Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 40

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 40
hella sér út íþá baráttu. Nýju krakkarnir eiga skilinn stuðning Æskunnar. Hvort Nýju krakkarnir syngja allar söngraddirnar á plötum sínum er óljóst. Það er algengt í dægurlagaheiminum acI þeir sem útsetja söng og hljóðfæra- leik treysti í sumum tilfellum bet- urá sjálfa sig en aðra. íþví tilfelli nægir að nefna Milli Vanilli, Bo- ney M. og Frankie Goes To Hollywood. í þeim dæmum sungu útsetjarar og spiluðu meira en þeir sem voru í sjálfu sviðsljósinu. Sá sem þetta skrifar var eitt sinn vitni að þvíþegar upptöku- stjóri var óánægður með bassagítarleik ónefndrar hljóm- sveitar. Upptökustjórinn þurrk- aði bassaleik bassaleikarans út af segulbandinu og spilaði síð- an bassagítarleikinn sjálfur. Plat- an kom út mecI bassagítarleik upptökustjórans án þess að bassagítarleikari hljómsveitar- innar hefði hugmynd um það og hefur ekki enn þann dag í dag. Hann hefur m.a. hælt sér afgóð- um leik á þessari plötu. Okkur er kunnugt um annað dæmi líkt þessu. íþví tilfelli var færasti trymbill landsins látinn hlaupa í skarðið fyrir annan, með fullu samþykki þess. Áður hefur komið fram að við hrífumst af snotrum laglínum GN’R. En það er ástæðulaust af okkur að verðlauna hljómsveit sem þrífstá kynþáttafordómum, andúð á lögreglu, kvenfyrirlitn- ingu og nú síðast óskaði hljóm- sveitin eftir því að ákveðinn á- fengisframleiðandi yrði styrkt- araðili GN’R. CHER Popphólf! Vissuð þið að unglegt útlit söng- konunnar Cher stafar eflaust af öll- um þeim lýtalækningum sem hún hefur farið í. Farið nú að gera eitt- hvað í þessum Poþþþætti. Hann er glataður. Henry T. Sverrisson. Svar: Það er rétt að söngkonan Cher hefur nýtt sér þjónustu lýtalækna. Án heilsusamlegs líf- ernis (stöðugrar líkamsræktar ásamt bindindi á áfengi og tó- bak) myndu fegrunaraðgerðirn- ar aðeins verða svipur hjá sjón. Þegar kvartað er undan Poppþættinum þá er æskilegt að tiltekið sé hvað megi betur fara. Annars erum við engu nær. Og þar með er lítil von á bótum. NÝJU KRAKKARNIR Kæra Popphóif! Millinafn Donnies í NKOTB er EDMOND en ekki Edmand. Salóme Sigurðardóttir, Hlíðarvegi 14, Bolungarvík. DANSMÚSÍK Kæra Popphólf! Mig langar í umfjöllun um harða dansmúsík (hardcore). Þessi mús- ík er miklu vinsælli en þungarokk. Við íslendingar eigum margar frá- bærar hljómsveitir á þessu sviði eins og heyra má á plötunni lcera- ve. Hljómsveitin Ajax skarar þar fram úr. Hvernig væri að fjalla eitthvað um þessa músfk? Hardcore-aðdáandi í Reykjavík. Svar: Nýverið fjölluðum við um uppruna og þróun rabb- og hip- hop músikur. „Rave“, „hardcore“, „softcore“, „house" og „sýra“ eru náskyld dansmús- Public Enemj Brasitiska ..þrass' hljómsveitin Sepultura íkurfyrirbrigði. Við munum fjalla um þá músík innan tíðar. Þessa stundina liggur Popp- þátturinn yfir plötunni „lcerave“. Ætlunin er að taka saman sér- staka grein (plötudóm) um hana. Greinin birtist væntanlega í næsta þætti. ÞUNGAROKK Popphólf! Væri ekki hægt að hafa meira um þungarokk í Poppþættinum? T.d. um Venom og Sepultura? Death-metal aðdáandinn mikli á Hvammstanga. Svar: Það er ólíklegt að vægi þung- arokks aukist til muna í Popp- þættinum. Við reynum að gera flestum dægurmúsíkstefnum skil, í réttu hlutfalli við vinsæld- ir þeirra. METALLICA Popphólf! Mig langar til að biðja ykkur um veggmynd og upplýsingar um Metallicu. Linda. ANTHRAX Kæra Popphólf! Getur þú birt fróðleiksmola og veggmynd af hljómsveitinni Ant- hrax? Gulli Adams, Akureyri PUBLIC ENEMY Halló, Popphólf! Getið þið birt fróðleiksmola um Public Enemy? Þið fjallið of lítið um rap en of mikið um þungarokk. KRS One í Svíþjóð LIVING COLOUR Kæra Popphólf! Það hefur aldrei birst grein um Living Colour eða veggmynd. Von- andi kemur það bráðum. M.Ö., Akranesi Svar: Þetta er örlítið brot af þeim óskum sem Poppþættinum ber- ast. Eins og sjá má þykir einum of mikið fjallað um þungarokk en öðrum þykir þungarokkið vera hornreka. Við reynum að sinna þeim óskum sem flestir bera fram. En svo að mark sé tekið á bréfum verður nafn og heimilisfang bréfritara að fylgja. Við virðum beiðni um nafnleynd þegar við birtum bréfin. 4 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.