Æskan - 01.08.1992, Blaðsíða 57
Salóme Sigurðardóttir, Bolungarvík:
GAMflU OG MITTT
INNGANGUR
|\| 1/nTn hefur í mörg ár
IMIxU I D verið ein vin-
sælasta barna- og unglingahljóm-
sveitin í heiminum. Ég var beðin um
að skrifa grein um hana og í þessu
tölublaði Æskunnar og þeim næstu
fáið þið að lesa söguna sem Jonath-
an, Donnie, Danny/Jordan og Jos-
eph segja að sé sú eina rétta...
FYRRI
HLUTI
UM NYJU KRAKKANA..
- New Kids on The Block.
HVERJIR ERU ÞETTA?
í hljómsveitinni New Kids on The
Block eru fimm hressilegir piltar frá
Boston í Massachusettsfylki í Banda-
ríkjunum. Þeir heita: Jonathan Ras-
hleigh Knight, Daniel William Wood,
Donald Edmond Wahlberg, Jordan
Nathaniel Marcel Knight (bróðir Jón-
atans) - og Joseph Mulrey Mcln-
tyre. Allir eiga þeir gælunöfn: Jon,
Danny, Donnie, „J“ og Joey Joe.
JONATHAN
Hann fæddist 29. nóvember 1968
í Worchester í Massachusettsfylki.
Fjölskylda hans átti heima í litlum
bæ sem heitir Lanchester þartil hann
var þriggja ára en þá fluttist hún til
Westwood. Árið 1973 fluttust fjöl-
skyldan til Dorchester og á enn
heima þar.
Móðir hans heitir Marlene en fað-
ir hans Allan. Eldri bræður hans eru
David og Christopher, eldri systur
Allison og Sharon. Jordan er átján
mánuðum yngri en Jónatan. Milli
þeirra voru alltaf nánust tengsl.
Þröngt var í húsakynnum fjölskyld-
unnar um skeið og þá voru allir
bræðurnir fjórir saman í herbergi,
sváfu í tveimur kojum.
Þó að Jónatan stæði Jordan næst
var hann að eðlisfari líkastur Sharon.
Þau áttu mörg sameiginleg áhuga-
mál og höfðu svipaða skapgerð. Fjöl-
skyldan hefur staðið þétt saman og
verið mjög samstíga. Það á líka við
um afa hans og ömmu, Floyd og
Pearl. Þess vegna finnst honum
mjög erfitt að vera mikið að heiman.
Hann hefur alltaf verið myrkfælinn
og hefur enn kveikt Ijós í baðher-
bergi meðan hann sefur. Þegar hann
var lítill óttaðist hann skrímsli og
þess háttar fyrirbæri.
Húsið í Dorchester var svo stórt
og lóðin svo stór að líkja mætti því
við sveitabæ í borg. Jónatan átti alltaf
mikið af dýrum, t.d. hænsni, geitur,
svín, kanínur (22!) og hest.
Móðir hans vann sem félagsráð-
gjafi þegar hann var að alast upp.
Þá eignaðist hann mörg fóstursystk-
ini. Þau voru oftast 15-18 ára þegar
þau komu inn á heimilið. Allt um
fjöldann fóru þau stundum bara átta
í ferðalag til afa og ömmu við Erie-
vatn og á bóndabýli til föðursystur
þeirra í Kanada.
Fjölskyldan fór alltaf öll saman í
kirkju í hverri viku. Jónatan byrjaði
að syngja í kirkjukór þegar hann var
sjö ára. Kóræfingar voru á miðviku-
og föstudögum og á sunnudögum
söng kórinn fyrir söfnuðinn. Hann
hefur alltaf haft gaman af söng og
segir að ein af bestu minningunum
frá æskuárunum sé að hafa verið í
kórnum.
Hann átti sér þann draum að
verða frægur. Hann var vanur að
hlaupa um húsið með hljóðnema og
syngja fyrir framan spegilinn. Og
auðvitað er hann ánægður með að
æskudraumur hans hefur ræst.
Þegar hann var 16 ára heyrði
hann fyrst að verið væri að leita að
ungum strákum í hljómsveit. Jord-
an hafði sungið til reynslu og verið
valinn. Þegar hann kom heim um
kvöldið spurði mamma þeirra hvar
hann hefði verið. Henni leist ekki
mjög vel á svarið en daginn eftir fór
hún til fundar við þann sem sá um
að prófa drengina, Maurice Starr. Þá
snerist henni hugur. Hún spurði
hvort ekki vantaði annan strák og
Jónatan fór í próf. Það tók Maurice
ekki nema nokkrar sekúndur að á-
kveða sig og þið vitið hvernig fór!
(Samkvæmt venju Æskunnar er nafn-
ið Jonathan íslenskað í meginmáli grein-
arinnar (þar sem samsvarandi heiti er
til í málinu). Salóme hefði kosið að það
væri alls staðar ritað að enskum hætti)
Æ S K A N <5 7