Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 34

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 34
-úr Æskunni 1910... Kennari: Hvað gerði Nói á með- an dýrin gengu inn í örkina? Lærisveinn: Hann stóð við dyrn- ar og tók við aðgöngumiðunum þeirra. Pétur og Kristján fóru til tann- læknis. Á heimleiðinni komu þeir við hjá Láru frænku sinni og sögðu henni hvaðan þeir kæmu. Lára: Jæja, Pétur minn. Þú hef- ur víst farið að gráta hjá tannlækn- inum. Pétur: Nei, alls ekki. Lára: Þetta Ifkar mér, drengur minn. Hérna hefur þú krónu fyrir dugnaðinn. Pétur: Þakka þér fyrir, frænka. Lára: Var það ekki mjög sárt? Pétur: Ég veit það ekki. Það voru teknar tvær tennur úr Krist- jáni en engin úr mér! Stína litla (skoðar englamynd- ir): Það er ekki hyggilega gert af englunum að vera alltaf í hvítum kjólum. Er það ekki satt, mamma? Mamma hennar: Hvers vegna, Stína mín? Stína: Af því að það sér svo fljótt á þeim og þarf oft að þvo þá. Þær hljóta að hafa of mikið að gera, þvottakonurnar þeirra! Frændi (í heimsókn, er orðinn svangur): Hvenær borðið þið mið- degisverð hérna, Emma litla? Emma: Mamma sagði að það yrði borðað undir eins þegar þú værirfarinn. Móðir: Þú átt aldrei að trúa meiru en helmingnum af því sem þú heyrir, barnið mitt. Dóttir: Ég veit það, mamma. En hvorum helmingnum á ég að trúa? Kennarinn: Þú ert óhreinn í framan núna, Kobbi litli. Hvað segðir þú ef ég kæmi svona ó- hreinn í skólann á hverjum degi? Kobbi: Ég væri of kurteis til að hafa orð á því. Vinnukonan: Hvenær á ég að vekja yður á morgun? Frúin: Þegar ég hringi á þig - alls ekki fyrr. Kennarinn: Ef þú átt heima á þriðju hæð í húsi og fimmtán þrep eru milli hæða hve mörg þrep verð- ur þú að ganga niður til þess að komast út úr húsinu? Pétur: Öll þrepin, herra kennari. Frúin: Hver hefur brotið fallegu könnuna mína? Vinnukonan (ný f vistinni): Kött- urinn. Frúin: Hvaða köttur? Vinnukonan: Er nú enginn kött- ur hér? Það kalla ég skrýtið heim- I að hafa engan kött. Hverjum á þá að kenna um það sem brotn- ar? Móðir: Ertu strax orðinn þreytt- ur, Árni minn? Það getur varla ver- ið. Lfttu á hestinn þarna. Hann dregur þungan vagn og hleypur þó léttilega. Hvað segir þú um það? Árni: Að hann hefur tveimur fót- um meira en ég. Einar litli (horfir á mynd af sér): Þetta getur ekki verið ég! Faðir hans: Hvers vegna? Einar: Af því að ég get aldrei verið kyrr svona lengi! Amma: Skyldi nýja blómið mitt vera farið að festa rætur í moldinni? Anna litla: Nei, ekki enn þá. Ég hef tekið það upp úr moldinni á hverjum degi til að gæta að því. Húsbóndinn hafði sagt nýja vinnumanninum að vekja sig klukkan sex að morgni en hann vakti hann klukk- an fimm. Húsbóndinn: Hvað kemur til að þú vekur mig svona snemma? Vinnumaður- inn: Ég ætlaði bara að láta þig vita að þér er óhætt að sofa rólega einn klukkutíma enn þá. Prestur sendi vinnumann sinn á sunnudagsmorgni til næsta bæjar eftir hesti sem hann ætlaði að kaupa af manni er Davíð hét. Þeg- ar vinnumaðurinn kom hestlaus heim aftur voru allir komnir í kirkju og fór hann þangað líka. Þegar hann gengur inn gólfið vill svo til að prestur segir í stólnum: „Hvað segir Davíð um þetta?“ Vinnumaðurinn hélt að hann væri að spyrja sig hvernig erindið hefði gengið og svarar hátt: „Hann segist ætla að senda yður hestinn þegar þér sendið hon- um peningana." Sigga: Viltu ekki gefa mér ann- an sykurmola, mamma mín. Ég missti hinn niður. Mamma: Gerðu svo vel. En reyndu svo að finna hinn molann. Sigga: Það get ég ekki því að hann datt niður - niður í - mig ... Skilvís: Hefur þú frétt að hann frændi minn fótbrotnaði á svellinu í gær þegar hann var að fara til manns til að greiða honum skuld? Skuldseigur: Þarna getur þú séð hvað af því leiðir að vera of fljótur að greiða skuldir sínar... Hreykinn spjátrungur ætlaði að ferðast í póstvagni. Hann kom rétt áður en lagt var af stað og ávarp- aði vagnstjóra á þessa leið: „Eru nú öll dýrin komin inn í örk- ina hans Nóa?“ Vagnstjórinn svaraði um leið og hann opnaði og bauð manninum inn: „Nei, aparnireru ókomnir. Ger- ið þér svo vel að ganga inn!“ Fyrsti stíllinn sem hún Ingibjörg litla gerði í skólanum var um bý- flugurnar; hann hljóðar svo: „Býflugurnar eru mjög skringi- leg skordýrategund. Þær stinga mann dæmalaust óþægilega. Kvenflugan stjórnar öllu í búi sínu, alveg eins og mamma gerir heima, og karlflugan er eins og pabbi í því að þykja ekkert gaman að vinna.“ Bjössi litli: Hvað var kóngurinn að gera til þín, Valdi? Valdi: Hvaða vitleysu ertu að fara með? Bjössi: Það er engin vitleysa. Hérna stendur í bókinni: Hann kom til vaida árið 1906. '■ ív ,JL Hundurinn: Á búskap ykkar er lítib lag að liggja’ í rúminu fram á dag. En fyrst þib bælinu eruð í ég ætla’ að draga' ykkur fram úr því! (21.-22. tbl. - nóvember 1910) 3 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.