Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1991, Side 10

Æskan - 01.08.1991, Side 10
til nú vegna annarra verkefna og viðgerða á Þjóðleikhúsinu." - Hvaö standa sýningar lengi yfir? „Frumsýning var 15. septem- ber og það verður leikið .. bara eins lengi og fólk kemur, senni- lega fram í vor." -Miklar œfingar - Er erfiöara aö leika í leikriti en þiö hélduö? Hrafnhildur og Erla: „Já, þab er erfiöara en við áttum von á." Gunnlaugur: „Mér finnst það auðveldara en ég hafði haldið." - Afhverju finnst ykkur þaö erfiöara en þiö bjuggust viö, stelpur? Hrafnhildur: „Þetta er meiri vinna en ég hélt." Erla: „Eg vissi ekki ab maöur ætti að fara svo oft á æfingar." - En Gunnlaugur, af hverju finnst þér þetta auöveldara en þú áttir von á? Gunnlaugur: „Af því vib erum ekki með neinn texta, þurfum ekki að segja neitt. Það er þægilegt að þurfa ekki ab muna setningar." - Hvaö finnst ykkur skemmtilegast í skólanum? Hrafnhildur: „Mér finnst skemmtilegast í reikningi." Erla: „Frjáls tími." Gunnlaugur: „Það er mest gaman í teikningu, finnst mér." - Hafiö þiö fengiö frí úr skóla vegna œfinga? Hrafnhildur: „Nei, en vib þurf- um kannski að fá frí seinna. Þab eru ekki kvöldsýningar svo vib þurfum Iftið frí." Gunnlaugur: „jú, það verba kannski tvær kvöldsýningar í vet- ur og svo er einhver hátíð og þá þurfum vib að leika um kvöld." - Hvaö leikiö þiö? Hrafnhildur og Erla: „Úlfa." Gunnlaugur: „Ég leik úlf og Litla tröll." Þœgilegt ab leika á móti œttingjum - Erla, afi þinn leikur meö þér í þessu leikriti. Og Gunnlaugur, mamma þín leikur einnig í því. Hvernig er aö leika í leikriti meö „ Þaö veröur leikiö .. bara eins lengi og fólk kemur..." Ljósm.: Odd Stefán 7 0 Æ S K A N œttingjum sínum? „Mjög þægilegt," segja þau bæbi. - Um hvaö er leikritiö? „Það er um stelpu sem fer ab leita ab týndum systrum sínum og Búkollu. Hún trúir ekki á tröll og skessur en lendir svo í hönd- unum á þeim og ýmsum ævin- týrum." - Hver eru aöaláhugamál ykkar? Erla: „Aðaláhugamál mitt er söngur." Hrafnhildur segir sitt áhuga- mál vera hesta en Gunnlaugur segist ekki eiga neitt sérstakt á- hugamál. - Fariö þiö oft í bíó eöa leik- hús? Hrafnhildur: „já, en oftar í bíó. Svo fer ég á nokkur leikrit yfir veturinn." - Hvert er eftirminnilegasta eöa skemmtilegasta leikrit sem þiö hafiö séö? Hrafnhildur: „Óvitar. Það var mjög skemmtilegt leikrit." Erla: „Oliver Twist." Gunnlaugur: „Þetta leikrit sem vib erum ab leika í núna." - Hverjar eru eftirlœtis hljómsveitir ykkar og söngvar- ar?" Hrafnhildur: „Ég hef helst dá- læti á Jimi Hendrix." Erla: „Stuömenn eru eftirlæt- ishljómsveitin mín. Eftirlætis- söngkonur mínar eru Ragnhild- ur Gísladóttir og Sigríður Bein- teinsdóttir." Gunnlaugur: „Ég fylgist ekki mikiö með þessu. Ætli ég sé ekki hrifnastur af Þursaflokknum." - Langar ykkur til aö veröa leikarar? Hrafnhildur: „já, það væri allt í lagi ab reyna á það. Samt er mér ekkert kappsmál ab verða leikari." Erla: „Já, mig langar til ab verða leikari." Gunnlaugur: „Ég er ekki á- kveðinn í hvab ég ætla að veröa."

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.