Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1991, Side 33

Æskan - 01.08.1991, Side 33
Seybisfjörbur... „ Madur gekk hér skakkur um götur" Rœtt vib Evert Ingjaldsson, fyrrum blabbera „Ég get ekki sagt aö það séu margar sætar stelpur hérna á Seyöisfirði," sagði Evert Ingjalds- son 1 3 ára þegar blaðamaður Æskunnar tók hann tali fyrir aust- an í sumar. „En þó eru þær alls ekki fallegri í nágrannabyggð- unum, biddu fyrir þér! Ég held að seyðfirskar stelpur séu bara ósköp venjulegar, bæði sætar og ófríöar. Annars er ég ekkert að spá í stelpur." - Hvert leitar þá hugurinn helst? „Ég á mörg áhugamál og hef alltaf nóg að gera. Ég er til dæm- is í Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar, - leik á baritónhorn. Ég var á tenórhorni um skeið en skipti. Svo hafði ég um tíma mikinn á- huga á að æfa sund en hætti. Ég fór í fýlu út í þjálfarann af því að hann gleymdi mér í Aurasund- inu." - Aurasundinu? Hvaö er þaö? „Það er ágóðasund í þágu sundhallarinnar. Sundfólkið gengur í hús og safnar áheitum. En þjálfarinn gleymdi að útbúa eyðublöð handa mér og láta mig vita og þess vegna hætti ég. Ég byrjaði upphaflega að æfa sund út af þessu Aurasundi. Nei, ég hef aldrei synt í sjónum hérna, hann er of kaldur, en ég hef synt í Fjarðará nokkrum sinnum. Það er gaman að stinga sér í hana ofan af brúnni. Jú, hún er dálít- ið köld en það venst." Evert nefndi að honum þætti einnig gaman að leika knatt- spyrnu og mini-golf - og fara í útilegur. Þegar viðtalið vartekið var hann á leiö í tveggja mán- aða ferðalag með pabba sínum til Svíþjóöar, Danmerkur og Þýskalands. Hann segist oft hafa komið til útlanda síðustu árin. Evert Ingjaldsson KAF-klúbburinn „Svo gleymdi ég að nefna einn klúbb sem ég er í," skaut Evert inn í þegar hér var komið í sam- talinu. „Það er KAF." - Ha?! Hvað merkir það? Hann varð sposkur á svip, fitj- aði upp á nefið og sagði: „Það er Kjaftaklúbbur afburða blaðbera. Þetta byrjaði þannig að við þrír strákar, sem áttum það sameiginlegt að vera blað- berar, fórum að hittast reglulega til að horfa á myndbönd, kjafta saman og fleira slíkt. Ég bar út DV, Moggann, Tímann, Þjóðvilj- ann, Austurland, Pressuna og Al- þýðublaðið - en er hættur því núna. Ég er samt enn í klúbbn- um." - Blaðburðarpokarnir hljóta stundum að hafa verið þungir. „jú, maður gekk hér skakkur um göturnar með helgarblöðin. Stundum flaug maður á haus- inn í hálku og óveðrum. Það var ægilegt. Ég varð að biðja mömmu að aka mér í slíkum veðrum. Æ, maður var orðinn þreyttur á þessu undir lokin." Evert er í 8. bekk. Auk þess aö eiga heima á Seyðisfirði hefur hann átt heima á Stokkseyri og í Reykjavík, eitt ár á hvorum stað. Hann segir að það sé best að vera á Seyðisfirði því að þar séu allir svo skemmtilegir. Að síðustu var hann spurður að því hvað hann langaði til að starfa í framtíðinni. „Ég er ákveðinn í að fara í Leiklistarskólann eftir að ég hef lokið einhverri gráðu í iðnskóla eða háskóla," svaraði hann að bragði, auðheyrilega vanur að tjá sig um það. Mig hefur lengi dreymt um að verða leikari. Mig langar líka til að verða kokkur eða bakari eins og afi minn var. En ef leiklistin veröur ofan á sem aðalstarf er hætt við að ég geti alls ekki átt heima á Seyðisfirði. Þá færi nú í verra!" Æ S K A N 3 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.