Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1990, Page 50

Æskan - 01.05.1990, Page 50
Aðdáendum svarað „Maður verður að trúa á sjálfan sig“ Bjarni Friðriksson júdókappi og bronsverðlaunahafi á Olympíuleikum svarar aðdáendum Hvar og huenær ertu fæddur? I Reykjavík, þann 29. maí á því herr- ans ári 1956. Ólstu þar upp? Ég ólst þar upp til 14 ára aldurs, nán- ar tiltekið í Vogahverfi, en þá fluttist ég norður á Blönduós til Hrafns bróður míns, sem þar var læknir, og ílengdist þar þangað til ég var 17 ára. Pá fór ég aftur til Reykjavíkur. Áttu systkini? Hafa þau líka stund- að íþróttir? Ég á tíu systkini. Að því er ég best veit fór lítið fyrir íþróttaiðkun hjá þeim - nema skólaleikfimi. Pó veit ég að Hrafn stundaði eitthvað handknattleik, glímu og frjálsar íþróttir á námsárum sínum og vann einhverju sinni til 3. verðlauna í kúluvarpi á Reykjavíkurmóti. Hoaö manstu best frá bernskuleikj- um? Helst bófahasarinn. Fallin spýta var einnig mjög vinsæl. Hvaöa atvik er þér skýrast í minni frá æskuárum? Pegar móðir mín dó. / hvaöa skólum varstu? Vogaskóla, Gagnfræðaskólanum á Blönduósi og Iðnskólanum í Reykjavík þar sem ég lærði rafeindavirkjun. Hvaöa íþróttir stundaöir þú fyrst? Kepptir þú í þeim? Fyrstu kynni mín af íþróttum voru skólaleikfimin og knattspyrna. Ég æfði og keppti í knattspyrnu í 4. flokki með Prótti. Hvenær fórst þú að æfa júdó? Af hverju? Vorið 1976. Ég hef alltaf hrifist af í- þróttum þar sem reynir mikið á líkam- lega hreysti, snerpu og úthald (svo sem hnefaleikum, hlaupi og lyftingum). Frændi minn einn hafði stundað júdó í Svíþjóð. Hann dró mig með á æfingu og þar fann ég að júdó hæfði mér. Hefur þú æft óslitiö síöan? Já, núna í maí nákvæmlega 14 ár. Hvenær var fyrst byrjaö aö kenna júdó hér á landi? Pað hefur verið um svipað leyti og hnefaleikar voru bannaðir hér eða um 1950. Ég held að ég fari rétt með að Sigurður H. Jóhannsson hafi fyrstur kennt hér júdó. Hvar í heiminum var þaö fyrst stundaö? I Japan árið 1896 af föður júdósins, heimspekingnum dr. Jigaro Kano. Cetur þú lýst þessari íþrótt fyrir okkur? I grófum dráttum er júdó (en júdó þýðir „hin mjúka leið“) átök tveggja manna sem keppa að því að vinna fullnaðarsigur (ippon = 10 stig) hvor á Andstæðingi skellt... öðrum. Pað er hægt með ýmsu móti- í fyrsta lagi með kastbragði sem ®r hratt og ákveðið þannig að andstæ ingurinn lendi á bakinu. Ef hann ier,n á hliðinni, maganum eða kastið er mj°ð hægt er það dómaranna að meta kas og gefa stig. í öðru lagi með því að halda an stæðingi föstum á bakinu í 30 sekun ur. Ef honum tekst að losna innan ÞesS tíma fer það það eftir því hve lengi hon um var haldið hve mörg stig vinnast. 15-19 sek. = koka (3 stig) - 20- sek. = yuko (5 stig) - 25-29 sek- ' wasari (7 stig) - 30 sek. = ippon ( sti,g)- eð í þriðja lagi vinnst fullnaðarsigur m því að andstæðingur gefst upp veð þess að á honum hefur verið náð ,.arrn lás eða hengingu" en þetta er eK^ kennt í yngri flokkunum og ekki fyrr nemendur eru búnir að stunda aefmð nokkuð lengi. Meiðsli eru afar sjaldgæf. í byrjun 0 lok hverrar viðureignar heilsast me og þakka fyrir sig með því að hnelðJ sig. Hver viðureign stendur í fimm nn|ri útur nema ippon náist innan þess tíma þá er glímunni lokið. Erjúdó jafnvinsælt hér og í °ðrLi löndum? gr Pað fer eftir því við hvaða lönd miðað. Ég held að júdó sé álika vinS^n hér á landi og í Noregi og Danmörku ^ í Svíþjóð og einkum Finnlandi mun v sælla en hér. í Japan, Sovétríkjunum Frakklandi, svo að einhver lönJ 5^ nefnd, er júdó miklu meira metiö e hér. Pað er sennilega næstvinsse'9 ^ íþróttagreinin í Japan, á eftir súmo. Frakklandi, eftir knattspyrnu. Stunda ungir krakkar júdó? 54 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.