Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 6
95ÁRA 95ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA
„BARNABLAÐ MEÐ MYNDUM"
var undirtitill Æskunnar. Um aldamótin þótti börnum -
og fullorðnum - mikið til þess koma að fá myndskreytt
blað. í 9. tbl. 1. árgangs Æskunnar, sem út kom 3. febrúar
1898, birtist þessi saga eftir Sigurb Júlíus Jóhannesson
fyrsta ritstjóra blaðsins - og fylgdi henni mynd:
„Hvað ertu að gera, litla
telpan mín!" sagði mamma
henna.
„Mamma, gefa lilla gulla
eido didda" (gefa fuglunum
eins og systir).
„Blessaður litli kjáninn
minn!" sagði mamma
hennar og kyssti hana.
Svo fór hún út með korn
handa svöngu fuglunum
og hafði Mörtu litlu með sér
MARTA LITLA
Marta litla var ein inni.
Pabbi hennar var verslun-
armaður og kom aldrei
heim fyrr en klukkan tíu á
kvöldin. Mamma hennar
hafði farið út að taka inn
þvott og skilið hana eftir á
gólfinu og fengið henni ým-
islegt barnagull að leika sér
að á meðan. Hún hafði
þvegið hversdagskjólinn
hennar um moguninn og
þess vegna fékk hún að
vera í gráa, fallega spari-
kjólnum sínum eins og þið
sjáið.
Marta litla átti eina syst-
ur sem var miklu eldri en
hún og hún hafði fengið að
fara út með henni þegar
gott var veðrið og þá hafði
hún séð hana hafa með sér
brauðmola og korn til þess
að fleygja fyrir litlu, svöngu,
fallegu fuglana sem voru
að fljúga úti.
Þegar Marta litla hafði
setið stundarkorn á gólfinu,
leikið sér að gullunum sín-
um og talað við sjálfa sig
eins og þið gerið svo oft,
litlu börn, þegar þið leikið
ykkur þá varð henni litið
upp og hún sá að fuglahóp-
ur flaug fyrir gluggann. Þá
v
dettur henni í hug hvað
systir hennar var vön ab
gera, stendur upp, tekur
skál, sem var á kistu, fulla
af korni og ætlar að gefa
fuglunum. Skálin var svo
þung að hún missti hana
niður á gólfið. Hún sópaði
upp í hana því sem hún
náði og ætlaði svo að
standa upp aftur með
hana. En þá heyrir hún til
mömmu sinnar þar sem
hún kemur með þvottinn.
og hún brosti ánægjulega
og var svo falleg, alveg eins
og lítill engill þegar hún
horfði á þá tína upp korn-
ið með litlu nefjunum sínum.
Þið sjáið þarna myndina
af henni Mörtu litlu þegar
hún heyrir fótatak mömmu
sinnar og hlustar eftir því.
Verið þið öll eins góð og
hún Marta litla, börnin
mín!
95ÁRA 95ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA
6 Æ S K A N