Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 5
95ÁRA 95ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA 95 ÁRA
leiðbeiningar og lífsreglur sem vís-
uðu lesandanum á ótvíræðan gæfu-
veg. Og allt var þetta fært í þann bún-
ing sem barnið og unglingurinn gátu
notið í ríkum mæli.
Þannig var það á mínum æsku-
árum og enn í dag mun
reynsla hinnar uppvaxandi
kynslóðar vera á sama veg. Vissu-
lega á hið prentaða mál meira á
brattann að sækja nú en nokkru sinni
áður. En ég fæ ekki betur séð en að
Æskunni sé nú stýrt á þann veg að
engu þurfi að kvíða um framtíð
hennar á meðan svo er á málum
haldið sem nú er gert.
Enn sem fyrr má það augljóst
vera að útgáfa Æskunnar er eitt
gifturíkasta skrefið sem Stór-
stúka íslands hefur stigið á meira
en aldarlöngum ferli sínum. Þeirrar
staðreyndar minnist Stórstúkan með
miklu og einlægu þakklæti á merkum
tímamótum óskabarnsins. Þær þakk-
ir er mér Ijúft að flytja hér frá Stór-
stúkunni og frá öllum þeim ótölu-
lega lesendafjölda Æskunnar á öll-
um aldri sem notið hefur og nýtur
enn alls þess sem hún hefir íslensk-
um börnum að færa af skemmtun,
gleði, fróðleik og uppbyggingu.
Megi Æskan eiga trausta og far-
sæla samleið með íslenskri
æsku á framtíðarvegi.
ur Engilberts. Með Grími störfuðu
fyrstu árin Ólafur Haukur Árnason,
Helgi Tryggvason og Heimir Hannes-
son. En mörg síðari starfsár sín var
Grímur einn um hituna. Þegar hann
hætti fyrir aldurs sakir tóku tveir ung-
ir menn, Karl Helgason og Eðvarð
Ingólfsson, við ritstjórninni. Síðustu
árin hefur Karl einn skipað ritstjóra-
sætið.
Svo sem sjá má af þessari upp-
talningu er síst ofmælt þótt
sagt sé að í ritstjórn Æskunn-
ar hafi löngum verið um einvalalið
að ræða. Blaðið hefir líka sýnt það
sjálft svo að eigi verður um villst að
þar hefir verið vel að verki staðið.
Vissulega hafa miklar breytingar orð-
ið á útliti þess og efni. En yfirleitt
hafa það alltaf verið breytingar til
batnaðar, breytingar sem komu til
móts við breytta tíma og svöruðu
þeim kröfum sem gerðarvoru hverju
sinni.
Það heldurenn í dag sinni upp-
haflegu reisn. Aldursmerki
sýnir það engin þótt hundrað
ára afmælið sé nú á næsta leiti. Miklu
fremur má segja að það sé nú, eins
og oftast áður, ólgandi af heilbrigð-
um og hressandi æskuþrótti.
Sjálfur á ég dásamlegar minn-
ingarfrá samfélagi Æskunnar.
Ég var ekki nema sjö ára þeg-
ar ég var svo lánsamur að móður-
systir mín, Elínborg Björnsdóttir sem
þá var farkennari heima í sveitinni
minni, gerði mig að áskrifanda þessa
heillandi blaðs. Það var ekki lítil upp-
hefð í því fólgin að fá mánaðarlega
sent í pósti blað á sitt eigið nafn. Oft
var ég farinn að telja dagana löngu
áður en það kom. Og allt var það les-
ið með þeirri áfergju og eftirtekt sem
börn á okkar dögum gera sér varla
grein fyrir. Þarna voru falleg Ijóð, á-
hrifaríkar smásögur og hörkuspenn-
andi framhaldssögur, að ógleymd-
um myndunum sem heilluðu barns-
hugann svo að ennþá, eftir bráðum
60 ár, eru þær Ijóslifandi í'vitund
minni.
Um það leyti, sem ég gerðist á-
skrifandi að Æskunni, var sú
nýbreytni að hefjast að hafa lit-
prentaðar kápur. Á forsíðu voru þá
gjarnan fallegar landslagsmyndir. Ég
sé þær í anda þessar myndir og man
ennþá áletranirnar sem fylgdu þeim:
„Snæfellsjökull himinhár, horfiryfir
sæ.“ „Garðurinn í Múlakoti í Fljóts-
hlíð. Styðjum öll að því að svona fal-
legir garðar komi við hvern bæ á ís-
landi.“
Stundum voru á einni síðu í
blaðinu myndir af börnum og
unglingum með yfirskriftinni:
„Styrktarmenn Æskunnar." Þetta
voru útsölumenn blaðsins úti á
landsbyggðinni. En hvað ég óskaði
þess heitt að geta einhvern tíma
eignast sæti meðal þessarra styrkt-
armanna!
Eitt er víst. Æskan, með sínu fjöl-
breytta efni, hafði sterk, varan-
leg og mjög jákvæð áhrif á mig
í uppvextinum og það er sannfær-
ing mín að þeir séu miklu fleiri en
flesta grunar sem hafa að einhverju
leyti af sömu reynslu að segja. í
Æskunni var þær fyrirmyndir að
finna, sem gott var að líkjast, og þær
Æ S K A N 5