Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 47

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 47
því að við vorum komin með hung- urverki. Við steiktum hamborgara, hituðum kakó og borðuðum súkkulaðikex með. Síðan var fjöl- mennt í annað tjaldið og meirihlutinn af skriflegu verkefnunum gerður. Síðan voru haldnir tónleikar áður en við skriðum í svefnpokana. Daginn eftir vöknuðum við auðvit- að klukkan 8 og bökuðum Ijúffengt mark-brauð. Lagt var í hann um tíu- leytið eftir að hafa skilað rusli. Lá nú leið að Torfastöðum og var haldið uppi söng þó að sumir væru of syfj- aðirtil að syngja. Við Torfastaði áðum við og drukkum safa í mengandi umbúð- um og lækkuðum hitastigið í skóm okkar. Þar sáum við nokkra gamla skáta á leið á mótið og veifuðum að sjálfsögðu. Við gengum nú niður einhvern veg að að Tunguá. Þar sáum við að við þyrftum að vaða ána tvisvar. Ruku nú allir úr sokkum og skóm, brettu upp skálmar og héldu út í. Á miðri leið voru sumir næst- um því dottnir og aðrir farnir að skjálfa ískyggilega mikið. Þegar við vorum komnar yfir á- kváðum við að gróðursetja tréð sem við vorum búnar að hálfdrepa á leið- inni, klifruðum yfir girðingu og ösl- uðum svo yfir mýri sem þurfti að vera þvælast þarna fyrir okkur. Urðu sumar rauðar upp á miðja kálfa. Við ákváðum að sleppa að vaða út í mitt Sogið eins og stóð í kort- inu og röltum upp að Bíldsfelli þar sem næsti punktur var. Þar lentum við í nokkrum erfiðleikum með að finna veginn sem við áttum að fara eftir síðasta spölinn. Einhvers stað- ar úti í móa hjá Bíldsfelli átum við samlökur með súkkulaði á la’Vaka. Það voru eiginlega tvær brauðsneið- ar með súkkulaðiköggli á milli en þær voru borðaðar með bestu lyst því að við vorum aftur komnar með hungurverki. Þessar samlokur hafa verið ansi góðar því að við fundum veginn stuttu síðar. Hann lá í gegn- um Klifurskóg. Þarteygðist ansi mik- ið á flokknum vegna þess að tveir fimmtu hlutar af honum þurftu að eltast við verkefnabókina sem vildi fara sínareigin leiðir. Næsti viðkomustaður var írafoss- virkjun. Þar hlömmuðum við okkur niður og gerðum að sárum okkar sem aðallega voru á hælum. Var nú bögglast við að lýsa nokkrum fugl- um, grjóðursetningarstaðnum og teikna gljúfrið við virkjunina með skjálfandi höndum. Þegar því var lokið og allir höfðu kvittað var eins og við hefðum fengið vítamíns- sprautu og sjömílnaskó vegna þess að klukkan var orðin fjórðung yfir fjögur og við höfðum áætlað að fara í bjargsig klukkan fimm. Er við komum í tjaldbúðir okkar smygluðum við okkur í kakó og kök- ur vegna góðra sambanda á efri stöðum og komumst að því að bjargsigið hafði fallið niður. Hins vegar áttum við gróðursetningaverk- efnið eftir og var nú brunað niður í Borgarvík. Þar gróðursettum við nokkrar birkihríslur og sáðum gras- fræi, röltum svo í hægðum okkar heim og komum okkurfyrir. Hér lýkur frásögn af sólarhrings- markferð okkar. Með skátakveðju, Vaka, Dagmar og Elínborg. Að loknu máli... -Ljósm.: Þórunn Vignisdóttir. Getraunin er í tilefni 95 ára afmælis Æskunnar og tengist fræðsluþáttum sem birtast í blaðinu. Þeir eiga að minna okkur á hve miklu við getum ráðið sjálf um heill okkar og heilbrigði með því að gæta okkar vel og velja rétt. ■ AÐALVERÐLAUNIN í þessum 6. hluta getraunarinnar eru vöruúttekt að upphæð 18.000 kr. í versluninni Hestamanninum, Ármúla 38 í Reykjavík. Þrenn aukaverðlaun eru skemmtilegar brúðutöskur frá Títan hf., Lágmúla 7 í Reykjavík. Þær henta vel fyrir íþróttafatnað. SJÖTTIHLUTI , . GETRAUNARINNAR HEIL A HUFI! 1. Hver sagði: „Örn Ámason reykir ekki - Afi - þið vitið ...“? 2. „Hún sagði að allir ættu að vera sjálfstæðir og ekki herma óvana eftir öðrum." Hver? 3. Hverjir hermdu eftir Ragnari Reykás? 2 VERÐLAUNAHAFAR í FJÓRÐA HLUTA Aðalverðlaunin, 18.000 króna úttekt í íþrótta- og hestamennsku-versluninni Ástund í Austurveri, Háa- leitisbraut 68 í Reykjavík, hlaut Halla María Halldórsdótt- ir, Ögri, 401 fsafjörður. Tvenn aukaverölaun, svefnpoka af tegundinni Nitestar-3 (að verðmæti 4500 kr.) frá Seglageröinni Ægi, Eyjaslóð 7 í Reykjavík, komu í hlut Eyrúnar Bjark- ar Jóhannsdóttur, Breiðavaði 1, 701 Egilsstaðir, og Hallfríðar Óskar Ólafsdóttur, Víðidalstungu, 531 Hvammstangi. ■ Svör skal senda til Æskunnar, póst- hólf 523,121 Reykjavík - merkt Heil á húfi -fyrir 31. október nk. Æ S K A N 5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.