Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 55
ÆSKUNA
I verðlaun fyrir rétt svör
í þessari þraut eru tvær
bækur (sjá listann hér á
síðunni) — eða lukkupakki
og bók - eða lukkupakki
og Vorblómið (þrjú smárit
með blönduðu efni) — eða
bók og Vorblómið.
Mundu að skrifa fullt
nafn og póstfang, segja
hve gömul/gamall þú ert-
og takafram hvað þú vild-
ir fá í verðlaun.
Svör skal senda til
Æskunnar, pósthólf 523,
121 Reykjavík, fyrir 5.
nóvember.
Hver var undirtitill blaðsins okkar,
Æskunnar, þegar það hóf göngu sína
5. október 1897?
I hvaða þætti er Astríkur nefndur?
Hverjar segja frá markferð á skáta-
móti að Úlfljótsvatni?
Hver er af flestum talinn forfaðir tam-
inna nautgripakynja?
Hve gömul er stúlkan sem sagt er frá
í sögunni Síðdegi í snjó?
Hvert fóru verðlaunahafar Æskunn-
ar, Heiðrún Harpa og Berglind, að
morgni 5. júní í sumar?
Hver sagði: „Heyrirðu í stráknum!
Hann er spaugari!“
Hvað finnst Dúkkulísu?
Hver ætlaði að gefa fuglunum korn?
Hver átti hænsni, geitur, svín, kanín-
ur (22!) og hest?
Af hverri var Álfgeir ástfanginn?
Hver býr ein að Sjónarhóli með hest-
inum sínum og apanum?
VERÐLAUNABÆKUR:
Ásta litla lipurtá
eftir Stefán Júlíusson
(6-10)
- Brúðan hans
Borgþórs eftir Jónas
Jónasson (6-11)
- Sara eftir Kerstin
Thonwall (6-11)
- Vormenn íslands
eftir Óskar Aðalstein
(9-13)
- Gunna gerist
barnfóstra, Gunna
og matreiðslukeppn-
in, Gunna og brúð-
kaupið eftir Catherine
Wooley (9-12),
- í pokahorninu,
Svalur og svellkaldur
eftir Karl Helgason
(10-13)
-iDýrið gengur
laust, Unglingar í
frumskógi eftir Hrafn-
hildi Valgarðsdóttur
(11-15)
- Ástarbréf til Ara,
Gegnum
bernskumúrinn,
Meiriháttar stefnu-
mót, Pottþéttur vin-
ur, Sextán ára í sam-
búð eftir Eðvarð Ing-
ólfsson (12-16)
- Leitin að Moru-
kollu eftir Guðjón
Sveinsson og Einar
Árnason (6-10)
- Kapphlaupið,
afreksferðir Amund-
sens og Scotts til Suð-
urskautsins, eftir Káre
Holt (14 ára og eldri),
- Lífsþræðir eftir
Sigríði Gunnlaugsdótt-
ur
- Erfinginn, Her-
togaynjan eftir Ib H.
Cavling
- Greifinn á
Kirkjubæ eftir V. Holt
(16 ára og eldri)
Æ S K A N 5 9