaldan gældi við sand. Síðar lék báran mig beisklega sáran er bátnum ég sigldi í strand. En auðnan mér kenndi, og ylgeisla sendi af árdegis lýsandi sól, að ekki skal gráta þá ungmenna báta er öldurót hreif brott og mól. Lífsbátinn verjum hjá launungar skerjum þótt ládeyða hvarvetna sé. Ef stormhnútar hvína skal staðfestu sýna og stefna í öryggishlé. Ingimundurá Hóli. (Ég sendi þetta Ijóð til minningar um leik minn uið sjóinn þegar ég var 11 óra strákhnokki hjá móðurömmu minni en þar var eina skólagangan til fermingar) Skýringar: Mól: Malaði. Sjaldnotuð beyging sagnarinnar. - Launungar sker: Sker sem leynast. Ládeyða: Alkyrr sjór; ládauður: lognsléttur; lá: sjór. Kristjana M. Asbjörnsdóttir 8 ára, Hótel Djúpuvík, Strandasýslu.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.