Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 50

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 50
GLÆSILEGUR ÁRANGUR íslendinga á Ólympíuleikum fatlaðra og þroskaheftra. íslensku keppendurnir stóðu sig afar vel á leikunum. Alls hlutu fatl- aðir íþróttamenn 17 verðlaun: Þrenn gullverðlaun, tvenn silfur- verðlaun og tíu bronsverðlaun í sundgreinum - tvenn bronsverð- laun í hlaupi. Þroskaheftir hrepptu tíu gullverðlaun, sex silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun - alls 21 verðlaun! Allir unnu keppendurnir sigra. Það gerðu þeir raunar þegar með því að hefja æfingar í íþróttum, sumir mjög mikið fatlaðir. Verölaunahafar í flokki fatlaðra: Ólafur Eiríksson hlaut tvenn gullverðlaun - fyrir sigur í 400 m skriðsundi (Ólympíumet) og 100 m flugsundi (Ólympíu- og heims- met), og tvenn bronsverðlaun. Sjá viðtal við Ólaf í 7. tbl. Æsk- unnar 1990. Lilja María Snorradóttir hlaut silfur í 400 m skriðsundi - brons í 100 m flugsundi, 100 m baksundi, 50 m og 100 m skriðsundi. Sjá 2. tbl. Æskunnar 1989. Rut Sverrisdóttir fékk brons- verðlaun í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi. Viðtal í 9. tbl. tbl. Æskunnar 1991. Geir Sverrisson sigraði í 100 m bringusundi og setti Ölympíumet. Hann varð þriðji f 100 m hlauþi. Geir svarar aðdáendum í þessu tölublaði. Kristín Rós Hákonardóttir kom önnur að bakkanum í 200 m fjór- sundi - og þriðja í 100 m baksundi. Birkir R. Gunnarsson fékk bronsverðlaun í 300 m skriðsundi. Haukur Gunnarsson varð þriðji í 200 m hlaupi. Verólaunahafar í flokki þroskaheftra: Sigrún Huld Hrafnsdóttir hlaut níu gullverðlaun - fimm í einstak- lingsgreinum og fjögur í boðsundi, auk tveggja silfurverðlauna! í 5. tbl. Æskunnar 1990 var viðtal við Sig- „HRÓI“ HEIÐRAÐUR Kevin Costner fór meö hlutverk Hróa hattar i kvikmynd um hann - eins og þið munið. Yfirvöld Notting- ham-borgar hafa ákveðið að heiðra Kevin fyrir að endurnýja áhuga manna á sögunni um Hróa. Raunar var ekk- ert atriði myndarinnar tekið upp í Skírisskógi eöa nálægt Nottingham. Samt hafa mun fleiri ferðamenn kom- ið til borgarinnar að undanförnu en áður en myndin var sýnd. Kevin hefur nú leyfi yfirvalda til að frelsa alla fanga sem kunna að vera í haldi í Nottingham-kastala - en hann hefur ekki verið notaður sem fangelsi síðan 1920. Leikarinn fær líka ör sem á að gera honum kleift að ferðast ó- hindrað um Skírisskóg. Þar hefur hann aldrei stigið fæti... (Heimild: DV 1.9. 1992) rúnu Huld. Þá sagðist hún kannski verða sunddrottning einhvern tíma. Það er hún sannarlega orðin! Gull-greinar Sigrúnar Huldar (H merkir heimsmet!): 200 og 400 m skriðsund (H - H), 50 og 100 m bringusund (H), 200 m fjórsund (H). Silfurverðlaun: 50 og 100 m skriðsund. Guðrún Ólafsdóttir hreppti gull í 200 m baksundi, silfur í 50 m baksundi og 200 m bringusundi; brons í 100 m baksundi og 100 m bringusundi. Bára P. Erlingsdóttir varð í öðru sæti í 50 m flugsundi, þriðja sæti í 50 m bringusundi, 100 m flugsundi og 200 m fjórsundi. Katrín Sigurðardóttir fékk silf- urverðlaun í 200 m baksundi. Þessar fjórar stúlkur voru í boð- sundssveitinni sem sigraði í 4x50 m og 4x100 m fjórsundi og skrið- sundi - og setti heimsmet í öllum greinunum! Allarsigurgreinareru Ólympíumet. ísland varð í 2. sæti á afreka- lista móts þroskaheftra - af 73 löndum! UNG LEIKKONA Nýlega var frumsýnd kvikmynd- in Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Með eitt aðalhlutverkið fer ung telpa, Álfrún Helga Örnólfsdóttir 11 ára. Höfundur hefur fengið mjög góða dóma fyrir verk sitt - og Álf- rún Helga fyrir leik sinn. Hún hef- ur áður tekið þátt í leiksýningum - lékt.a.m. Birgittu í Söngvaseið (sjá 5. tbl. Æskunnar 1991) og fer nú með hlutverk ídu í leikritinu Emil í Kattholti (1. tbl. 1992) TVÍBURARNIR Á TAKKASKÓNUM Akurnesingar urðu íslands- meistarar í knattspyrnu 1992. Leik- menn 2. flokks þar í bæ hömpuðu bikarmeistara- og íslandsmeist- aratitli, innan- og utanhúss! Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir léku í báðum flokk- um! Þeir eru afar leiknir með knött- inn og fylgnir sér. Arnar var marka- hæstur í 1. deild með 14 mörk. Bjarki skapar alltaf mikinn usla í vörn andstæðinganna með góð- um sendingum. Knattspyrnuliðin Stuttgart og Feyenoord eru á höttunum eftir tví- burunum og sjálfir segjast þeir stefna að því að komast í atvinnu- mennsku, helst á næsta ári. „Það er bara hægt að leika knattspyrnu í 3 mánuði á ári á ís- landi svo að vel sé og það er hætta á stöðnun hjá okkur. Það er nauð- synlegt fyrir okkur upp á framtíð- ina að komast út og reyna okkur þar,“ sagði Arnar. Arnar og Bjarki hafa vakið gríð- arlega athygli í sumar. Margirtelja þá efnilegustu knattspyrnumenn sem komið hafa fram hér á landi í langan tíma, ef ekki frá upphafi... Þeir svöruðu aðdáendum í 6. tbl. Æskunnar 1989. (Stuðst við greinar í DV 7.9. 1992) OG ÞAÐAN 5 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.