Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 49
íþróttir?
Það var algjör tilviljun að ég byrj-
aði. Ég ætlaði að hjálpa til þegar
landsmót var haldið í Keflavík. Það
þótti fátæklegt að hafa enga kepp-
endur af staðnum svo að ég leyfði
þeim að skrá mig í sund. Ég kunni
það þó. Mér gekk vel og ræsirinn
dreif mig til Friðriks Ólafssonar
sundþjálfara í Njarðvík en hjá hon-
um fékk ég góða hvatningu og þjálf-
un.
Að hvaða marki keppirðu nú?
Fyrst og fremst að því að bæta
mig.
Með hverjum hefur þú æft að
undanförnu? Hver er þjálfari
þinn?
í sundi með sunddeild UMFN -
þjálfari er Friðrik Ólafsson. í frjáls-
um íþróttum með frjálsíþróttadeild
Ármanns - þjálfari er Stefán Jó-
hannsson.
í hvaða skólum hefur þú ver-
ið?
Grunnskólanum í Keflavík og Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Þartók ég
stúdentspróf.
Við hvað vinnur þú?
Við forritun hjá hugbúnaðarfyrir-
tækinu Hugkorni.
Hver er eftirlætis-íþróttamað-
ur þinn?
Einar Þór Einarsson, Ármanni.
Á hvaða fþróttagreinum - öðr-
um en þú æfir - hefur þú
mestan áhuga?
Ég reyni að komast á seglbretti
og skíði þegar ég get.
Hefur þú kynnst erlendum í-
þróttamönnum á keppnisferð-
um þínum? Hverjir hafa verið
helstu keppinautar þínir á al-
þjóðlegum mótum?
Ég hef kynnst mörgum íþrótta-
mönnum á ferðum mínum og átt
harða keppinauta frá Rússlandi, Ástr-
alíu, Nígeríu og ísrael svo að ein-
hverjir séu nefndir.
Hver er eftirlætisréttur þinn?
Lasagne.
Hvaða rithöfund/skáld metur
þú mest?
Halldór Laxness.
Hvaða leikarar þykja þér best-
ir?
Sigurður Sigurjóns og Laddi.
Hvers konar tónlist hlustar þú
helst á?
Rokk í anda Deep Purple, Jimi
Hendrix, Led Zeppelin og Creams.
Hvaða söngvarar höfða mest
til þín?
Sigurður Eyberg í hljómsveitinni
Deep Jimi and the Zep Creams.
Hvað gerir þú í tómstundum -
annað en að æfa íþróttir?
Hitti vini mína og nýt tónlistar. Til
að mynda gríp ég í trompet (sem ég
lærði á ungurað árum).
Hvar hefur þér fundist
skemmtilegast að vera?
í Afahúsi á Laugarvatni.
Hvað hefur þér þótt mest
framandi að sjá á ferðum þín-
um?
Landslag og lifnaðarhætti í Kóreu
- þegar ég fór á Ólympíuleikana í
Seúl.
Hver er fallegasti staður sem
þú hefur séð?
Skíðabrekkurnar í Ölpunum.
Áttu þér eftirlætismálshátt?
„Aldrei að gera það í dag sem þú
getur gert á morgun11 - eða „Aldrei
að gera það á morgun sem þú get-
ur gert í dag“ — eftir atvikum.
Hvað eiga ungir íþróttamenn
að temja sér?
Sjálfsaga. Hafi maður hann ætti
allt að fylgja í kjölfarið.
„Mér helur þótt
skemmtilegast í
Atahúsi aö
Laugarvatni. “
Æ S K A N S 3