Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 27

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 27
upp hálsmenið og rétti krossinn í átt til vampíranna. Um leið var eins og þær hefðu brennt sig. Þær hörfuðu. „Ég var alveg viss um að ég væri í dauðans greipum," sagði Kári feginn. „Heppinn var ég að hafa hálsmen- ið," sagði Jens. „Já, heppnir vorum við," sagði Kári sem var furðu lostinn yfir því hvemig Jens hafði bjargað þeim. „Fljótur! Við megum engan tíma missa. Pabbi getur varla verið langt undan," sagði Jens. Það reyndist þó ekki rétt. Faðir hans hafði komist þó nokkuð langt á þess- um fáu dögum. Drengirnir héldu nú frá Vampíru- garði, út í óvissuna. Þeim reyndist ekki erfitt að klifra yfir hlið sem þeir fundu. Kári leit á klukkuna. Hún var orðin fimm. Þeir höíðu aðeins sjö klukkutíma til stefnu. „Það væri kraftaverk ef við fyndum pabba," hugsaði hann með sér. „Ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna segir hugur minn mér að pabbi hafi farið inn um þessa hurð," sagði Jens þegar þeir gengu fram hjá einni hurðinni. „Það má reyna á það en ef hann er þar ekki þá gætum við villst þama inni. Að vísu skiptir ekki miklu máli hvort við villumst hér inni eða annars staðar vegna þess að við erum hvort sem er villtir," sagði Kári. Þeir gengu inn. Þar vom þá milljón- ir herbergja. Inni í hverju herbergi vom margar hurðir og gengu inn í önnur herbergi með hurðum sem gengu inn í enn önnur herbergi og svo framvegis endalaust. Sífellt þurftu drengimir að velja á milli hurða og vom nú orðnir rammvilltir. „Jæja! Ekki komumst við héðan út aftur," sagði Kári daufur. „Nei! Hér munum við víst farast. Við höfum verið hér í nær því tuttugu og fjóra klukkutíma. Klukkuna vantar fimm mínútur í tólf," sagði Jens. Ekkert kraftaverk gat nú bjargað Jens og föður hans. Þeir vom búnir að vera. Kári mundi líka brátt láta lífiö. Allt í einu varð loftið eins og gas. Kaldur loftstraumur fór um herbergin. Hvað var eiginlega að gerast? Strák- amir áttuðu sig á því þegar allt fór að titra. Afturgöngustormurinn var að koma. Jens þreifaði eftir hálsmeninu en það var ekki á sínum stað. Þeir vom dauðans matur. 4* lirtfli ^rtvi fcvðt Afturgöngustormurinn kom nær og nær. Hann reif allt sem á vegi hans varb. Afturgöngurnar í storminum hlógu dátt. Allt í einu sogaðist Kári inn í hann. Sömu örlög biðu Jens. Á svipstundu breyttist Kári í aftur- göngu. Hann var dáinn. Hann kæm- ist aldrei til baka. Nú myndi hann elta Afturgöngustorminn til eilífðar. Storm- urinn nálgaðist Jens. Hann kom nær og nær. Jens þreifaði eftir einhverju sem nota mætti gegn ógninni. Hann fann mynd af lærisveinum Jesú og tók hana fram. Um leið hörf- abi Afturgöngustormurinn. Jens var borgið. En nú var Kári besti vinur hans farinn. Jens varb þó ab halda áfram. Hann varð að finna föð- ur sinn. Hann leit á klukkuna og sá þá að hún var fimm mínútur yfir tólf. Tím- inn var mnninn út. „En hvers vegna er ég þá ekki dá- inn? Ég held að minnsta kosti áfram á meðan ég er á lífi," hugsaði hann með sér. Hann gekk nú aftur af stað í leit að föbur sínum. Eftir langa göngu hitti hann strák sem hafbi rápab þama um í nokkur ár og var oröinn nokkuð kunnugur hús- inu. Þó hafbi hann aldrei vitað hvar útgönguleiðin var. Það gladdi strákana að hittast. „Hvemig stób á því að þú fórst hing- að inn?" spurði Jens. „Ég var eitt sinn á leið til vinnu. Þá birtist þetta draugahús. Ég fór inn af forvitni og komst ekki út aftur. Ég hef lent í ýmsu hér. Ég hef komið til Vam- pímgarða, séð sjálfan Afturgöngustorm- inn, lent í Vofutúni og komib á fleiri hræðilega staði. Einu sinni var ég á leið til Óskastað- ar. Þar er öllum gefin ein ósk. Flestir óska sér þess að þeir komist óhultir heim. Þegar ég var að ganga að hliðinu kom Afturgöngustormurinn. Ég gat með naumindum hlaupið burt áður en stormurinn náði mér. En þá týndi ég staönum." Jyrnnil)rtlð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.