Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 30
DÝBILÍTUR EKKl AF LÖMBPWPM ...
Á Ströndum, við Steingrímsfjörð norðanverðan, er bærinn Bassastaðir. Við ókum þar fram hjá
í sól og sumri og sáum þá þrjá krakka að leik við kofa í byggingu. Á túninu voru nokkur lömb,
heimalningar. Hundur fylgdist grannt með þeim. Ég stóðst ekki mátið að taka krakkana tali...
Þetta voru þau Aðalbjörg Guð-
brandsdóttir og Jóhannes
Hilmar Jóhannesson, bæði
tíu ára, og Þórdís Hlín Ingimundar-
dóttir níu ára.
Aðalbjörg á heima að Bassastöð-
um en hin voru þar gestkomandi.
Hún segir okkur að heimalningarn-
ir heiti Milla, Peli, Píví og Perla en
hundurinn Dýri.
- Er hann fjárhundur?
„Já, hann er góður fjárhundur,"
segir Aðalbjörg. „Hann lítur ekki af
lömbunum og vill alltaf vera að
stjórna þeim. Við eigum fleiri fjár-
hunda en hann. Þeir heita Lappi,
Vaskur og Skotta."
- Er eingöngu f járbúskapur hér?
„Eiginlega, en við erum líka með
eina kú, þrjá hesta og folald."
Ég man að Æskan hefur oft feng-
ið bréf frá Bassastöðum - og það er
ekki Aðalbjörg ein sem hefur sent
þau. Ég spyr hana því hvort hún eigi
ekki systkini...
„Jú, ég á sex systkini. Þrjú eru
farin að heiman en þrjár systur mín-
ar eru enn hér - Ragnheiður Sigur-
ey, hún er sextán ára, Jóhanna ellefu
ára og María átta ára.“
- í hvaða skóla eruð þið?
„Við erum í Klúkuskóla í Bjarnar-
firði. Við förum þangað með skóla-
bíl - héryfir hálsinn."
- Þá er Sigurður H. Þorsteins-
son skólastjórinn ykkar...
„Já - og hann sér um Frímerkja-
þáttinn í Æskunni!"
- Hvað þykir þér skemmtileg-
ast að gera?
„Ég held að mér þyki skemmti-
legast að gæta barna. Ég hef gætt
lítils stráks. Hann er systursonur
minn.“
Þegar ég var að ganga frá viðtal-
inu hringdi ég að Bassastöðum og
talaði við Lilju, húsmóðurina á bæn-
um. Hún sagði mér að nú hefði
breyting orðið á - dætur hennar
væru í skóla í Hólmavík í vetur og
færu þangað með skólabíl.
Fjölskyldan hefur verið áskrifandi
að Æskunni frá því um 1970.
SKEMMTILEGAST í
KORFUKNATTLEIK
Jóhannes Hilmar er Keflvíkingur.
Hann er skyldur Aðalbjörgu - amma
hans í föðurætt er systir Lilju móð-
ur hennar. Hann segir að sér þyki
gaman að vera í sveitinni en þangað
kom hann með afa sínum. Heima
finnst honum skemmtilegast í
körfuknattleik.
„Já, ég var að æfa með ÍBK
(íþróttabandalagi Keflavíkur) ívetur
og ætla að halda því áfram."
Ég er ekki hissa á því að strákur
úr Keflavík hafi áhuga á körfuknatt-
leik því að meistaraflokkur ÍBK varð
fslandsmeistari í karla- og kvenna-
flokki - og hampaði einnig flestum
titlum í greininni í yngri flokkum ...
Jóhannes Hilmar er í Myllubakka-
skóla og segir að sér þyki stærðfræði
skemmtilegasta námsgreinin.
Þegar ég hringdi til hans í haust
sagði hann mér að búið væri að
ganga frá kofanum sem þau voru að
sýsla í.
„Það var maður frá Drangsnesi
sem byggði hann að mestu, vinur Adalbjörg, Jóhann- es Hilmar, Þórdís
pabba Aðalbjargar." Hlín og Dýri - sem
átli annrikt við að
1 FIMLEIKUM OG DANSI lylgjast með
Þórdís Hlín á heima í Reykjavík WBSSBBKnUKMKKUHi
og er í Seljaskóla. Henni finnst
skemmtilegast að læra að reikna.
- Hvað gerirðu þegar þú ert
ekki í skólanum?
„Ég æfi fimleika með Gerplu - ég
byrjaði þar í fyrra - og er í dans-
skóla. Ég hef lært dans í þrjú eða
fjögur ár. Á sumrin er ég stundum
að gæta lítils stráks sem á heima ná-
lægt mér.
Ég safna líka límmiðum og frí-
merkjum og hlusta á tónlist."
- Hverjar eru eftirlætis-hljóm-
sveitir þínar?
„Stjórnin og Queen.“
- Ert þú líka skyld fólkinu á
Bassastöðum?
„Já, mamma er systir pabba Að-
albjargar."
Þegar ég kveð krakkana lít ég til
lambanna og Dýra. Hann fylgist enn
vökulum augum með hverri hreyf-
ingu þeirra, fjárhundurinn.
3 0 Æ S K A N