Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 52
NÝIR FELAGAR
76. Guðrún Lilja Óladóttir,
Álfaheiði 14, 200 Kópavogi.
Hún er 13 ára og hefur
safnað frímerkjum í 7 ár.
77. Hanna Rut Samúelsdóttir,
Stóru-Sandvík 4, 801 Selfoss.
Hún vill senda íslensk
frímerki í staðinn fyrir útlend
merki - og íslensk frá því
fyrir 1978.
78. Þórhildur Ólafsdóttir,
Fagurhólstúni 3,
350 Grundarfirði. Er 11 ára
- hefur safnað í 5 ár
LANGT AD KOMIÐ
Okkur hefir borist bréf frá Singapúr.
Það er frá manni að nafni
Ernie Dei Choon Guan,
#07-228 Redhill Close, Block 1,
Singapore 0315.
Maður þessi safnar frímerkjum frá
íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandi,
Mongólíu, Albaníu og Norður-Kóreu.
Hann er Singapúrbúi af kínverskum
ættum. Hann hefir fleiri áhugamál en
að safna frímerkjum og eignast skipti-
vini. Til dæmis á hann gullfiska, tekur
myndir, veiðir, fer í gönguferðir og tjald-
ferðir. Svo vinnur hann með hljóð og
myndir í viðtækjum. Þá les hann mik-
ið og hefir í því efni áhuga á að lesa
um önnur lönd og fólkið sem byggir
þau.
Nú reynir á hvort þið treystið ykkur
til að skrifast á við hann en hann skrif-
ar góða ensku.
Norskur unglingur hefur einnig sent
okkur bréf og lýst löngun sinni til að
skipta á frímerkjum við íslendinga.
Nafn og póstfang:
Turid Myklebust,
St. Olavs Gt. 37,
2000 Lillestrem.
FRÍMERKJAKLÚBBUR
ÆSKUNNAR
Umsjónarmaður: Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri,
Laugarhóli, 510 Hólmavik.
Flest kannist þið vafalaust við
teiknimyndastjörnuna Ástrík en hér
á landi hafa verið gefnar út bækur
með ævintýrum hans. Ástríkur var
Galli eða frá því landi sem nú heitir
Frakkland og var uppi þar á róm-
verskum tíma þegar landið var nefnt
Gallía og var hluti Rómaveldis. Það
mun hafa verið um það bil 200 árum
eftir Krist.
Á eyjunni Guernsey fannst hluti
brunnins skips frá þessum tíma á
jóladag árið 1982. Þarna fannst mik-
ið af hlutum sem höfðu varðveist vel
þar sem feiti um borð í skipinu hafði
bráðnað við brunann og umlukt hlut-
ina og verndað í öll þessi ár.
Nú hefir póststjórn eyjarinnar gef-
ið út samstæðu frímerkja með
myndum af Ástríki og siglingu hans
með vörur frá meginlandinu til sölu
á eyjunni. Þá er skotið eldörvum að
skipinu og það brennur undan á-
höfninni sem bjargast í land.
Auðvitað fengu þeir franska fyr-
irtækið, sem teiknar Astríkssög-
urnar, til þess að teikna frímerkin.
Það er fyrirtækið Studie Legrain
og höfundur Ástríks er Albert
Uderzo. Frímerkin sýna hvernig
skipið er smíðað. Síðan er það
hlaðið með vörum til flutnings og
loks er því siglt yfir hafið. Þá ber
vanda að höndum. Það kviknar í
skipinu og það brennur og sekkur
en Gallar synda í land með Ástrík
á maganum.
Kafarinn Richard Keen ætlaði
sér að kafa eftir skelfiski í Péturs-
höfn og þar sem aldrei var jafn-ró-
legt að fara til slíkra hluta og á jóla-
dag valdi hann einmitt þann dag
til þess, það var 1982 og þá hófst
seinna ævintýrið sem endaði svo
með frímerkjaútgáfu eftir að öllum
munum skipsins hafði verið kom-
ið fyrir á Sjóminjasafninu á eyjunni.
Ekki sakar það að frímerkin eru
vel unnin, litrík og það sem við köll-
um falleg.
5 6 Æ S K A N