Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 25

Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 25
ÚR RÍKI NÁTTÚ Umsjón: Óskar Ingimarsson. URUXINN Ein þeirra tegunda, sem horfið hafa úr dýraríkinu á seinni öldum, er úruxi - nefndur úr í fornum ritum. Hann er af flestum talinn forfaðir taminna naut- gripakynja nútímans enda bera þau sum hver nokkurt svipmót hans þó að blöndun sé nú orðin mikil. Ekki er vitað með vissu um útbreiðslu- svæði úruxans fyrr á tímum en líklega hefur hann verið um mikinn hluta Evr- ópu, Norður-Afríku og Asíu, allt aust- ur til Mongólíu og Kína og suður til Ind- lands. Þar austur frá hefur hann átt blómaskeið sitt fyrir 100-200 þúsund árum en síðan fór honum fækkandi, ekki síst vegna loftslagsbreytinga. Hins vegar bendir margt til að hann hafi ekki orðið aldauða í Vestur-Evr- ópu fyrr en á 10.öld. Hans er víða get- ið í ritum rómverskra höfunda, t.d. Ses- ars, og vitað er að hann var oft sýnd- ur í hringleikahúsum Rómverja sem höfðu yndi af stórum dýrum, einkum ef þeir gátu látið þau berjast inn- byrðis. Úruxar voru á Norðurlöndum a.m.k. fram á víkingaöld og ef til vill lengur. Beinaleifar þeirra hafa meðal annars fundist í sunnanverðri Svíþjóð og af þeim má ráða að steinaldarmenn hafi veitt þá enda hljóta þessir stóru skrokk- ar að hafa verið gott búsílag. Lengst þraukaði úruxinn í Austur-Evr- ópu eða allt fram á 17. öld í Póllandi. Reyndar er hugsanlegt að fólk hafi ruglað honum saman við Evrópuvís- undinn sem átti heima á sömu slóð- um og er þar enn að finna þó að stofn- inn sé nú orðinn lítill. Af beinaleifum, lýsingum og myndum, sem til eru af úruxanum, má ráða að hann hafi verið allt að 2 metrar á hæð, sterklegur og þykkur um háls og herða- kamb og með kröftuga og þó liðlega fætur. Hornin voru hvít, svört í end- ann, sveigð út á við og síðan upp og fram. Litur tarfa var dökkbrúnn eða nær svartur og Ijós rönd eftir hryggn- um. Kýr og kálfar voru Ijósari. Úruxinn hélt til í skógum og hafði hægt um sig að deginum en fór á stjá um nætur til að bíta á votengjum og öðru mýrlendi - og þá helst stargresi og sef. Mjög fátt er vitað um samskipti dýr- anna innbyrðis en að líkindum hafa þau haldið sig í smáhópum eins og flestar villtar nautgripategundir nútím- ans. Menn hafa deilt um hver hafi verið leið þróunarfrá úruxanum til taminna naut- gripa okkar daga enda sennilega um ýmsa möguleika að ræða. Víst má þó telja að þar hafi margvísleg blöndun komið við sögu. Nokkur kúakyn, eink- um í Ungverjalandi og á Ítalíu, hafa minnt meira á úruxa en önnur allt fram á þessa öld. En víxlræktun og nýir stofnar gera málið flóknara. Reynt hefur verið að „endurskapa" úr- uxa með því að blanda saman kynj- um úr ýmsum áttum - frá Frakklandi, Spáni og Skotlandi. Frumstæðir eig- inleikar þessara kynja voru þá hafðir í huga. Mönnum tókst að fá fram dýr sem líktist úruxa að því er varðaði lit og líkamsbyggingu svo að hægt var að ímynda sér hvernig hann hafði lit- ið út meðan hann var og hét. En að sjálfsögðu getur slíkt aldrei talist ann- að en eftirlíking. Æ S K A N 2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.