Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 30

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 30
DÝBILÍTUR EKKl AF LÖMBPWPM ... Á Ströndum, við Steingrímsfjörð norðanverðan, er bærinn Bassastaðir. Við ókum þar fram hjá í sól og sumri og sáum þá þrjá krakka að leik við kofa í byggingu. Á túninu voru nokkur lömb, heimalningar. Hundur fylgdist grannt með þeim. Ég stóðst ekki mátið að taka krakkana tali... Þetta voru þau Aðalbjörg Guð- brandsdóttir og Jóhannes Hilmar Jóhannesson, bæði tíu ára, og Þórdís Hlín Ingimundar- dóttir níu ára. Aðalbjörg á heima að Bassastöð- um en hin voru þar gestkomandi. Hún segir okkur að heimalningarn- ir heiti Milla, Peli, Píví og Perla en hundurinn Dýri. - Er hann fjárhundur? „Já, hann er góður fjárhundur," segir Aðalbjörg. „Hann lítur ekki af lömbunum og vill alltaf vera að stjórna þeim. Við eigum fleiri fjár- hunda en hann. Þeir heita Lappi, Vaskur og Skotta." - Er eingöngu f járbúskapur hér? „Eiginlega, en við erum líka með eina kú, þrjá hesta og folald." Ég man að Æskan hefur oft feng- ið bréf frá Bassastöðum - og það er ekki Aðalbjörg ein sem hefur sent þau. Ég spyr hana því hvort hún eigi ekki systkini... „Jú, ég á sex systkini. Þrjú eru farin að heiman en þrjár systur mín- ar eru enn hér - Ragnheiður Sigur- ey, hún er sextán ára, Jóhanna ellefu ára og María átta ára.“ - í hvaða skóla eruð þið? „Við erum í Klúkuskóla í Bjarnar- firði. Við förum þangað með skóla- bíl - héryfir hálsinn." - Þá er Sigurður H. Þorsteins- son skólastjórinn ykkar... „Já - og hann sér um Frímerkja- þáttinn í Æskunni!" - Hvað þykir þér skemmtileg- ast að gera? „Ég held að mér þyki skemmti- legast að gæta barna. Ég hef gætt lítils stráks. Hann er systursonur minn.“ Þegar ég var að ganga frá viðtal- inu hringdi ég að Bassastöðum og talaði við Lilju, húsmóðurina á bæn- um. Hún sagði mér að nú hefði breyting orðið á - dætur hennar væru í skóla í Hólmavík í vetur og færu þangað með skólabíl. Fjölskyldan hefur verið áskrifandi að Æskunni frá því um 1970. SKEMMTILEGAST í KORFUKNATTLEIK Jóhannes Hilmar er Keflvíkingur. Hann er skyldur Aðalbjörgu - amma hans í föðurætt er systir Lilju móð- ur hennar. Hann segir að sér þyki gaman að vera í sveitinni en þangað kom hann með afa sínum. Heima finnst honum skemmtilegast í körfuknattleik. „Já, ég var að æfa með ÍBK (íþróttabandalagi Keflavíkur) ívetur og ætla að halda því áfram." Ég er ekki hissa á því að strákur úr Keflavík hafi áhuga á körfuknatt- leik því að meistaraflokkur ÍBK varð fslandsmeistari í karla- og kvenna- flokki - og hampaði einnig flestum titlum í greininni í yngri flokkum ... Jóhannes Hilmar er í Myllubakka- skóla og segir að sér þyki stærðfræði skemmtilegasta námsgreinin. Þegar ég hringdi til hans í haust sagði hann mér að búið væri að ganga frá kofanum sem þau voru að sýsla í. „Það var maður frá Drangsnesi sem byggði hann að mestu, vinur Adalbjörg, Jóhann- es Hilmar, Þórdís pabba Aðalbjargar." Hlín og Dýri - sem átli annrikt við að 1 FIMLEIKUM OG DANSI lylgjast með Þórdís Hlín á heima í Reykjavík WBSSBBKnUKMKKUHi og er í Seljaskóla. Henni finnst skemmtilegast að læra að reikna. - Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í skólanum? „Ég æfi fimleika með Gerplu - ég byrjaði þar í fyrra - og er í dans- skóla. Ég hef lært dans í þrjú eða fjögur ár. Á sumrin er ég stundum að gæta lítils stráks sem á heima ná- lægt mér. Ég safna líka límmiðum og frí- merkjum og hlusta á tónlist." - Hverjar eru eftirlætis-hljóm- sveitir þínar? „Stjórnin og Queen.“ - Ert þú líka skyld fólkinu á Bassastöðum? „Já, mamma er systir pabba Að- albjargar." Þegar ég kveð krakkana lít ég til lambanna og Dýra. Hann fylgist enn vökulum augum með hverri hreyf- ingu þeirra, fjárhundurinn. 3 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.