Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 34
-úr Æskunni 1910...
Kennari: Hvað gerði Nói á með-
an dýrin gengu inn í örkina?
Lærisveinn: Hann stóð við dyrn-
ar og tók við aðgöngumiðunum
þeirra.
Pétur og Kristján fóru til tann-
læknis. Á heimleiðinni komu þeir
við hjá Láru frænku sinni og sögðu
henni hvaðan þeir kæmu.
Lára: Jæja, Pétur minn. Þú hef-
ur víst farið að gráta hjá tannlækn-
inum.
Pétur: Nei, alls ekki.
Lára: Þetta Ifkar mér, drengur
minn. Hérna hefur þú krónu fyrir
dugnaðinn.
Pétur: Þakka þér fyrir, frænka.
Lára: Var það ekki mjög sárt?
Pétur: Ég veit það ekki. Það
voru teknar tvær tennur úr Krist-
jáni en engin úr mér!
Stína litla (skoðar englamynd-
ir): Það er ekki hyggilega gert af
englunum að vera alltaf í hvítum
kjólum. Er það ekki satt, mamma?
Mamma hennar: Hvers vegna,
Stína mín?
Stína: Af því að það sér svo
fljótt á þeim og þarf oft að þvo þá.
Þær hljóta að hafa of mikið að
gera, þvottakonurnar þeirra!
Frændi (í heimsókn, er orðinn
svangur): Hvenær borðið þið mið-
degisverð hérna, Emma litla?
Emma: Mamma sagði að það
yrði borðað undir eins þegar þú
værirfarinn.
Móðir: Þú átt aldrei að trúa
meiru en helmingnum af því sem
þú heyrir, barnið mitt.
Dóttir: Ég veit það, mamma. En
hvorum helmingnum á ég að trúa?
Kennarinn: Þú ert óhreinn í
framan núna, Kobbi litli. Hvað
segðir þú ef ég kæmi svona ó-
hreinn í skólann á hverjum degi?
Kobbi: Ég væri of kurteis til að
hafa orð á því.
Vinnukonan: Hvenær á ég að
vekja yður á morgun?
Frúin: Þegar ég hringi á þig -
alls ekki fyrr.
Kennarinn: Ef þú átt heima á
þriðju hæð í húsi og fimmtán þrep
eru milli hæða hve mörg þrep verð-
ur þú að ganga niður til þess að
komast út úr húsinu?
Pétur: Öll þrepin, herra kennari.
Frúin: Hver hefur brotið fallegu
könnuna mína?
Vinnukonan (ný f vistinni): Kött-
urinn.
Frúin: Hvaða köttur?
Vinnukonan: Er nú enginn kött-
ur hér? Það kalla ég skrýtið heim-
I að hafa engan kött. Hverjum á
þá að kenna um það sem brotn-
ar?
Móðir: Ertu strax orðinn þreytt-
ur, Árni minn? Það getur varla ver-
ið. Lfttu á hestinn þarna. Hann
dregur þungan vagn og hleypur þó
léttilega. Hvað segir þú um það?
Árni: Að hann hefur tveimur fót-
um meira en ég.
Einar litli (horfir á mynd af sér):
Þetta getur ekki verið ég!
Faðir hans: Hvers vegna?
Einar: Af því
að ég get aldrei
verið kyrr svona
lengi!
Amma: Skyldi
nýja blómið mitt
vera farið að
festa rætur í
moldinni?
Anna litla:
Nei, ekki enn þá.
Ég hef tekið það
upp úr moldinni
á hverjum degi til
að gæta að því.
Húsbóndinn
hafði sagt nýja
vinnumanninum
að vekja sig
klukkan sex að
morgni en hann
vakti hann klukk-
an fimm.
Húsbóndinn:
Hvað kemur til
að þú vekur mig
svona snemma?
Vinnumaður-
inn: Ég ætlaði
bara að láta þig
vita að þér er óhætt að sofa rólega
einn klukkutíma enn þá.
Prestur sendi vinnumann sinn á
sunnudagsmorgni til næsta bæjar
eftir hesti sem hann ætlaði að
kaupa af manni er Davíð hét. Þeg-
ar vinnumaðurinn kom hestlaus
heim aftur voru allir komnir í kirkju
og fór hann þangað líka. Þegar
hann gengur inn gólfið vill svo til
að prestur segir í stólnum:
„Hvað segir Davíð um þetta?“
Vinnumaðurinn hélt að hann
væri að spyrja sig hvernig erindið
hefði gengið og svarar hátt:
„Hann segist ætla að senda
yður hestinn þegar þér sendið hon-
um peningana."
Sigga: Viltu ekki gefa mér ann-
an sykurmola, mamma mín. Ég
missti hinn niður. Mamma: Gerðu
svo vel. En reyndu svo að finna
hinn molann.
Sigga: Það get ég ekki því að
hann datt niður - niður í - mig ...
Skilvís: Hefur þú frétt að hann
frændi minn fótbrotnaði á svellinu
í gær þegar hann var að fara til
manns til að greiða honum skuld?
Skuldseigur: Þarna getur þú
séð hvað af því leiðir að vera of
fljótur að greiða skuldir sínar...
Hreykinn spjátrungur ætlaði að
ferðast í póstvagni. Hann kom rétt
áður en lagt var af stað og ávarp-
aði vagnstjóra á þessa leið:
„Eru nú öll dýrin komin inn í örk-
ina hans Nóa?“
Vagnstjórinn svaraði um leið og
hann opnaði og bauð manninum
inn:
„Nei, aparnireru ókomnir. Ger-
ið þér svo vel að ganga inn!“
Fyrsti stíllinn sem hún Ingibjörg
litla gerði í skólanum var um bý-
flugurnar; hann hljóðar svo:
„Býflugurnar eru mjög skringi-
leg skordýrategund. Þær stinga
mann dæmalaust óþægilega.
Kvenflugan stjórnar öllu í búi sínu,
alveg eins og mamma gerir heima,
og karlflugan er eins og pabbi í því
að þykja ekkert gaman að vinna.“
Bjössi litli: Hvað var kóngurinn
að gera til þín, Valdi?
Valdi: Hvaða vitleysu ertu að
fara með?
Bjössi: Það er engin vitleysa.
Hérna stendur í bókinni: Hann kom
til vaida árið 1906.
'■ ív ,JL
Hundurinn:
Á búskap ykkar er lítib lag
að liggja’ í rúminu fram á dag.
En fyrst þib bælinu eruð í
ég ætla’ að draga' ykkur fram úr því!
(21.-22. tbl. - nóvember 1910)
3 8 Æ S K A N